Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 33

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 33
Á RÚSTUM KAUPMANNAHAFNAR 27 sín vestan megin Vorfrúarkirkju, urðu að sjálfscgðu fyrr í vegi eldsins en hinir, sem handan við bjuggu, og hefðu ófarir þeirra sannarlega mátt verða hinum síðarnefndu nægileg aðvörun. En þeir hafa treyst um Þegar við bætist eðlileg tregða mikilla bóka- safnara að raska öllu og flytja út í algera óvissu, þar sem eldshaf og ringulreið hafa stolið burt allri dómgreind, er hik þeirra og seinlæti ofur skiljanlegt, en jafn hörmulegt þó. Það er fátt sem gengur Jóni Ólafssyni eins til hjartans og missir þeirra mörgu og góðu bóka: „Fyrst þá elldurenn var ad brenna i Vesturgötu circ. kl. 9. geck hann þvert yfer i Studiistræte. Prof. Steenbuck feck nóg fólk, og hiálpade mest öllu sinu, enda átte hann ei allmiked Bibliothec, hann liet bera til Ass. Grams og þar brunnu þær flestar. Prof Horre- bow biargade aungvo af sinu, og hafde ei annad klæda, en hánn stód í, utan hvad hans ellste sonur var i sinum bestu klædum. Gengu so hans 5. börn epter honum ör- snaud ... Biskupsens Worms gardur stóð Ytst i nordurendanum á Studiistræte yfer undan Vorfruekyrkiu, brann hann eige fyr enn seint, so sem hier um kl. 9. um dagenn, þvi hann var grunnmúradur. Biskupsens Bibliothec, sem mællt er hann hafe kostad fra 14 til 16000rd. var allt bored inn í Vor- frúekyrkiu. Hans Frú la siúk, en hann var siálfur i Visitatiu út á lande, og þá hann sá elldenn út þángad, skundade hann inn i stadenn; enn þá var allt um giört. Átte hann ei nema 3. bækur epter, sem hann hafde med sier i Visitatiunne. Hún andadest nockr- um tjmum epter brunann ..." Næst lýsir Jón því, hversu brandfólkið, það sem ekki var ofurölvi eða farið heim, reynir að bjarga Vorfrúarkirkju með því að sprengja upp með „krúde" og skjóta niður Sykurhúsið, vínhúsið Dyrkjöb, sem var rétt til hliðar við kirkjuna, og hin fræga vínkjall- ara Blasen á horni Gamlatorgs, en þar segir Jón að farizt hafi vín fyrir 40.000 ríxdali. Allar þessar anstaltir komu þó fyrir ekki. Meira að segja telur hann að eldflugið frá spreng- ingum þessum hafi fyrst komið báli í spíru kirkjunnar, en „þar næst blossade út úr henne, og þá strax fiell hún ofan á nordur- götu, og giörde aungvann skada . . . Var þad hvad undarlegast, ad kluckurnar runnu nidur i hnette, sem urdu eins og sindur, blandad vid sand. Marger höfdu þángad til þá von, ad kyrkiuna munde ecke elldur bíta, og sögdu. Herren beverar vel sit Tempel, og margur bar þar inn sitt góts sem vard henne til þvi stærre uppkveikiu, brann þá kyrkian oll ad innanverdu fyrst. Þar smaug elldurenn ofan i Begravelsen, og brende i þeim bæde líkkistur og manna- bein.. Það var ekki fyrr en hér var komið, að Árni prófessor Magnússon fékkst til að hagga bókasafni sínu. Fyrr um daginn höfðu nokkrir ungir Islendingar farið til hans, með Jón Ólafsson í fararbroddi, og boðizt til að freista þess að koma safninu undan, en Árni sendi þá frá sér um hæl. En þegar Vorfrúar- kirkja var tekin að loga, varð allt um seinan séð. Slíkum voðaeldi voru ekki nema nokkur fótmál yfir í Stóra Kanokastræti, en þar voru garðar flestra prófessoranna, Eilers- og Borch Collegium, og yzt Regensinn. Miðaldahús háskólans voru eins og tundur í þetta bál, öll nema gamla Konsistoríið, sem enn stend- ur og eitt er háskólanum til prýði. Það var rétt í þessum svifum, sem Jón lýsir næst, að þeir Jón og Finnur Jónsson, síðar biskup, tóku að bera bækur Árna út á vagninn. Raunar hafði vagn þessi, að sögn, verið helzti lengi í öðrum erindum (og Jóni Ólafssyni miður þóknanlegum), — við að koma Madame Mette Magnusen og pússi hennar á annan og kaldari stað. Jón heldur nú áfram á þessa leið: „Þá nú kyrkian var i loga, brann jafnskiótt Claustred med Famuli húse, þad Medicinska Kunstcamers, Auditoria, Prestanna hús enn Consistorium sem stód mille Claustursens og Auditorii húsanna var óskaddad, en þad er rett furdulegt. Var allt þetta jafnframt kl. 10. Þá báladest elldurenn yfer litla Fiolstræte
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.