Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Síða 34
28
HELGAFELL
á augabragde, og so þeim meigenn ofan
med stóra Canickestræte. Conferentz Raad
Bartholin byriade ad flytia um nóttena
snemma hier um kl.ll. og gat þvi mestöllu
biargad, enn hinn bróderenn Doctor Hans
for seint til þess, og biargad þvi minna. Hinu
megenn Canickestræte bran nockru seinna.
Ass. Grame náde öllum sinum bundnu bók-
um, því marger rettu hendur til ad hiálpa
honum. Hinar óbundnu miste hann. Fórst
elldenum þeim mun seinna þar ofan epter,
en hinu megenn, ad þá Borchens Collegium
brann, var enn nú eige Ass. Árna Magnús-
sonar gardur farenn ad brenna, sem þvi stód
andspænes móte. En þá hann brann var kl.
circ. 4. var þá orded dimt bæde af kvollde
og reyk. náde hann litlu af miklu Biblio-
thece, sem samanstód af tilvöldum bókum.
brann þar mörg gömul og góð bók skrifud og
þryckt, ad þad er óbætande, þvi sumar
þeirra eru aldeiles eige til, sumar fást ei so
godar hier epter . . ." *)
Af þessu er ljóst, að vindáttin hefur enn
verið það suðlæg, að hún hefur bægt eld-
inum lengi vel frá húsaröðinni sunnan
Kanokastrætis, þeim megin sem garður Áma
stóð. En strætið var þröngt, og hefur fljótt
orðið erfitt um björgun, úr því eldurinn var
á annað borð kominn í götuna. Raunar var
aðgangur út í Skinnaragötu úr garði Árna,
‘) Þar sem engin skrá var til um handritasafn Árna
Magnússonar fyrir brunann, er erfitt að meta, hversu
mikið hafi farizt, enda hefur menn greint mjög á um
það. Jón Ólaísson vidi halda þvf fram að allt að helm-
ingur þess hafi brunnið, Finnur Jónsson telur allt að
þrem fjórðu hlutum (í Hist. eccl.), en aðrir, svo sem Jón
Therkelsen og Jón Marteinsson nefna til miklu minna.
Kristján Kólund, sem var um langt skeið forstöðumaður
safnsins, áætlar tjónið hvað minnst, og telur vísindalegt
mikilvægi safnsins ekki hafa rýrnað tiltakanlega við
brunann. Hinsvegar fórst þar obbinn af prentuðum bók-
um Árna, — og það sem sárara er, — nærri allt sem
hann sjálfur hafði skrifað.
Mér virðist mega lesa það út úr hinni stuttaralegu frá-
sögn Jóns af bókabruna Áma, að hann kenndi Árna
sjálfum um, hversu fór. Að öðmm kosti hefði hann áreið-
anlega verið orðfleiri um þennan atburð, en húsbónda-
hollusta hans bannar honum sýnilega að segja nokkuð
það, sem megi virða Áma til vanza.
Gamla Konsistoríið, sem eitt stoð eftir obrunnið af bygg-
ingum háskólans.
en það hefux komið fyrir lítið, því hún tók
að loga nærri jafntímis Kanokastræti.
Þegar líður á kvöldið herðir storminn enn,
og fer eldurinn nú með „ædeferd" spölinn
sem hann á eftir út í Kaupmangarann:
„Þar næst tók elldurenn Prof. Londemans
Gard*) og Eilers Collegium, en hinu megenn
strætenes Prof. Anchersens gard og Reg-
entzed. Þó stóð epter af Regentze kyrkian
*) Evert Iondemann var hálfur fslendingur. Hann var
fæddur á Eyrarbakka árið 1680, sonur Hans Willumsens
Londemann verzlunarmanns og Guðríðar Markúsdóttur.
Móðir Guðríðar var systir Þormóðs Torfasonar sagnfræð-
ings, en systir hennar var hin alræmda Stokkseyrar-
Dísa. Evert varð stúdent 1698 og gerðist piestur 1706.
Að eigin sögn stóð honum til boða Skálholtsstóll eftir
Jón Vfdalín látinn, en þáði ekki. Árið 1727 varð hann
prófessor í heimspeki við Hafnarháskóla, 1730 í mælsku-
fræði, en hlýtur síðan miklar vegsbætur. Meðal annars
verður hann biskup að nafnbót, og 1749 er hann tekinn
í aðalsstétt í Noregi og velur sér þá nafnið Rosencrone.
Ætt hans varð aldauð 1927, og voru þá allar eigur
hennar afhentar Oslóarháskóla.
í Sýslumannaævum (IV. 313) segir Bogi Benediktsson að
Nikulás nokkur Henriksson kaupmaður hafi komið Evert
Londemann til mennta, en Nikulás þessi hafi verið ,,erf-
iðismaður á Reyðarfirði" en síðar gerzt „ráðsmaður í
Kaupmannahöfn". Hér á Bogi við Niels Henriksen borg-
arráðsmann, sem var auðugur og mikils metinn borgari.
Hann fær síðar jústitsráðs-nafnbót og verður varaborg-
armeistari Kaupmannahafnar um skeið. Niels er látinn
1745.
Þótt svo megi virðast af orðum Boga, að hann telji
Niels íslending, þar sem hann kallar hann Nikulás, mun
það alls fjarri. Það væri að minnsta kosti ólíkt íslending-
um að þegja um svo virðingarmikinn landa sinn.
Prófessor Londemann hefur búið rétt við hlið Árna, ef
ekki í næsta húsi, þá mjög skammt frá, því garður hans
er á milli bústaðs Árna og Eilers Collegiums.