Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Side 37

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Side 37
Á RÚSTUM KAUPMANNAHAFNAR 31 arvítin: „Adrer slóu skulldenne uppá gyd- inga, og sögdu þeir hefde viliað launa þessu þad uppbyriada Christnebod vid þá i sum- ar . . . Þann 29. var sagt að 11. af þeim hefde vered yferheyrder og 2. á pjnubecknum, og urdu menn þó ad aungvo visare. Má þad synast óljklegt, ad þeir hafe i nockrum rád- um vered ad eyda stadnum, þvi þeir áttu hier hús og gots sem adrer. Sumer kendu þeim þad sem voru i stórskulldum, so þeirra skulldunautar giæte ei krafed þá nockurs, er allt þeirra var brunned. Syndust hier til einna mestar lýkur." Með kviksögum þessum fór hvinskan: ,,Item var þann dag upplesed, ad hver sem stæle, edur nockud findest ófriálst hiá, skyllde vægdarlaust uppfestast. Keirde margur á laugardagsmorgunenn (þad fyrsta UPP var loked portunum) út med fulla vagna af kistum kakalofnum og gótse, sem ádur var örsnaudur betlare eda umhleypings Puta . . . Sumer Soldatar ræntu fyrer aug- unum á mönnum; enn allt þad eingenn fanst eigande ad, var borded upp á Comædiuhús- ed, so menn ætte þar adgang. Marger soddan þiófar urdu uppviser smám saman epter hendenne, sumer voru brennemerkter, sum- er komu á Bremerhólm." Nú er komið að þeim þættinum, sem tíð- um verður eftirspil stórra harmleikja: svar- dögunum. Og Jón er ekki með öllu blindur á hina harmbroslegu hlið þeirra. Ráðamenn- irnir, sem uggðu hvað mest um eigið líf og eigur meðan eldsvipan dundi á fólkinu, taka nú að ugga um metorð sín og fá sér „attest": „Politietmeistarenn tók attest nockrum tima sidar, ad eige hefde hann drucked sig druck- enn i Raadsmans Fieldsteds húse, ellds- hrunanóttena. Þeir kölludu saman Brand- folked laungu epter brunan, og lietust yfer- heyra þad grant, hvar hver hefde staded, yid hveria sprautu vered, giört og adhafst olla þá nótt og allan þann tjma. Politieþien- ararner urdu so piprer og flioter ad koma, epter þad, alljafnt þá elldur kom upp, ad þeir bidu eige epter þvi þeir feinge hesta frá vagnmönnunum, sem vande þeirra var til adur, helldur hlupu á fæte med flaustre." Hér læt ég staðar numið í frásögn Jóns, enda er þar ekki öllu fleira sem varðar elds- voðann beint. Aðeins vil ég taka upp eftirfar- andi klausu, því hún varðar framhald þessa skrifs. Hún er svona: „Hier um 8. og 9. November var hver madur uppteiknadur med nafne i sierhveriu húse, hvert hann var logerande, hvada Pro- fession hann hafde etc. var sagt orsakast hefd.e af misþánka á fólke vegna fyrtoýs, sem fundest hefdeHegenum ádur i Printzens garde". Manntalið í Kaupmannahöfn 1728 Með getsökum sem þeim, er Jón Ólafsson nefnir í niðurlagi brunalýsingar sinnar, tók fólk fyrsta manntalinu sem gert hefur verið í Kaupmannahöfn, — réttum aldarfjórðungi eftir að þeir Árni Magnússon og Páll Vída- lín hófu manntal sitt á Islandi. Þótt við köll- um þetta upplýsingaöld í bókum, var við- horf miðaldamannsins langt í frá útdautt meðal almúgans: það hafði fundizt fyrtoý í printzens garde! Því gengu nú langsoltnir stúdentar og dapureygir prókúristar á möl- étnum kjól milli húsa, uppteiknandi hvers manns kristilega nafn, ljóssmenti og prófess- jón. Og það er ekki alveg fyrir að synja, að Jón frá Grunnavík trúi sjálfur sögunni um fyrtoýið. Eftir brunann mikla var í rauninni fátt nauðsynlegra en að afla staðgóðrar vitn- eskju um fólksfjölda borgarinnar, stéttaskipt- ingu og aðbúð. Eins og Kaupmannahöfn var til reika rúmum tveim vikum eftir eldsvoð- ann, má með sanni kalla manntal þetta ein- stakt stjórnarfarslegt afrek. Litlu seinna var svo gerð önnur skrá um húseignir þær sem orðið höfðu fyrir brunanum, stærð þeirra, byggingarlag, eigendur og leigjendur, skuld- ir sem á þeim hvíldu og lánadrottna. Frum- skjölin eru geymd í ríkisskjalasafni Dana, bundin í feiknlega doðranta (einn er t. d. 2130 fólíósíður að stærð), en voru gefin út í

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.