Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Page 38
32
HELGAFELL
fóum eintökum að tilstilli Köbenhavns Brand-
forsikring árið 1906.
Af sérstakri tilviljun komst ég yfir eitt þess-
ara eintaka fyrir fáum árum og sannfærðist
brátt um þann ótrúlega hlut, að mann-
talsskrár geta verið hinn bezti skemmtilestur.
Kaupmannahöfn öndverðrar 18. aldar treð-
ur þar fram, tigluð þúsund litum: atvinnu-
hættir, aftan úr grárri fymsku, nafnasiðir, mál-
far, — jafnvel örlögum manna bregður fyrir
í þeim örsmáu gneistum sem hrjúfur orða-
forði almennings slær af hinum kalda kan-
sellístíl. Vel má sjá, að borgarskipting mið-
aldanna helzt enn að nokkru: Garvarar og
skinnakaupmenn búa í Skindergade öðrum
fremur, vagnasmiðir í Vognmagergade,
steinhöggvarar í Brolæggerstræde, kaup-
menn í Köbmagergade, litarar í Farvegade,
lærdómsmenn í Studiestræde og þannig
áfram. Og það er margt skrýtilegt sem fólk
hefur sér til lífsframfæris: Einn leigir út sorg-
arkápur, annar selur kanaríufugla, og það
er ekkert niðrandi fyrir Razmus Handzen,
þótt hann sé nefndur „plattenslager af Pro-
fession." Á einni síðunni hittum við fyrir „een
afdanked Livgarde der lever af at fange
Muldvarper paa Volden", á þeirri næstu
„een Encke, M. Lisbeth, sidder paa Hallens
Aars og sælger Suckerbrönd og Brendeviin".
Einn er titlaður „Alrunelægger”, þ. e. spá-
maður, og annar er sagður „Een Persohn,
som hafver angived sig at være Doctor Med-
icin". Hér eru tveir frá „Dantzig", sem hafa
„sögt Collect for deris afbrente Stad Reiling-
en, men nu haver taget Pass at reysze her-
fra", og láir víst enginn þeim, þótt þeir velji
sér ívið óbrunnari borg til þeirrar fjársöfn-
unar.
Það var þó ekki þetta sem vakti helzt
athygli mína þegar ég blaðaði í gegn um
manntalið, heldur hitt, hversu berlega má
sjá þar hlutdeild íslandsverzlunarinnar í
athafnalífi Kaupmannahafnar á þeim tíma.
1 fákænsku minni hélt ég satt að segja að
það væri lítið annað en skáldskaparbragð
og þjóðsaga þegar Jón Marteinsson segir við
nafna sinn frá Rein: Þessi borg var ekki að-
eins reist fyrir íslenska penínga heldur er
hún lýsir með íslenzkum grút. Þetta mun þó
vera nær sannleikanum en flesta grunar.
Sannleikurinn mun vera sá, að einokunar-
verzlunin danska hafi borið héðan eins
drjúgan hlut og nýlendustjórnir þess tíma
fengu beztan af jafn fámennum hóp. Þetta
eru að sjálfsögðu engin tíðindi þeim sem til
þekkja, og danskir sagnfræðingar vita þetta
jafn vel og íslenzkir.
Það yrði of langt mál í tímaritsgrein að
taka upp alla þá menn, sem íslandsverzlun-
inni eru tengdir í manntalinu. Ég læt mér því
nægja að stikla á nokkrum þeirra, — tek
upp íslandskaupmennina, sem koma senni-
lega allir við íslenzk skjöl, svo og nokkra aðrar
menn, sem varða okkur sérstaklega eða eru
athyglisverðir á annan hátt.
Manntalið nær að sjálfsögðu aðeins til
þeirra borgarhverfa, sem sluppu lítt eða
óskemmd úr brunanum. Þegar getið er um
mannfjölda í húsunum, er þess að minnast,
að þar eru margir komnir í skjól eftir brim-
ann. Þeirra er þó ætíð getið sérstaklega, svo
vel má sjá raunverulegan mannfjölda hverr-
ar fjölskyldu og þjónustuliðs hennar.