Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Page 39

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Page 39
Á RÚSTUM KAUPMANNAHAFNAR 33 Öster-Qvarteer Monsr Larssen Jsl: Kiöbmand 113/15.’) Povel Kinch Jsl: Kiöbmand. Hefur 47 manns í húsi sínu 118/58.') Hans Carstensen Jsl: Under Kiöbm: Hefur 33 í húsi 120/69. Christen Hcmsens Kone, som for Branden boede paa Gl: Mynt, Manden far til Jsl: for Matros 124/104. Hér kemur það glöggt fram, svo sem víðar, að stundum eru aðeins þeir taldir sem staddir eru í bænum, þótt þeir eigi þar heimili. Md því ætla að allmikill hópur hinna ungu og einhleypu manna á íslands- flotanum sé hvergi nefndur í manntalinu. Hér erum við staddir í LTlke Gaden, sem þótti siður en svo neinn búlevard, enda ægir hér saman sundurleitustu manntegundum, svo sem: „Benjamin Holm afdanked fod gvarde, boede för Branden í Bröndstr:, Konen Knipler; Ellen Sörensen, en gl: Kone, sidder ved Stranden med smaa Kram; Johanne Cathrine, Et besoved Qvindefolck, agter sig til Kiöge", en „besoved Qvindefolck" er það fína iðn- heiti sem manntalið hefur valið hórustéttinni. Eeder Henrich Carstensen, forarbejder Jssl: Toback 125/111. íslendingar hafa snemma fengið nef fyrir serstakri tóbakstegund eða tilbúningi; t. d. skrifar Árni Magnússon konu sinni eitt sinn, meðan hann vinnur að jarðabókarstörfunum heima, og biður hana að fara á ákveðinn ’) Fyrri tilvitn.talan táknar baðsíðutal útgáíunnar 1906, hin síðari er númer hússins, þar sem viðkomandi býr. *) Povel Kineh var eitt af aðalvitnunum i Swartzkopfmál- inu, an þess að koma þó sjálfur á Kópavogsþing. Hann var þá (1724—5) verzlunarþjónn á Eyrarbakka. Hann hafði komið að Bessastöðum og heimsótt Appolóníu tveim dögum áður en hún dó (sunnudaginn 18. júní 1724) til að flvtja henni kveðjur venzlamanna hennar í Höfn. 1727 er Kinch orðinn undirkaupmaður á Vestfjörðum, og stefnir hann þá Þorleifi prófasti Arnasyni og Fuhrmann amtmanni fyrir hæstarétt vegna Swartzkopfmálsins, en Þorleifur var þá drukknaður í Markarfljóti og var stefnan lesin yfir gröf hans. Bróðir Appolóníu, Frantz Swartzkop Paryckmager, er nefndur í manntalinu. Hann býr í Östergade og virðist 1 góðum efnum, er kvæntur, á þrjú börn, en hefur 6 ■nanna þjónustulið. stað og kaupa handa sér það sem nefnt sé Islandsk Taback. Hans Jacobsen Toft, hiemkomen frá Jsl: 139/195. í sama húsi í Lille Ferge Strædet, hjá Poul Peret Theeskienker, búa ennfr.: Ionas Sivertsen Stud: frá Jsl: Erlendus Olavius, Jsl: Stud: Ionas Olavius og Gudmundus Sigvardus, begge Jhsl: Stud: Hér hittum við því fyrir þá bræðurna Jón og Erlend Ólafssyni, Jón og Guðmund Sig- urðssyni, þá hina sömu, er buðu Árna að- stoð sína við björgunina. Erlendur, bróðir Jóns Grunnvíkings, kom hinsvegar ekki til Hafnar fyrr en nokkrum dögum eftir brun- ann. Niels Birck Jsl: Kiöbmd: (kvæntur, á 4 börn og hefur 4 þjónustupíkur) 140/207. Mad: Terchelsen, Jsl: Kiöbmands Encke, 142/219. Peter Feddesen, Jsl: Kiöbmand. Berend Feddesen Under Kiöbmand. Búa báðir hjá móður sinni, ekkju Jörgens Windekilde 147/252. í húsi einu í Hummer Gade „logerer nock". Iohanne Sal: Beyers, hvis Mand har været Landfoget i Jsland, Boede for Branden i Store Lars Biörns Stræde 154/303. Monsr Terchildsen Kiöbmand, farer paa Js- land (leigjcmdi) 158/332. Udi Cappellanen til Holmes Kircke Hr: Peter Örslev Hans Residence boer og Logerer (þ. e. í Store Stræde) Hr: Professor Arnas Magnusen og Archiv Secreterer 160/341. Árni er hér talinn ásamt konu sinni, einum þjónustumanni (sennilega kúski) og tveim þernum, Strand-Qvarteer Christen Pedersen Barup Jsl: Kiöbmand 163/11. Barup þessi er húsráðandi, hefur 43 í húsi, þar á meðal marga gyðinga, svo sem sjálfan Salomon Abraham, „Jödemis Slagter". Gyðingarnir virðast yfirleitt þjappa sér mjög fast saman í þessu hverfi, og þá einkanlega Ved Stranden, þar sem hús Barups er.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.