Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 46

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 46
40 HELGAFELL sú að minna sífellt á það, að skáldverk er ekki leiðarvísir um hegðun, og leiðarvísir um hegðun er ekki skáldverk. Mér liggur við að segja, að ritdómari rnegi aldrei skilja svo við bók (og hvernig skilja ekki ritdómarar venjulega við bækur!), að hann hafi ekki kom- ið með einhverju móti að J>ví, hve lífsnauð- synlegt er að skilja gagnsleysi skáldskapar til J>ess að hafa af honum gagn en ekki ógagn. Hann getur J)á, jafnvel })ótt hann viti, að hann hafi skemmt bókina fyrir öðrum eða farið með fals, huggað sig við það, að hann liafi að minnsta kosti gert sitt til að forða lesandanum frá þeirri afvitkun og þeim lífs- háska, sem getur stafað af J)ví að villast á skáldverki og hagnýtum leiðarvísi. Og ef sjálft Iöggjafarvaldið fer út á þá braut að lögbjóða með ýmis konar ritbanni þann skiln- ing á skáldverkum, að J)au séu handbækur um skoðanir og hegðun, þá er höggvið að rótum skáldskapar. Víst eru ritdómar sjaldan merkilegar bók- menntir og sízt hér á landi, })ar sem mikill hluti þeirra eru kátbroslegar lofgerðarrollur eftir vini og kunningja höfundanna. Samt hefir blaðritstjóri látið svo ummælt, að þeir væru eitt vinsælasta efni í blaði hans — næst dánarfregnunum, væntanlega. Og margt mætti fyrirgefa okkur, ef við stæðum alltaf fast á því, að Werther væri ekki handbók um sjálfsmorð og saga Hemingways ekki auglýsing um kynorku spænskra nautabana. Og — Roðasteinninn ekki leiðarvísir um kyn- ferðismál. K. K. Áleitnasta viðfangseíni samtímans Kristján Albertsson. Ilönd dauðans. Helga- jell. 1957. Með þessu leikriti hefir Kristján Albertsson færzt meira í fang en að skrifa skemmtilegt leikhúsverk: hann hefir haslað völl áleitnasta viðfangsefni samtímans, póli- tísku alræði. Hins vegar má undarlegt heita, ef þetta verk reynist ekki skemmtilegt á leiksviði í sama skilningi og menn tala um skemmti- lega sögu. Spennandi er líklega rétta orðið, og ég á bágt með að hugsa mér þann lesanda, sem myndi leggja frá sér leikritið, áður en hann væri búinn að komast að því, hvernig það endaði. Ég held það sé liægt að njóta þessa leikrits með tvennu móti. í fyrsta lagi eins og spennandi sögu og í öðru lagi eins og spennandi sögu og heimspekilegs uppgjörs í senn. Mér er ljóst, að fyrri leiðin er í raun og veru vandrataðri, svo ríka áherzlu, sem höf- undur leggur á heimspekilegt inntak verks- ins. En ef hún væri ekki hugsanleg ein sér, ef maður vissi ekki af henni, J)á grunar mig, að leikurinn myndi ekki njóta sín á sviði. Annað mál er svo hitt, að fæstir munu svo einhæfir sögudýrkendur eða svo tómlátir um vandamál samtímans, að J)eir komist hjá að skilja hinar heimspekilegu orsakir þeirra at- burða, sem gerast í leikritinu, jöfnum hönd- um með hinum persónulegu. Atök leiksins eru milli mannúðar og ómannúðar, milli uppruna- legra, óspilltra tilfinninga annars vegar, en hins vegar manneðlis, sem er spillt af póli- tískri alræðistrú. í harðstjóranum, Arno, sem er langsterkasta persóna leiksins, hefir höf- undi tekizt með mannlegum og heimspeki- legum rökum að sýna oss sérstætt mannfyrir- bæri nútímans: trúaðan pólitískan alræðis- sinna. En Arno er líka faðir, og föðurtilfinningin er sú nauðsynlega sprunga í brynju harðstjór- ans, sem höfundur þarf til að sýna oss inn í sálarlíf hans. Sú sprunga lykst að fullu aftur í leikslok. Arno lætur myrða dóttur sína og unnusta hennar og bvrgir sig inni fyrir hverri mannúðlegri tilfinningu. Pólitískar hag- kvæmisástæður ráða nokkru um liina grimmi- legu ákvörðun hans, en undirrótin er eigi að síður persónuleg, mannleg. ITann skilur ekki betur en dóttir lians hafi svikið hann, af því að hann getur ekki lengur gert upp á milli mannlegra tilfinninga og andstæðu þeirra, hins trúarlega pólitíska ofstækis. Með því er harm- sögu hans, og leiknum, að réttu lokið. Tæknileg smáatriði Ieikritsins fer að vísu betur á að ræða, þegar leikurinn hefir verið settur á svið í fyrsta sinn, eins og væntan- lega verður gert hér innan skamms, en gerð J)ess í heild er ólíkt leikhúslegri en við eigum að venjast af heimafengnum leikritum. Málfar J)ess er ekki með öllu hversdagslegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.