Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Qupperneq 47

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Qupperneq 47
BÓKMENNTIR 41 niálfar, fremur en vera ber, þar sem leikur- inn gerist fjarri íslenzkum staðháttum (í Svisslandi og ótilnefndu einræðisríki) og fjall- ar um mjög alþjóðlegt efni. Engu að síður er það hæfilega óbóklegt málfar. Og tilsvörin eru greið, örugg og skýr, eins og vænta má frá höfundi með leiklistarþekkingu — og per- sónulega samtalsgáfu — Kristjáns Alberts- sonar. (Og meðal annarra orða. Væri úr vegi að stinga upp á því, að höfundurinn sjálfur, hinn vel mennti leiklistarmaður, væri til þess feng- inn að stjórna hér sýningu á leik sínum, þeg- ar hann er sýndur í fyrsta sinn?) K. K. Sögur, sem gerast í stílnum Tlior VUhjálmsson: Andlit í spegli dropans. Helgafell. 1957. Þetta er misjöfn bók eins og eðlilegt má vera, af því að höfundur fælist ekki áliættu. Bókin er ekki heldur skrifuð til að þóknast neinu fullkomnunar sjónarmiði: hún ber öðrum þræði greinilega vitni um heilbrigðan uppreistarhug gegn vissum slik- uni sjónarmiðum. Þessu viðhorfi fylgir aftur ahætta, sem höfundur hefir ekki með öllu séð við. Hann virðist stundum gleyma öðrum tilgangi í svip en þeim að ná sér niðri á fá- tæklegri glósu eða kreddu úr niðurníddum hugmyndaheimi meðalmennskunnar: hann ætlar sér þá of lítið. Óvinur sjálfstæðs skáld- skapar í hvers konar mynd er kænn dipló- mat, og kænlegasti Iirekkur lians að ginna góða menn og hughrausta til þess að berjast við hégóma. Þannig sigrar hann þá líka. Á hinn bóginn er það ekki sízt vilji og þor höfundar að tefla á tvær hættur í stíl sínum, sem gefa sögum hans líf og sérstakt gildi. Stíllinn er stundum áherzlumeiri en ástæða er til, sjálfum sér eftirlátari á stöku stað en goðu hófi gegnir, enda ögrandi stríðsyfir- iýsing við lágkúrulega hófsemi. En hann er aldrei slakur, aldrei daufur; það liafa ekki aðrir íslenzkir höfundar í seinni tíð skap- að sér jafn nútímalegan, sterkan eða höfund- legan stíl og Thor. Þessi stíll er öðrum fremur ^fnismikill í sjálfum sér: efni flestra sagn- anna er að miklu eða mestu leyti innbyggt í sjálfan stílinn, ef svo má til orða taka. Sög- urnar „gerast“ í stílnum fremur en atburð- unum. Myndríki stílsins stingur óðara í augu. Skapandi athyglisgáfa höfundar er sterk: hann hefir glöggt auga fyrir liinni upplýsandi staðreynd og notar hana stundum sem segul- punkt fyrir ólíkar myndir, sem lýstur upp í liuga hans. Ellegar hann freistar að innbyrða í setningu, málsgrein eða kafla hvern hugs- anlegan myndrænan möguleika, sem felst í hlut, í stellingu, hrevfingu eða mannlegri til- finningu. I samræmi við þessa aðferð fer hann stundum í mannlýsingum sínum með per- sónur eins og málari, sem skilur forin manns- líkamans sundur og tengir þau við óskyhl form. Honum lætur að draga upp mynd af stað og umhverfi með sterkum andstæðum og óvæntum líkingum. í þeim sögum lúta persónurnar lögmálum þeirrar myndar, sem höfundur dregur af umhverfinu og gegna þá yfirleitt smærra hlutverki í sögumyndinni heldur en persónur gera í hefðbundnari sög- um. Það verða lesendur að sætta sig við. Reyndar eru ýmsar þessar sögur góðar frá hvoru sjónarmiðinu sem er, hinu hefðbundna „sögulega“ og hinu myndræna. Sir Walter Raleigh til dæmis, sem er sérstaklega góð saga, langa sagan, sem heitir Þeir, og hin skarpa lifandi mynd af spænskum falangista, Annarra manna jússur, sem er gerð með ör- fáum og ómissandi dráttum. Stíll Thors er samkvæmt eðli sínu alltaf í mótun, því að hann felur i sjálfum sér andóf gegn stirðnun og einhæfingu; höfundur hans geymir sér ýmsar lciðir opnar. En þó að stíllinn sé fyrst og fremst persónuleg útrás, hneigist hann og þar með sögurnar til hugs- aðrar ádeilu, og Thor gerir marga skarplega og ónærgætna athugasemd um siðti manna og samfélag. Engu að síður væru þær at- hugasemdir ekki nenia það sem í orðinu ligg- ur, ef lesandi merkti ekki, að kvika sagn- anna er einhvers konar ómeðvitað, uppruna- legt og drengilegt ofnæmi fyrir því, sem vill „héla kjarnann í manneskjunni", eins og stendur í sögunni Fingur í ljósi fingur f myrkri. Slíkt ofnæmi kynni að vera ein upp- spretta stórra verka. IC. K.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.