Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 48

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Blaðsíða 48
42 HELGAFELL Ólíkir tvíburar Guðmundur Gislason Ilagalín: Sól á nátt- rriálum, saaa. I kili slcal kjörviður. Minningar M. E. Jessens. Norðri. 1957. Guðmundur G. Ilagalín hefir, eins og allir þekkja, skrifað ýmislegt svo vel á löngum höfundarferli, að hann á inni fyrir mistökum, en því miður verður ekki betur séð en þessi nýja saga, Sól á náttmálum, sé full af ásetningsglöpum. Jafn-gáfaður maður og vel að sér eins og Guðmundur Ilagalín veit auðvitað, að það er ekki hægt að gera persónur í skáldsögu að tómum málpípum, án þess að drepa þær, en honum virðist svo mikið í mun að koma „skoðunum“ og „heilbrigðum lífsviðhorfum“ á framfæri, að hann lætur flest sögufólk l)látt áfram skrafa sig í hel. Verst er að fólkið skort- ir yfirleitt eiginlegt tungutak, ekki sízt As- brand bónda, sem er söguhetjan og talar mest allra. Eða getur nokkur sögupersóna lifað það af í vitund lesanda að komast svona að orði: „. . . En hvernig yrði urn að móta heimilið, sem við teljum, að hér þurfi að koma? Hvað um alþýðuleg og drengileg við- horf gagnvart hjúum og nágrönnum, hvað um þá látlausu, en þó höfðinglegu íslenzku risnu, sem ekki gerir sér mannamun nema að vissu skynsamlegu og nauðsynlegu marki?“ Hér er gamall íslenzkur bóndi að tala við konu sína í einrúmi en ekki lélegur blaðamaður að reyna að koma sér vel við sveitafólk. Inn í frásögnina blandast ennfremur dálítið óþægi- legur en þrálátur tónn, sem erfitt er að skil- greina til hlítar, en hefir þau áhrif að persón- urnar minnka, hvenær sem hann heyrist. Ilann virðist svo til kominn, að höfundinum finnist. hann vera að láta í l.jós sanna ástiið til fólks síns, þó að hann sé bara að gera sér dælt við það. Nú er ekki svo að- skilja, þó að megin- hluti sögunnar sé skraf, að ekkert gerist. Gall- inn er hins vegar sá, að það er fjarskalega erfitt að láta sér skiljast að sögufólk, sem talar önnur eins býsn og rekur jafn-auðveld- lega úr sér garnirnar og þetta fólk, geti nokk- urn tíma tekið ákvörðun eða látið til skarar skríða. Þess vegna er allt sem gerist einkenni- lega ótrúlegt. Einna sennilegastur er kaflinn um atómskáldið, sem vill ekki giftast ástkonu sinni, af því að hann óttast um sjálfstæði sitt: mælgi skáldsins hefir að minnsta kosti eðli- legar afleiðingar, það talar semsé frá sér ákvörðun sína á hæfilega skömmum tíma. Sá kafli gæti verið góð smásaga og atómskáld- ið ekki ógeðþekk eða ólíkindaleg sögupersóna, ef við fengjum að skilja við hann þar. En því miður kemur hann aftur fram á sjónar- sviðið í „gráum ferðafötum“ (svo að ferða- íot eru ennþá grá í skáldsögum!), trúlofaður, húsvaninn og andstyggilega þægilegur á manninn. Höfundur virðist vilja sýna, að skáldið sé inri við beinið sannur maður og góður borgari að auki, en tekst ekki betur cn gera úr honum þægilegan slúðrara, þegar hann kemur með hann út í sveit til væntan- legs tengdaföður lians, Asbrands bónda. Dæmi um orðræður skáldsins þá: „Nei.“ Baldur brosti. „Enda mundu þeir menn standa þarna að, sem geta kippt í ýmsar afltaugar — og munu raunar vanir að gera það, fara nú litl- ar sögur af sumum slíkum aðgerðum, þó að margt sé talað, bæði upphátt og í hljóði.“ Reyndar verður ekki kosið á snjallari dylgj- ur, en þær fai-a því miður alveg með álit manns á skáldinu og sjálfu eftirlæti höfundar líka, Ásbrandi bónda, sem skilur þennan fróð- lcik hérumbil strax og lætur sér hann vel líka, í stað þess að skipa stráknum að tala eins og maður en ekki kjaftakerling. Loks er eitt ótalið, sem mér virðist skemma mann- lýsingar sögunnar og aulca að mun á óraun- verulcika þeirra. Höfundur lýsir persónunum þráfaldlega eins og þær væru öfgafullir leik- arar á sviði. Hann hcfir oft áður lýst lát- bragði dável. En í þessari sögu ofgerir hann slíkar lýsingar, því að þar getur varla nokkur maður sagt orð, án þess að gcra sig til og jafnan með einhverju kostuglegu látæði, sem trufla athygli lesandans og kemur honum einkennilega oft fvrir sjónir cins og reiging- ur. Iíér kemur líka annað og meira til greina. Mér er næst að halda, að ef maður vildi gera sem einfaldasta grein fvrir því, hvers vegna honum fyndist aðalpersónur sögunnar yfir- borðslegar og leiðinlegar, þá mætti taka svo til orða, að það væri af því að þær skorti einhvers konar lítillæti — og höfundur vissi ekki af því sjálfur. Nú er skortur á lítillæti almennur brestur og fullgilt söguefni, ef svo væri í pottinn búið. En höfundur er síður en svo að gera grein fyrir þessum veikleika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.