Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Side 50

Nýtt Helgafell - 01.05.1958, Side 50
44 HELGAFELL á 12. hundrað blaðsíður. Það er í tveimur bindum, og fjallar hið fyrra um skriðuföllin, en hið síðara um snjóflóðin. í hvoru bindi um sig er fyrst nokkur almennur fróðleikur um þessi náttúrufyrirbæri. Síðan koma lýs- ingar skaðvænlegra ofanfalla í öðrum löndum, og má telja það allmikla rausn að láta æsi- legar frásagnir af landhruni í Noregi og snjó- flóðum í Olpunum lengja þetta fræðirit um ofanföll á íslandi. En meginhluti ritsins er annáll um skriðuföll og snjóflóð hérlendis. Heimildir um ofanföll frá fyrri öldum Is- lands byggðar eru að vonum ærið slitróttar. Nokkur breyting verður, þegar annálar síð- ari alda taka við, en fyllst er vitneskjan um þessa atburði frá 19. og 20. öld, þegar bæði koma til fjölskrúðugri rithcimildir og munn- mæli lifandi manna. Heimildir þær, sem Ólafur Jónsson hefur dregið saman til bókar sinnar, eru þrenns konar að uppruna. Mest er sótt í ritaðar heimildir. Hafa þar um fvrri aldir orðið drýgst- ir annálar Bókmenntafélagsins og jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Frá síð- ustu tveimur öldunum er ýmsa vitneskju að sækja í kirkjubækur og manntöl. Loks bætast við frásagnir blaða og margvíslegir, skráðir söguþættir, prentaðir og óprentaðir, sem fjalla um snjóflóð og skriðuföll. Þegar þar er kom- ið sögu, er loks orðið úr miklu að moða. Höfundur notar þessar heimildir á þá lund, að hann birtir orðréttar glefsur eða jafnvel samfellda langa kafla, en endursegir annað. Þegar hcimildir eru fleiri en ein. velur hann og hafnar eftir hyggju sinni. Það sem þannig er dregið fram, hefur nokkurt gildi til fróð- lciks og dægradvalar. En hætt cr við að sagn- fræðingum þyki ckki mikill fengur að þessari heimildaprentun. ÖIl þau rit, sem Ólafur Jóns- son hefur notað, eru aðgengileg þeim sem fræðast vilja um þetta efni, ef sleppt er því litla sem sótt er í handritasöfn í Reykjavík. Hefði þá verið hampaminna að prenta skrá um þær heimildir sem geta um snjóflóð og skriðuföll. Slík skrá hefði getað rúmazt í litilli tímaritsgrein, en hún hefði verið fræðimönn- um jafn nytsamleg og endursögn Ólafs Jóns- tonar, eða harla ónákvæm endurprentun á köflum úr eldri ritum. í annan stað hefur Ólafur stuðzt við munn- lcgar frásagnir samtíðarmanna sinna. Um þær farast honum svo orð í forspjalli bókarinnar: „Mín reynsla er sú, að þessi heimild sé næsta ótrygg, nema helzt ef næst beint í þá, sem við atburðina voru riðnir, og jafnvel þá eru tíma- skekkjur ekki ótíðar. Ég hef því að jafnaði látið ritaðar heimildir ráða, ef þeirra var kostur og þær greindu frá atburðunum, þegar þeir gerðust. Þó hef ég notað talsvert frásagnir einstakra manna, bæði til uppfyllingar og um atburði, þegar ritaðra frásagna var ekki völ eða þær voru mjög ófullkomnar. Iíafa margir látið mér í té ágætar og sjálfsagt öruggar frásagnir.“ Það er gott að vita, að Ólafur Jónsson hef- ur valið heimildarmenn sína að hætti hins fyrsta íslenzka sagnaritara. Vonandi hefur ])á gagnrýni hans einnig enzt honum til að koma frásögn þeirra á blaðið miður brenglaðri en því sem tekið er upp úr rituðum heimildum. En hitt hefur Ólafi varla verið ljóst, að fræð- unum er einmitt mestur fengur að því sem hann hefur eftir sagnamönnum sínum. Og það sem til þeirra er sótt mun öllu framar veita riti hans varanlegt gildi. Annálarnir og Jarðabókin eru víða til, en með hverjum sögufróðum karli og kerlingu hverfur í gröf- iua fróðleikur sem aldrei verður síðan grafinn upp. í þriðja lagi hefur höfundur sjálfur heim- sótt fjölmarga staði, þar sem skriður og snjó- flóð hafa fallið. Þar sem ástæða virðist til, lýsir hann staðháttum mjög nákvæmlega. Eg er lítt kunnur þcim stöðum sem þarna er lýst, enda fáfróður í náttúrufræðum, og skal því engan dóm leggja á trúleik þessara staðalýs- inga. En skýringar Ólafs og athugasemdir um staðháttu virðast einkar skynsamlegar. Loks má telja það, að í ritinu er fjöldi ljósmynda og uppdrátta, og er það mestmegn- is handaverk höfundar sjálfs. Myndirnar eru í senn ein prýði þcssarar fögru bókar og merk heimild um staðháttu. Góð mynd af sögustaðnum sýnir lesanda atburðinn á ann- an og að sumu leyti raunverulegri liátt en nokkur frásögn eða landslýsing getur gert. Að lyktum þessa stutta máls vil ég minn- ast í fáum orðum á hinn ytra búning bók- arinnar. Heyrt hcf ég Reykvíkinga halda því fram, að nokkur kotungsbragur væri á bóka- gerð á Akureyri. Mun þó vart hafa verið af miklu að láta fvrir sunnan heiði. En hvað

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.