Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Side 5
THEODÓR GUNNLAUGSSON frá Bjarmalandi:
NOKKUR ORÐ UM NÖFN Á PLÖNTUM
Ég mun hafa verið 8—9 ára, þegar Guðmundur bróðir minn, sem
við systkini hans og foreldrar nefndum ávallt Munda — fór að segja
mér heiti þeirra blóma, sem mig langaði til að vita, þegar tækifæri gáf-
ust: Hann hafði þá fyrir nokkrum árum keypt Flóru Stefáns Stefáns-
sonar skóiameistara en hún kom út 1901. Oft minnist ég þess — bæði
þá og síðar — hve hann dáði þá bók og höfund hennar fyrir það fram-
tak og þær margháttuðu og tímafreku rannsóknir, sem hann hafði gert
til að geta skapað slíkt stórverk um íslenzkar plöntur, landsmönnum
til menningarauka og þeim, er blómum unna, til unaðslegrar tóm-
stundavinnu. Ég man líka enn, þegar Mundi bróðir var að segja mér
nöfn á sama blóminu, hve mér fannst þau ólík. Án efa hefur ástæðan
verið sú, að fyrstu blómin, sem ég lærði að nefna réttum nöfnum, voru
túnfífill og brennisóley. Túnfífillinn var dásamlega fagur eins og líka
brennisóleyjan, enda komst það inn í höfuðið á mér — löngu áður en
ég vissi að þau hétu annað en bara sóley og fífill — að þau hlytu að
vera hjón. Þó hafði túnfífillinn, í mínum augum, strax mikla yfirburði
yfir konu sína. Hann var miklu stærri, ilmaði betur og svo sóttu á hann
þessar risastóru hunangsflugur, sem ég var þá dauðhræddur við. En
hann lét það ekkert á sig fá. Nú, svo var leggur hans holur innan og
gat orðið býsna langur og til margra hluta nytsamlegur fyrir mig. í
fyrsta lagi var himnan utan af stönglinum glær og furðu sterk. Væri
hún hreinsuð vel, strengd á milli efri hnúa þumalfingra, svo hæfilegt
bil varð báðum megin við hana og blásið svo með lægni á röð hennar,
kom oft svo sterkt og rammhást hljóð, að helzt líktist nautsöskri.
Og það var hreint lygilegt hvað jafnvel hunangsflugurnar gátu orðið
hræddar við þetta hljóð. Þó var stöngullinn langt um nytsamari. Hann
varð fyrstur til að gera mér það kleift að góma sauðamjólkina úr föt-
TÍMARIT UM ÍSLF.NZKA GKASAFRÆÐI - FlÓm 3