Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 7

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 7
sama tegundin var nefnd mörgum nöfnum. Þá valdi hann það nafnið, sem honum þótti falla bezt á plöntuna eða algengast var. Má ætíð um slíkt deila, hversu vel hefur tekizt. En undantekningarlítið hafa bæði nafngiftir og val nafna Stefáns tekizt vel og mörg með ágætum. Nöfnin fara vel í munni, eru íslenzk og segja oft nokkuð um tegundina. Rétt liefði þó verið um margnefndar plöntur, að færa til fleiri nöfn en gert var að jafnaði. Stefán einnefndi allar plöntur undantekningarlaust og var það mikil framför. Hann leitaðist og af fremsta megni við að láta ættkvíslaheitin vera síðari lið í tegundarnöfnum, og tekst honum það yfirleitt mjög vel, til dæmis ættkvíslin sóley með öllum sínum sóleyjar- tegundum, brennisóley, skriðsóley, jöklasóley, dvergsóley o. s. frv.“- Þessar upplýsingar Steindórs Steindórssonar um það hvernig nafn- ið meyjarauga er til komið, þótti mér alveg sérstaklega vænt um að fá. Ég mun gera grein fyrir ástæðunni í lokaorðum. En þá er loks komið að þeim ásetningi mínurn, að vitna í nokkur plöntuheiti, sem fyrst og frernst rnunu runnin frá alþýðumönnum, sem hafa liaft náin kynni af þeim og skilið hve hagnýta þýðingu þær plöntur hafa, en jafnframt birta þau nöfn, sem gefin eru sömu plöntum af lærðum mönnum. í þessu sambandi vil ég fyrst — í fulh i vinsemd — beina orðum mín- um til okkar ágætu grasafræðinga, að það væri ekkert smáræði gaman og gagnlegt, að grafast fyrir gömul, alþýðleg heiti á ýmsum plöntum og hvernig þau eru til komin. Það mun ekki seinna vænna. Á þann hátt kæmi áreiðanlega margt í leitirnar — um glöggskyggni feðra vorra —, sem annars yrði gleymskunni að bráð, á sama hátt og sá vísdómur, sem bjargað hefur verið og birtist í ýmsum örnefnum á okkar landi. Flest jrau plöntuheiti, sem hér verða tilfærð, eru tekin úr Flóru Stefáns 1. útg. og sem Mundi bróðir minn byggði á. Og þótt skömm sé frá að segja, hef ég sáralítið bætt við mig á því sviði, umfram það, er hann sagði mér fram að fermingaraldri, nema eina dagstund — fyrir mörgum árum — á gangi, með vini mínum Ingimar Óskarssyni grasa- fræðingi. Smjörgrasi — Bartsia alpina — kynntist ég bezt drengurinn, er ég sat yfir kvíaám, með Sigurjóni bróður mínum. Og ástæðan var sú, hve ærnar voru sólgnar í það, hvar sem þær rákust á það. Þær hreint og beint lrnippuðust um að góma það — eins og ætisveppina — þegar þær komu frá melgrasi, sandtöðu og loðvíðiflám, í dokkir og höll, þar sem mikið var af smjörgrasi, ásamt ljónslappa, fjandafælu og fleiri tegund- um, sem þær litu ekki við. En einmitt þá sömu daga, sem ærnar voru setnar á þessum slóðum, varð smjördamlan — eftir daginn — stórum fyrirferðarmeiri en venjulega. Og auðvitað var það einnig að þakka TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.