Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 10

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 10
Oft lief ég fylgzt með því livað sauðfé á vetrum og fram eftir vori, er sólgið í sauðamerginn. Mér hefur þá einnig blöskrað hve fé fer þá oft illa að mat sínum. Því verður ekki á móti mælt, að mikill öðlingur er hún móðir náttúra og þá jafnframt úr hófi eyðslusöm. Kindur slíta oft upp heilar viskar, og miklu meira en þær éta, af þessari sílgrænu og safamiklu kjarnajurt, sem vex í grunnum skorningum, sérstaklega á holtum og hæðum og einna mest hér frá 150—500 m yfir sjó. í lágsveit- um og þó sérstaklega nálægt sjó, munu kindur víða vera búnar með liann að mestu, nema þá í dýpstu skorningum, þar sem snjór og klaki hlífir honurn bezt á vetrum. Og það hygg ég megi fullyrða, að á því svæði, sem sauðamergurinn er farinn að bera blóm, á vorin, er einnig kominn ágætur sauðgróður. Þó er hann fljótur að bera blóm, ef nokkrir sólskins- og hlýviðrisdagar koma í röð. Vetrarblómið — Saxifraga oppositifolia —, einnig kallað lamba- rjómi. Þau nöfn bæði eru gefin í Flóru Stefáns. Nafnið vetrarblóm er vafalítið fornt alþýðunafn og er réttnefni ekki síður en jöklasóley. Hér er það langt á undan öllum öðrum blómum að fagna vori og hækkandi sól. Ég hef nokkrum sinnum séð það, í fullum skrúða, síðast í marz, hér á svonefndum Forvaðabrúnum — við Jökulsá — í bröttum skrið- um móti suðvestri, þegar sólfar hefur verið nokkra daga í röð. Það er eitt af meistaraverkum móður náttúru, hve vel hún hefur búið það út fyrir vetrarsvefninn. Það er eins og sólin þurfi ekki að verma það nema að vissu marki svo það opni augun. Nafnið lambarjómi veit ég ekki hvernig er til komið. Fyrr á árum mun það oftast liafa borið blóm, í byggð, nokkru áður en lömb komu á kreik, þar sem sauðburður byrj- aði ekki fyrr en um miðjan maí. Af þeim ástæðum hef ég heldur aldrei séð lömb bera mjúkar varir að blómum þess. Meyjarauga — Sedum villosum — er síðasta jurtin, sem ég fer hér orðum um. Hún mun nú af flestum grasafræðingum vera nefnd flaga- hnoðri. Hið yndislega nafn — meyjarauga — barst fyrst að eyrum mér úr Flóru Stefáns 1. útg., og mun ég aldrei annað nafn nota. Mér er það því sérstaklega kært, að enn eru til grasafræðingar, sem halda tryggð við það líka, eins og Steindór Steindórsson, þrátt fyrir það að liitt nafn- ið ber öll einkenni fræðimannsins. Ekkert blóm fannst mér hafa eins breytilegan lit. Það minnti mig snemma á stúlku í rauðum kjól, með óvenju heillandi leiftur í augum. A krónublöðum þess gerði ég meira að segja rækilegan samanburð og notaði til þess lítið stækkunargler, sem mér fannst gera þau að hreinustu gersemum og þá einnig bikar- blöð, fræfla og frævu. Þetta blóm varð mér meira að segja aflvaki ynd- islegra drauma. Og — þá gat það komið fyrir, að það birtist mér í líki 8 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.