Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Qupperneq 39
en ljósari grábrúnn eða gulbrúnn neðantil, eða jafnvel hvítur. Hatt-
þvermál 1—3 sm og hæð allt að 2 sm. Gróin 18—22 my á lengd.
Líkist dálítið H. queleti en er auðþekkt frá henni á því að engar
fellingar eru á stafnum.
Fyrst getið héðan af E. Rostrup (1905) undir nafninu Macropodia
corium, eftir eintökum, sem Ólafur Davíðsson safnaði á Hofi í Hörgár-
dal. Þessi eintök eru til í Kaupmannahafnarsafninu, en samkvæmt Dis-
sing (1964) er sú greining þó óörugg. Larsen (1932) getur einnig um
þennan fund. Dissing (1966) getur hins vegar urn eintök í safninu, tek-
in 27. ág. 1891 í nágrenni Heklu, sem hann telur örugglega vera þessa
tegund.
Sjálfur hef ég fundið fáein eintök í mynni Glerárdals, sem senni-
lega tilheyra H. corium. Uxu þau í sand- og malarblönduðu uppblást-
ursrofi, í um 300—350 m. h. Eintökin eru mjög smávaxin og erfitt að
átta sig á gerð þeirra. Virðast þau jafnvel eins geta tilheyrt tegundinni
H. villosa (Hedw.) Diss. & Nannf., sem fundizt hefur víða í Skandi-
navíu en er ekki getið héðan.
H. corium virðist tíð í ýmsurn norðlægum löndum, m. a. hefur hún
fundizt á Grænlandi og á Spitsbergen. Er hennar oft getið undir nafn-
inu H. arctica Nannf., sem samkvæmt Dissing (1966) er samnefnd H.
corium.
10. Helvella atra Holmskj. ex Fr. Sóthnoðla.
Hatturinn söðullaga eða óreglulega
flipaður og verptur, svartur á efra borði
en grár eða grásvartur á neðra borði, hár-
laus.Stafurinn sívalur eða dálítið flatur,
grár eða grábrúnn, stundum nærri svart-
ur ofantil en gulleitur eða hvítur neðan-
til, lóhærður, stundum með fáeinum,
grunnum grópum. Hæð 2—4 sm, og hatt-
þvermál 1—2 sm. Gróin sporbaugótt 17—
19 my á lengd, oft með smávörtum.
Tegund þessi líkist nokkuð H. cori-
um, en á að þekkjast frá henni á hatt-
forminu, sem er að stofni til söðullaga,
en ekki disklaga eins og á H. corium.
Frá H. lacunosa er hún auðgreind á hin-
um fellingalausa staf.
Eins og áður getur í þessari grein, var
4. mynd. Helvella alra. König. (=
Helvella lacunosa forma). Tekið
úr Flora Danica, Tab. 534, 1.
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÚra 37