Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Síða 53
HF.LGI JÓNSSON:
GRÓÐRARSAGA HRAUNANNÁ
Á ÍSLANDI
Gróður er styttra og hagfeldara í máli en gróðrarlag eða gróðrar-
far, og er það orð liaft hér í sömu merkingu og vegetatio á útlendu
máli. Sú þýðing þess er og alvanaleg í mæltu máli. Er því með öllu
óþarft að skýra frekar, hvað falið er í orðinu gróður.
Gróðurinn á sína sögu, og gróðursaga hinna ýmsu landa og hafa er
með ýmsum hætti, og mjög svo komin undir lífsskilyrðum þeim, sem
fyrir hendi eru. Gróðrarsagan segir frá „landnámi“ plantnanna og skýr-
ir oss frá, hverjar tegundir ber fyrst að hinum beru landflákum, hvem-
ig þær þróast og greiða götu þeirra tegunda, er síðar koma. Hún er í
fám orðum: þróunarsaga hinna fjölbreyttu plöntufélaga, er byggja
jörðina nú á dögum.
Sem stendur er ekki mögulegt að rita gróðrarsögu íslands, því að
gróður landsins er ekki ennþá rannsakaður til hlítar. Ennþá er oss
með öllu ókunnugt um, hverjar leifar af hinum fyrsta gróðri eftir síð-
ustu ísöld kunna að finnast í leirlögum og jökulurðum. Fyrst um sinn
verðum vér því að láta oss nægja, að drepa á ýms atriði, er snerta gróðr-
arsögu landsins. Eitt af þessum atriðum er gróðrarsaga hraunanna, er
nú má kalla nægilega kunna í öllum aðalatriðum.
I. GRÓÐRARÞRÓUN í HRAUNUM.
Hraunin verða til á þann hátt, að glóandi hraunstramnur rennur
úr gígnum og flóir yfir landið umhverfis. Þá kólnar hraunið og storkn-
ar, og er lögunin á yfirborði hraunsins mest undir því komin, hvernig
og hve fljótt það storknar. Eftir lögun yfirborðsins greina menn á ís-
landi milli tvenns konar hrauna, er nefnd eru apalhraun og hellu-
hraun. Apalhraunin líta út sem óskipulegar urðaröldur, en helluhraun-
4*
TÍMARIT UM ÍSLEN7.KA GRASAFRÆÐI - FlÓm 51