Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 56
líkaminn fær enga meinsemd af þrælkuninni, en þó geta þörungarnir
ekki æxlast meðan þeir eru í haldinu. Þess konar viðbúð, sem hér ræðir
um, köllum vér því þrælkun. Líkami fléttnanna er því samsettur af
tveim tegundum, sem meira að segja teljast til mjög svo ólíkra plöntu-
flokka, það er að segja svepp og þörungi. Ef fléttusvepparnir hefðu ekki
liina grænu þræla til að vinna fyrir sér, mundu klettar þeir, er þaktir
eru hinum marglita fléttugróðri, vera svo að segja gróðurlausir, því að
sveppamir gætu ekki búið þar hjálparlaust. Líkami flétta þeirra, er al-
gengastar eru á steinum, er, eins og drepið hefur verið á, líkastur þunnri
skorpu eða skóf á klettinum. Er sú líkamslögun hin hagkvæmasta fyrir
plöntur á skjóllausum klettum.
Fyrir því er auðsætt, að fléttur eru mæta-vel til þess fallnar, að nema
land í hraunum. En hvemig flytjast þær inn í hraunið? Um bert og
nýstorknað hraun er auðvitað engin umferð, og svo mætti að orði
kveða, að þar kæmi að eins fuglinn fljúgandi; þó er mjög svo ólíklegt,
að fuglar flytji frumbyggjana inn í hraunið, en það er eflaust vindur-
inn. Stormarnir jnyrla upp jarðryki, sópa fræi og grói af plöntum, er
vaxa umhverfis hraunið, og þeyta öllu saman yfir hraunflákana. Sér-
staklega ber þess að gæta, að gró lágplantnanna eru svo lítil og létt, að
ekki þarf hvassan vind til að feykja þeim í hraunið. Gró þeirra plantna,
er geta búið á bergi, dafna og verða að fullorðnum plöntum, en gró
eða fræ þeirra plantna, er þurfa jarðveg, deyja auðvitað á klettinum.
Af þeim plöntum, sem vindurinn flytur í nýstorknað hraun, dafna því
að eins fléttur, mosar og ölgur, en allar háplöntur deyja, því að hraun-
ið er jarðvegslaust. Þá höfum vér að nokkru lýst fléttunum, hversu þær
eru fallnar til landnáms, og getið um, hvernig þær flytjast í hraunið;
og skal nú drepið á gróðrarsöguna.
1. gróðrarstig. Eléttur og mosar á víð og dreif.
Á fyrsta gróðrarstiginu er hraunið tilsýndar eins og það væri alveg
nakið, en þegar komið er í sjálft hraunið, verðum vér þess fljótt varir,
að marglitar smáskorpur eru á stangli hingað ag þangað um nibburn-
ar. Skorpur þessar eru fyrstu landnemarnir og teljast allar til fléttnanna.
Auk þeirra vaxa þar og örfáar mosategundir, en þær finnast að eins í
örsmáum holum á fleti hraunsteinanna. Meðal hinna fyrstu mosateg-
unda er grámosinn, er síðar nær mjög mikilli útbreiðslu í hraununum;
en á þessu stigi er að eins að sjá einstaka smátór milli hraunbáranna.
Niðri í hraungjótunum finnast og nokkrar mosategundir, og teljast til
54 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði