Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Qupperneq 57
Gróður í Búðahrauni. Myndin sýnir grunnan hraunbolla, af venjulegri gerð. Greina
má ýmsar tegundir plantna á henni. Mest ber á blágresi (Geranium silvaticum), og
myndar það ásamt aðalbláberjalyngi (Vaccinium myrtillus), brennisóley (Ranun-
culus acris), þrílaufung (Dryopteris linnaeana), o. fl. tegundum, bekk ofantil i boll-
anum. Neðst í bollanum eru svo dílaburkni (Dryopteris assimilis), tóugras (Cystop-
teris fragilis) og ferlaufasmári (Paris quadrifolia). A barmi bollans má sjá bláberja-
lyng (Vacc. uliginosum), ljónslappa (Alchemilla alpina), ólafssúru (Oxyria digyna),
einhverja grastegund, og gamburmosa (Rhacomitrium lanuginosum). Sjálfsagt mætti
finna fleiri teg. ef vel væri leitað. Myndin tekin í Búðahrauni, 20. júlí 1967. (H. Hg.)
skuggamosa, það er að segja mosategunda, sem ekki þrífast í skarpri
birtu. Krakatindshraun í Hekluöræfum er ljósasta dæmi þessa gróðrar-
stigs af hraunum þeim, er eg hefi séð. Það hraun brann 1878. Er hraun-
ið var 23 ára gamalt eða 1901 rannsakaði eg nokkurn hluta þess og fann
að öllu samtöldu 16 tegundir, 12 mosategundir, 3 fléttutegundir og einn
þörung. Eflaust mætti búast við að talsvert meiri gi'óður væri að finna
í 23 ára gömlu hrauni á láglendinu. Þessi gróður heldur sér í gömlum
lrraunum, en sést þar að eins á efstu hraunnibbum eða í gjótum.
2. gróðrarstig. Mosaþembur.
Eftir því sem árin líða verða flétturnar tíðari og tíðari og þekja
hraunnibburnar að meira eða rninna leyti, og mosatómar, er voru ör-
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 55