Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Side 65
Búðir á Snœfellsnesi standa í austurjaðri hins gróðursæla Búðahrauns. Þar er hótel
og stutt að ganga þaðan til hinna fegurstu staða í hrauninu. (20. 7. 1967. H. Hg.)
gróðurinn fjölbreyttari. Víða er og þroskamikill og skrautlegur gróður
í hraunkötlunum, er hann bæði þéttur og hár, yfir 3 fet. Þar vex hinn
sjaldgæfi skrautpuntur, mjög stórgerðar vallarsúrur, snarrótarpuntur,
hrútaberjalyng með allt að því 6 feta löngum renglum, og þar innan
um eru stórar sóleygjar og stórvaxnar mjaðarjurtir. í hraunkötlunum
njóta plöntumar hins bezta skjóls, hvaðan sem vindurinn blæs, og
skepnur komast ekki að til að bíta grasið, er því ekki að undra þótt
gróðurinn sé þroskamikill, enda hefi ég hvergi á íslandi séð Jwílíkan
gróður. Um graslendið í Búðahrauni fjölyiði ég ekki hér, því að þess
er áður getið að nokkru.
Að síðustu skal drepið lítið eitt á skuggagróðurinn. Eins og alkunn-
ugt er, eru hraunin full af djúpum gjám og hellum, er ekki hafa meira
en rökkurbirtu, er bjartast er. Þar hittum vér sérstakan gróður, er yfir-
leitt er samsettur af skuggagjörnum mosategundum, það er að segja:
tegundum, sem ekki J^ola fulla birtu. Auk mosa eru þar og ýmsir þör-
ungar, en hinn algengasti þörungur á Jjess konar stöðum á Islandi er
hið svo nefnda gullhnoða (Trentepohlia aurea), er myndar örsmáar,
gulleitar, livelfdar Jnífur á berginu. Oft ber það og við, að ýmsar
tímarit um íslenzka grasafræði - Flóra 63