Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Síða 66
ljósgjarnar plöntur villast niður í skuggaríki þetta; Jrær dafna að vísu,
en eru miklu veikari og veigaminni en þær eiga vanda til, en um leið
verða þær og miklu lengri en jDeinr er eðlilegt, Jrví Jrær leitast við að
ná svo mikilli birtu, sent auðið er og teygja sig af öllum mætti upp í
Ijósið. Má sjá þess mörg dæmi í Búðahrauni, Hafnarfjarðarhrauni og
víða annars staðar.
I Búðahrauni eru óvenjulega margar tegundir plantna eftir því sem
vant er að vera í hraunum, og ég sá þar 150 tegundir af blómplöntum
og burknungum; af mosurn og fléttum voru hér um 70 tegundir.
Vera má, að einhvern fýsi að fá frekari vitneskju um hraunagróður
á Islandi, og læt ég Jrví hér getið hinna helztu ritgjörða um það efni.
Ég læt mér nægja að minna á ferðabók Eggerts Ólafssonar og ferða-
sögur Þorvaldar Thoroddsens í Andvara, J)ví að bækur þessar eru öll-
um kunnar. Ritgjörðir um hraunagróður á Islandi eru þær, er nú skal
greina:
Chr. Grönlund: Karakterisk af Plantevæxten paa Island, sammen-
lignet med Floraen i í’lere andre Lande (Festskrift i Anledning af den
Naturhistoriske Forenings Bestaaen fra 1833—1883. Kjöbenhavn 1890).
C. H. Ostenfeld: Skildringer af Vegetationen i Island (Botanisk
Tidsskrift 21. Bind. Kjöbenhavn 1899).
Helgi Jónsson: Vegetationen paa Snæfellsnes (Videnskabelige Med-
delelser fra den Naturhistoriske Forening i Köbenhavn 1900).
Helgi Jónsson: Vegetationen i Syd-Island (Bot. Tidsskr. 27. B.
Kjöbenhavn 1905).
Grein Helga Jónssonar um gróðursögu hraunanna á íslandi, birtist fyrst í
Skírni, 80. árg. 1906, bls. 150—163. Er hún prentuð hér orðrétt og með Jreirri staf-
setningu er þá tíðkaðist, en augljósar prentvillur hafa verið leiðréttar. Greinin er
með Jrví allra fyrsta, sem skrifað er á íslenzku um gróður, og er því brautryðjanda-
verk, en ekki er ólíklegt, að hún eigi þó enn nokkurt erindi til þeirra, sem nú fást
við rannsóknir á landnámi plöntulífs á hraunum í Surtsey og víðar. Með tilliti til
þess, og svo aldarafmælis Dr. Helga á síðastliðnu ári hefur grein þessi verið endur-
prentuð. Allar myndir eru teknar af undirrituðum og voru ekki í upphaflegu útgáf-
unni. H. Hg.
64 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði