Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 67
SMAGREINAR
FRIÐUN 25 TEGUNDA HÁPLANTNA.
í 2. árg. Flóru (1964) var bent á nauðsyn þess að friðaðar yrðu nokkrar teg-
undir sjaldgæfra plantna, og nel'nd dænti til sönnunar. Nú hafa þau gleðitíðindi
gerzt, að Náttúruverndarráð hefur með samþykki menntamálaráðherra ákveðið að
friðlýsa 25 tegundir æðri plantna, og var auglýsing þess clnis birt í Lögbirtingar-
blaðinu þann 17. ágúst í sumar (1967). Er þar bannað að taka upp þessar plöntur
til gróðursetningar eða annarra áforma, og einnig er bannað að taka af þeim blöð,
blóm eða rætur, eða skcrða þær á nokkurn hátt. Er því söfnun þessara tegunda til
grasasafna einnig bönnuð.
Tegundirnar, sem hér um ræðir eru þessar:
1. Dvergtungljurt (Iiotrychitnn simplex)
2. Skeggburkni (Asplenium septentrionale)
3. Svartburkni (Asplenium trichomanes)
4. Klettaburkni (Asplenium viride)
5. Tunguskollakambur (Blechnnm spicanl var. fallax)
6. Hlíðaburkni (Cryptogramma crispa)
7. Burstajafni (Lycopodium clavatum)
8. Knjápuntur (Sieglinga decumbens)
9. Heiðarstör ('Carex heleonastes)
10. Trjónustör (Carex flava)
11. Villilaukur (Allium oleraceum)
12. Ferlaufasmári (Paris quadrifolia)
13. Eggtvíblaðka (Listera ovata)
14. Línarfi (Stellaria calycantha)
15. Flæðarbúi (Spergularia salina)
16. Melasól með hvítum og bleikum blómum (Papaver raclicatum ssp. Stefans-
sonianum)
17. Vatnsögn (Crassula aquatica)
18. Bergsteinbrjótur (Saxifraga aizoon)
19. Hreistursteinbrjótur (Saxifraga foliolosa)
20. Þyrnirós (Rosa pimpinellifolia)
21. Glitrós (liosa afzeliana)
22. Súrsmæra (Oxalis acetoseUá)
5
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - flÓTtX fi5