Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Síða 68

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Síða 68
23. Skógtjóla (Viola riviniana) 24. Davíðsíykill (Primula egalikensis) 25. Lyngbúi (Ajuga pyramidalis) Allar eru tegundir þessar íremur sjaldgæfar, en þó í nokkuð mismunandi mæli. Dvergtungljurt, skeggburkni, svartburkni, tunguskollakambur, klettaburkni, hlíðar- burkni, burstajafni, knjápuntur, heiðarstör, villilaukur, súrsmæra, glitrós, vatnsögn og Davíðslykill, hafa aðeins fundizt á einum eða tveimur stöðum á landinu, og er því augljóst hve mikilvægt er að friða þessar tegundir. Hinar ellefu hafa að vísu fundizt á nokkrum stöðum, og eru því ekki í eins bráðri hættu og þær sem fyrr voru nefndar. Sumar þeirra eru meira að segja nokkuð algengar á takmörkuðum svæð- um, eins og t. d. lyngbúinn á Austfjörðum, skógfjóla á Flateyjarskaga, hreisturstein- brjótur í fjöllunum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, bergsteinbrjótur á Austfjörð- um og í Borgarfirði vestra, eggtvíblaðka í Njarðvík eystra, ferlaufasmári í Búða- hrauni og i Laxárhólmum. Hins vegar eru flestar þessar tegundir frenmr skraut- legar og því líklegt að eftir þeim verði sótt til gróðursetningar í garða. Mun það sjónarmið hafa ráðið því að þær urðu fyrir valinu. Hið sama er að segja um þyrni- rós og melasólarafbrigðin. Hitt er annað mál, að auðvelt er að benda á ýmsar tegundir sem eru jafn sjald- gæfar og þessar eða sjaldgæfari. Má nefna t. d. h'nstör (Carex brunnescens), mána- jurt (Botrychium boreale), naðurtungu (Ophioglossum azoricum), fjallkrækill (Sa- gina caespitosa), fjallabláklukku (Campanula uniflora), fjallabrúðu (Diapensia lapponica), fjallalójurt (Antennaria alpina), aronsvönd (Erisymum hieracifolium), sigurskúf (Chamaenerion angustifolium), reyni (Sorbus aucuparia) o. fl. Sumar þessara tegunda, sem ekki hafa verið friðlýstar, eru þó einnig skrautplöntur og lík- legar til að verða eftirsóttar af garðræktarmönnum. Verður því vandséð, hvers vegna þær voru eftir skildar. Tvær slæðingsplöntur, knjápuntur og villilaukur, eru teknar með í friðunar- skrána. Skal það ekki lastað, því þessar tegundir virðast þegar hafa fest sig í sessi hér. Hitt verður auðvitað alltaf mikið álitamál, hve langt skal ganga í friðun slæð- ingsplantna. Margar slæðingsplöntur eru sárasjaldgæfar á íslandi, en flestar þeirra koma og fara án tillits til friðunar. Þegar fjallað er um friðun plantna, verður auðvitað að hafa það sem megin- sjónarmið, hvaða plöntum er hætta á að verði útrýmt, miðað við þær aðstæður sem ríkja í landinu við setningu laganna, og framvegis, það sem séð verður. Fer þá ekk- ert milli mála að þær plöntur eru í mestri hættunni, sem skrautlegastar eru og mesta athygli vekja, og einnig þær, sem vaxa næst byggðum bólum, eða á ræktan- legu landi. Fjallaplöntur eins og t. d. hreistursteinbrjótur geta varla talizt í bráðri hættu, varla heldur skógfjólan, sem vex nær eingöngu á útskögum fjarri allri byggð. Sem dæmi um plöntur, sem eru í bráðri liættu má liins vegar nefna allar jarð- hitaplöntur, svo sent vatnsögn, tunguskollakamb, naðurtungu, vatnsnafla o. fl. svo og ýmsar plöntur sem bundnar eru við mýrar og mýrlendi, og falla þar undir ýmsar starir, sóldögg o. fl. Gott dæmi um tegund, sem er í mikilli liættu á útrýmingu, enda þótt hún hafi verið talin nokkuð algeng á vissu svæði í Eyjafirði, er maríulykillinn (Primula stricta). Segja mér fróðir menn, að hún hafi snarminnkað í héraðinu á undanförn- um árum, sem efalaust stafar af aukinni framræzlu og ræktun, en flög í mýra- og móajöðrum eru aðalvaxtarstaðir prímúlunnar. fiO Flóra - tímarit um íslenzka f;RA.SAi R,r.t)i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.