Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 69

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 69
Loks er það höfuðnauðsyn, að friðlýsa nokkrar tegundir staðbundið í landinu, enda þótt ekki sé nauðsynlegt að friða þær alls staðar. Sem dæmi má taka bergstein- brjótinn. Hann er sem áður getur nokkuð algengur á svæði á Austfjörðum og á öðru vestanlands, og enn virðist liann liafa talsvert útbreiðslusvæði í Húnavatns- sýslum. Á öllum þessum stöðum, er það mikið af steinbrjótnum, að ekki er bráð nauð- syn á að friða hann þar. Hins vegar vex hann á einum stað við Siglufjörð, á litlum bletti aðeins, og þar væri ofur auðvelt að útrýma honum á einni dagstund. Þess vegna þyrfti að friða þessa tegund í Siglufirði en ekki á hinurn stöðunum. Annað dæmi: Sjöstjarna (Trientalis europeá) er algeng planta á Austurlandi, en hefur auk þess fundizt á örfáunt stöðum sunnanlands. Á Suðurlandi þyrfti að friða þessa teg- und. Hið sama er að segja um bláklukkuna, utan Austurlands. Stóriburkni má heita algengur á Vesturlandi, en á Norðurlandi hefur hann aðeins fundizt á tveimur stöð- um og mjög lítið í stað. Hann þyrfti að friða norðanlands. Þá mætti einnig hugsa sér, að vissir gróðursælir staðir yrðu friðlýstir af þeim sökum, og bannað að skerða þar allan gróður. Er Stóragjá í Mývatnssveit þar ágætt dæmi. Held ég að slík staðarfriðlýsing yrði jafnvel raunhæfari en friðun einstakra tegunda, og stafar það einfaldlega af því, að almenningur í landinu er afar fáfróð- ur um plöntur og þekkir fátt af þeim. Alltaf má jrví búast við að menn taki frið- lýstar tegundir óviljandi og í misgripum. Hitt ætti að vera auðveldara að hindra, að menn tækju plöntur af friðlýstum stöðum, t. d. með því að merkja staðina með sérstökum skiltum. Hér er um að ræða mál, sem héraðsnáttúruverndarnefndir ættu að láta til sín taka, en þær hafa, sem kunnugt er, flestar sofið værum blundi síðan þær voru settar á fót. Niðurstaða þessara hugleiðinga verður því sú, að hér sé enn margt að athuga i friðunarmálum plantna, og málin því engan veginn komin í örugga höfn, með nefndri löggjöf. Hins vegar neita ég því ekki að betra sé af stað farið en heima setið. H.Hg. BOTANISK TIDSSKRIFT 100 ÁRA. Á síðasta ári (1966) var haldið upp á aldarafmæli danska grasafræðitímaritsins, Botanisk Tidsskrift. Þar sem þetta tímarit var um áratuga skeið einnig tímarit um íslenzka grasafræði, og þarmeð í vissum skilningi forgengill Flóru, þykir rétt að minnast þessa afmælis með nokkrum orðum. Botanisk Tidsskrift sá fyrst dagsins ljós í marz 1866, undir ritstjórn P. Hei- bergs. Síðan hefur það komið út árlega, að þremur árum undanteknum (1891, 1947 og 1950), og nú á slðustu árum oftast fjögur hefti árlega. Margir færustu grasafræðingar Dana hafa stýrt ritinu, og má þar nefna L. Kolderup-Rosenvinge, sem var ritstjóri í nærfellt 40 ár um og upp úr aldamótun- um, C. A. Jörgensen og Johannes Gröntved. Núverandi ritstjóri er Morten Lange prófessor. Strax á fimmta ári ritsins birtist fyrsta greinin varðandi grasafræði íslands, eftir Christian Grönlund, og var það upphaf að mikilli greinaseríu unt íslenzka 5* TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - Flórtl 67
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.