Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Síða 73
Allar þessar tegundir vaxa að vísu í nágrenni garðsins, nema bláklukkulyngið,
það gat ég ekki fundið þarna í gilinu annars staðar, og er það atliyglisvert að það
skyldi berast í garðinn, því það er eitt hinna svokölluðu útsveitaplantna, sem að-
eins finnast við utanverðan Eyjafjörð, en þetta dæmi sýnir ótvírætt, að það vantar
ekki dreifingarhæfni, og vantar þvi ekki af þeim sökum í innsveitunum. Hið sama
er raunar að segja urn litunarjafnann.
Samsetning gróðursins í garðinum er nokkuð önnur en utan hans, enda eru
tegundirnar saman komnar í garðinum af meiri eða rninni tilviljun. Hið næsta garð-
inum var næstum einlitur krækilyngsmór og grasbrekkur með finnung og ilmreyr,
en bláberjalyngsmór lengra í burtu. Þar höfðu tegundirnar af aldalangri reynslu
skipað sér saman eftir kröfum sínum og liæfni, þar var gróðurinn orðinn stöðugur,
við þau skilyrði sem nú ríkja (loftslag, beit o. s. frv.), en í garðinum ægir öllu sam-
an, og því má búast við að þar verði allmiklar breytingar á gróðrinum á næstu ára-
tugum. A meðan torfgarðurinn helzt við og skýlir garðinum, og veldur því að fönn
leggur þar yfir á vetrum, er líklegt að gróður garðsins verði nokkuð frábrugðinn
næsta umhverfinu. Mosalyngið, bláklukkulyngið og litunarjafninn eru allt snjó-
dældaplöntur, sem líklegar eru til að geta keppt við kræki- og bláberjalyng, meðan
skilyrðin eru lítið breytt í garðinum.
Loks er það athyglisvert, að engin ræktarplanta er enn við lýði í garðinum, og
engin illgresisplanta heldur.
Það eina, sem ef til vill vitnar um ræktun og mannavist er munablómið, en
jrað finnst j)ó víðar í dalnum.
H.Hg.
GÓÐAR GJAFIR TIL GRASASAFNSINS Á AKUREYRI.
A árunum 1966—67 hafa grasasafni Náttúrugripasafnsins á Akureyri borizt
niargar góðar gjafir, sem vert er að jmkka, og verður þeirra helztu getið hér á eftir.
Stærsta gjöfin er urn 1500 eintök sænskra plantna, sem prófessor Askell Löve
í Boulder, Bandaríkjunum, gaf safninu síðastliðinn vetur (jan. 1967), en safn þetta
hafði hann fengið í skiptum fyrir íslenzkar plöntur fyrir nokkrum áratugum síðan.
Safnið er svokallað exsiccat, en svo kalla útlendingar plöntusöfn, sem gerð eru
í allmörgum eintökum (sama tegund frá sama fundarstað á allt að 20 spjöldum) og
síðan „gefin út“ á svipaðan hátt og bækur. Eru slík söfn því vandlega upplímd,
með prentuðum merkimiðum, og jafnan vandað sem mest til nafngreininga teg-
undanna. Ennfremur fylgir slíkum söfnum prentaður listi (Schedae) yfir tegundir
safnsins, og inniheldur hann venjulega allar sömu upplýsingar og merkimiðarnir,
enda prentaður sramhljóða jreim. Utgáfa þessa exsiccats, sem hér um ræðir, var hafin
af prófessor G. Samuelsson í Stokkhólmi um 1930, enda er safnið venjulega kennt
við hann, en síðari hlutinn er gefinn út af prófessor Eric Hultén, sem okkur er að
góðu kunnur. Þarf því vart að efa, að nafngreiningar séu vandaðar, þar sem slíkir
höfuðskörungar liafa vélt um safnið.
Þess má geta, að tegundir sænsku flórunnar eru oftast taldar um 2000 og sést
af því, að safnið nær yfir um þrjá fjórðu hluta hennar. Eins og gefur að skilja eru
margar tegundir í safninu hinar sömu og hérlendis vaxa, og er það mikilvægt að
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - Flóra 71