Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Qupperneq 76
komst í 3. útg. Flóru. Eyþór Einarsson nafngreindi svartburknann endanlega, og
gaf honum íslenzkt nafn. Birtist smágrein um fundinn í Náttúrufræóingnum sama
árið og getið er um skeggburknann, 1961. (Eyþór Einarsson: Asplenium trichoma-
nes L. Svartburkni, fundinn á íslandi. — Náttfr. 31 (1961): 168—73.
Eins og getið var í þessu tímariti (1966), hefur svartburkninn hvergi fundizt
annars staðar á landinu, enn sem komið er, en á Skaftafelli eru til allmörg eintök
af lionum.
I gömlum listum er svartburkninn talinn vaxa í Búðahrauni (sbr. Babington:
A revision of the Flora of Iceland. — The Journal of the Linnean Soc. Bot. Vol.
XI (1871), 282-348).
3. Botrychium simplcx Plitche., Dvergtungljurt. — Tungljurtartegund þessa
fann Steindór Steindórsson, 5. sept. 1951, í Þjórsárdal. Lýsingu og mynd af henni
er að finna í Náttúrufræðingnum 1952. (Steindór Steindórsson: Ný plöntutegund.
Náttfr. 22 (1952), 183.) Tegundin hefur ekki fundizt annars staðar, og er ekki getið
í gömlum flórulistum. Hún líkist nokkuð smávöxnum eintökum af venjulegri tungl-
jurt, og gæti því leynst víða. Þó er Steindór þeirrar skoðunar (munnleg heimild),
að hér geti ef til vill verið um slæðing að ræða, frá skógræktinni í dalnum.
4. Carex pulicaris L., Hagastör. — Hinn fyrsti opinberi fundur, [>essarar starar
á seinni árum, var gerður í Haga í Mjóafirði, af Ingólli Davíðssyni grasafræðingi.
Gaf hann störinni nafn, eftir bænunt og birti grein unt fundinn í Náttúrufræðingn-
mn 1950 (Ingólfur Davíðsson: Ný starartegund og nokkrir fundarstaðir jurta. —
Náttfr. 20 (1950), 187—89.) Ingólfur getur hennar einnig frá Nípu í Norðfirði. Ári
seinna (1951) getur Ingimar Oskarsson um fund hennar á Vestfjörðum, en þar hafði
Guðni Guðjónsson grasafræðingur safnað lienni í Kaldbaksvík á Ströndum árið
1948. (Ingimar Óskarsson: Hagastör (Carex pulicaris L.) á Vestfjörðum. — Náttfr.
21 (1951): 91.)
Síðan liefur verið getið um hagastör á mörgum stöðum á Austurlandi (I. Dav-
íðsson: Náttfr. 1954, 1955, 1956, 1957 og 1958. Eyþór Einarsson, Náttfr. 1959, bls.
189) frá Stöðvarfirði til Seyðisfjarðar. Ennfremur hefur hún fundizt á Snæfellsnesi
(Steindór Steindórsson: Náttfr. 1956, bls. 30. I. Davíðsson: Náttfr. 1966, bls. 156)
á nokkrum stöðum.
Það einkennilega við tegund þessa, er hvað hún virðist vera algeng á Aust-
fjörðunt og Snæfellsnesi, og sennilega einnig á Ströndum. Sýnir þetta bezt, að jafn-
vel algengar tegundir geta leynzt grasafræðingum og öðrum furðu lengi.
Hagastarar er fyrst getið frá íslandi í lista O. F. Múllers (Enumeratio stirpium
in Islandia sponte crescentum, — Nova Acta phys. med. acad. Leop. Carol. o. s. frv.,
Norinbergia (Núrnberg), 1770.)
5. Carex pallesceus L., Gljástör. Stör þessa fann Ingimar Óskarsson grasafræð-
ingur, þann 30. júlí 1949, á Ytri-Hrafnabjörgum í Hörðudal, Dalasýslu. Hefur Ingi-
mar gefið henni íslenzkt nafn.
Lýsing ásamt mynd af störinni birtist í Náttúrufræðingnum, árið 1949. (Ingi-
mar Óskarsson: Nýfundin starartegund á íslandi. — Náttfr. 19 (1949), 136) og aftur
í síðasta hefti Flóru.
Síðar kom í ljós, að Geir Gígja hafði safnað þessari tegund í Hvammi undir
Eyjafjöllum, 8. ágúst 1947. (I. Óskarsson: Náttfr. 1961, bls. 143). Ekki mun gljá-
störin hafa fundizt á öðrunt stöðum hér á landi.
Sarna er að segja um þessa og undanfarandi tegund, að hennar er fyrst getið
frá íslandi í lista Múllers, en listi þessi var að mestu byggður á rannsóknum Dan-
74 Flóra - tímarit um íslenzka grasafkæði