Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Side 79

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Side 79
THE BOTANY OF ICELAND 55 ÁRA. Ritsafnið The Botany of Iceland eða Grasafræði íslands hóf göngu sína fyrir 55 árum (1912), með ritgerð dr. Helga Jónssonar um sæþörungagróður við ísland. (The marine algal vegetation of Iceland.) Þetta ritsafn, sem er það langstærsta og líklega eitt hið merkasta ritverk um ís- lenzka grasafræði, er nú orðið fjögur stór bindi og partur af því fimmta kom út 1949, en síðan hefur útgáfan legið niðri og má líklega telja, að henni sé þarmeð lokið. Það voru tveir danskir grasafræðingar, sem hleyptu þessu stórverki af stokkun- um, þeir L. Kolderup Rosenvinge og Eugen Warming, og gáfu þeir út tvö fyrstu bindin. Eftir fráfall þeirra tóku þeir Johannes Gröntved, Ove Poulsen og Thor- vald Sörensen við útgáfunni (3.-4. bindi), en síðasta heftið virðist hafa verið gefið út af þeim Jóhannesi og Þorvaldi einurn. Eorleggjarar verksins voru upphaflega J. Frimodt í Kaupmannahöfn og John Wheldon & Co. í London (1.—2. bindi), en síðan Ejnar Munksgaard í Höfn, og H. Milford í London (Oxford University Press). Fyrstu tvö bindin voru prentuð hjá H. Thiele í Höfn, sem er íslendingum að góðu kunnur, en síðari bindin hjá Valdimar Pedersen, einnig í Höfn. í formála fyrsta heftisins af Botany of Iceland segir, að eftir að lokið sé út- gáfu Botany of the Faeröes (Grasafræði Færeyja), sé nú röðin komin að íslandi, sem sé meðal þeirra landa danska kóngsdæmisins í Atlantshafi, sem mesta þörf hafi fyrir ítarlega og kerfislmndna grasafræðilega rannsókn. Þar segir ennfremur: ,,ís- land er samt sem áður, svo stórt miðað við Færeyjar, að rannsóknin verður þar, ekki aðeins miklu erfiðari, heldur mun hún og taka miklu lengri tíma. Það er von okkar, að sérfræðingar í grasafræðilegum greinum, sjái sér fært að heimsækja land- ið, með stuttu millibili, og safna þar og gera athuganir." í formálanum kemur einnig fram, að fyrir utan verk Helga um sæþörunga- gróðurinn hafa þegar verið lögð drög að öðru verki, þ. e. riti Hesselbos um íslenzka mosa, og látin er í ljós sú von, að næsta sumar geti fléttufræðingur heimsótt landið, og „síðan einn af öðrum þar til verkinu sé lokið með almennri lýsingu á gróðri og plöntulandafræðilegri stöðu eyjarinnar." Hér kemur skýrt fram ætlun þeirra félaga með verki þessu, sem var í stuttu máli sú, að fá til þess hæfa sérfræðinga, að rannsaka hvern flokk íslenzkra plantna og skrifa um þá. Ritin skyldu ekki eingöngu vera þurrar upptalningar plantna og fundarstaða heldur skyldi og gróðurfélögum plantnanna gerð ýtarleg skil og land- fræðileg útbreiðsla tegundanna tekin með í reikninginn. Eins og fram kemur í formálanum, telja þeir ísland mjög lítið kannað grasa- fræðilega. Er fróðlegt að athuga réttmæti Jreirrar skoðunar nokkru nánar, og vita hvað gert hafði verið í Jreim efnum árið 1912. Flóra íslands hafði komið út 1901, og var Jrá bezta og ýtarlegasta verkið um liáplöntuflóru landsins, en var fyrst og fremst alþýðlegt rit, enda Jrótt hún væri vísindarit öðrum þræði. Um sæjrörungaflóruna hafði Helgi Jónsson skrifað ýtarlegar greinar í Botanisk Tidsskrift á árunum 1902—03, og doktorsritgerð hans um sæjjörungagróðurinn við strendur íslands (Om Algevegetationen ved Islands Iíyster) hafði birzt árið 1910. Emil Rostrup hafði tekið saman lista um íslenzka sveppi í safninu í Höfn (Islands Svampe, Botanisk Tidsskrift 1903) og Deichmann Branth hafði gert sams konar lista um íslenzkar fléttur (Lichenes Islandiæ, Bot. Tidsskrift 1903), en hvorugur TÍMAKIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 77
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.