Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Síða 80

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Síða 80
þeirra liafði stundað rannsóknir hér. Um aðra plöntuflokka hafði sama og ekkert verið ritað. Um gróður höfðu birzt nokkrar greinar eftir þá Helga og Stefán og var þá upptalið að mestu. Við sjáum því, að skoðun þeirra félaga er ekki með öllu ógrundvölluð. Enda þótt stórvirki hefðu verið unnin undanfarin ár, af íslenzkum grasafræð- ingum, aðallega þeim Stefáni Stefánssyni, Olafi Davíðssyni og Helga Jónssyni, var landið þó enn lítið kannað grasafræðilega, og einkum voru það þó lægri plönturn- ar, sem lítið hafði enn verið sinnt. Þörfin fyrir Botany of Iceland var því mikil. Ekki vitum við hvaða augum hinir islenzku grasafræðingar hafa litið þetta ný- stofnaða fyrirtæki Dananna, en einkennilegt er það, að enginn þeirra virðist hafa verið kvaddur til samvinnu um útgáfuna. Eins og sjá má af meðfylgjandi yfirliti hefur mörgum þáttum íslenzkrar flóru og gróðurs verið gerð skil í ritsafninu. Þó vantar Jtar augljóslega einn stóran flokk plantna, en það eru grænþörungar í fersku vatni. Virðist svo sem enginn hafi enn fengizt til að gera því efni skil, og því sitjum við Jrar enn í sporum aldamótamann- anna. Annað mál er svo það liversu ýtarlegar Jrær rannsóknir eru, sem liggja þessu mikla ritverki til grundvallar. Tími sérfræðinganna er jafnan naumur, og flestir létu Jjeir sér nægja að koma hingað í stuttar heimsóknir yfir hásumarið og ferðast hina venjulegu leið, frá Akureyri til Mývatns, frá Seyðisfirði til Héraðs og frá Reykjavík til Þingvalla, enda allar ferðir Jjar út fyrir mjög erfiðar í Jjá daga og tímafrekar. Beztu ritin eru því tvímælalaust eftir íslenzku grasafræðingana, og vissulega hefðu hin orðið betri ef íslendingar hefðu Jjar um vélt, eða viðkomandi sérfræðingar getað dvalizt í landinu. Þrátt fyrir þennan annmarka er The Botany of Iceland merkur áfangi í grasa- fræðisögu landsins, rit sem jafnan verður vitnað til þegar um íslenzka grasafræði verður fjallað. Við höfum nú eignazt sérfræðinga á ýmsuni sviðum íslenzkrar grasafræði, og Jjurfum því ekki lengur eins mikið að sækja til útlendinga í því efni. Þessir sér- fræðingar eiga efalaust eftir að umbylta á ýmsan hátt hinum gömlu rannsóknum Dananna og endurskoða Jjær, í samræmi við uýjar skoðanir og hugmyndir. Verður Jjá brátt Jjörf fyrir nýtt safnrit, svipaðs eðlis, nýtt Botany of Iceland. YFIRLIT UM BOTANY OF ICELAND. I. bindi. I. hluti (1): Ilelgi Jónsson: The Marine Algal Vegetation of Iceland. — 1912. (Sæþörungagróður íslands.) 1. hluti (2): Th. Thoroddsen: An Account of the physical Geography of Iceland witli special reference to the Plant Life (Eðlislýsing íslands með sérstöku tilliti til plöntulífs). — (1912) 2. hluti (3): Ernst Ostrup: Marine Diatonts front the Coasts of Iceland. (Kísil- Jjörungar í sjó við strendur ísl.) — 1916. 2. hluti (4): August Hesselbo: The Bryophyta of Iceland. (1918) (ísl. mosar) II. bindi. 1. hluti (5): Ernst Östrup: Fresh-Water Diatoms frorn Iceland. (Kísilþör- ungar í fersku vatni á íslandi) — 1918. 1. hluti (6): Olaf Gallöe: The Lichen Flora and Lichen Vegetation of Iceland. I'léttuflóra og fléttugróður íslands) — 1920. 78 Flúra - tímarit um íslenzka crasafræði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.