Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Síða 84
FLORUNYJUNGAR
Starir i Austurdal, Skagafirði.
(Úr bréfi)
1. Hnappstör (Carex capitata) — Vex í Gilsbakkalandi.
2. Broddastör (Carex microglochin) — Hef aðeins fundið hana A austurbakka Jökuls.ir,
skammt sunnan við klifinn Iij;í Skalastöðum. Vex þar allþétt.
3. Vetrarkvíðastör (Carex chordorliiza) — Hef fundið hana A Keldulandsmýrum og í Kol-
beinsdal, en ófundin á Gilsbakka.
4. Bjúgstör (Carex maritima) — Algeng á Gilsbakka.
5. Kollsstör (Carex machlowiana) — Fundin á nokkrum stöðum í Gilsbakkalandi.
6. Rjúpustör (Carex laclienali) — Algeng hér til fjallsins á Gilsbakka.
7. Fjallastör (Carex halleri) — Lengi hafði ég leitað að stör þessari, er ég rakst á nokkur
strá í gamalli fjárrétt hér á Gilsbakka.
8. Sótstör (Carex atrata) — Hún er algeng hér og oft stórvaxin í gilinu.
9. Hárleggjastör (Carex capillaris) — Algeng á Gilsbakka.
10. Slíðrastör (Carex vaginata) — Algeng.
11. Hengistör (Carex rariflora) — Fnndin á tvcim stöðum í Gilsbakkalandi, en er trúlega
víðar.
12. Ljósastör (Carex rostrata) — Hef ekki fundið hana nær en í Blönduhlíð.
13. Hrafnastör (Carex saxatilis) — Hef fundið hana á einum stað hér og í Merkigilslandi.
Er sjálfsagt algengari en ég hugði í fyrstu.
14. Mýrastör (Carex goodenoughii) — Algeng.
15. Gulstör (Carex lyngbyei) — Hef ekki fundið hana nær en á Kcldulandi, svo víst sé.
16. Stinnastör (Carex rigida) — Hvarvettna.
17. Rauðstör (Carex rufina) — Þcssa stör tel ég mig hafa fundið í Uppsalabotnum.
18. Hrísastör (Carex adelostoma) (Sennilega þó fremur bastarður hrísast. og stinnast. C.
rigida X C. adelostoma) — Gilsbakki.
Gilsbakka 23. febr. 1967.
Hjörleifur Kristinsson.
Flórunýjungar 1967.
Sumarið 1967 ferðaðist ég nokkuð um Árskógsströnd, Þorvaldsdal, Svarfaðar-
dal, Olafsfjörð og Austur-Fljót, í því skyni einkum að athuga útbreiðslu plantna á
þessum stöðum. Þótt scgja megi, að þessi héruð, nema Fljótin, séu allvel könnuð
fyrir af öðrum grasafræðingum, kom þó ýmislegt í leitirnar, sem til nýjunga má
teljast, og verður þess helzta getið hér á eftir. Því má bæta við að sérflórur voru
gerðar fyrir Ólafsfjörð og Þorvaldsdal og allmiklu var safnað af plöntum á þessum
stöðum fyrir Náttúrugripasafnið á Akureyri.
82 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði