Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Side 85
Eyjafjarðarsýsla.
1. Botrychium boreale, mánajurt. — Eitt eintak fann ég a£ þessari tegund, í um 300 m h.
í kinninni í norðanverðu mynni Þverárdals í Ólafsfirði. Sá hana einnig á Lundi í
Fljótum og var hún [>ar víða í grasmóum, jafnvel nokkur eintök í túninu.
2. Lycoþodium annotinum, lyngjafni. — Fossárdalur, Skeggjabrekkudalur, Þverárdalur og
Reykir, Ólafsfirði. Má sennilega heita algengur þar. Hesthraun á Þorvaldsdal og Stór-
hólshlaupið hjá Kleif í mynni Þorvaldstials.
3. Polypodium vulgare, köldugras. — Varðgjá, í kletti, neðan við bæinn.
4. Dryopteris linnaeana, þrílaufungur. — Stórhólshraun, Árskógsströnd. Vatnshlíð, Þor-
valdsdal. Víða umhverfis Ólafsfjörð og í Múlanum.
5. Juniperus communis, einir. — Vatnshlíð, Þorvaldsdal. Fossárdalur, Skeggjabrekkudal-
ur, Hringverskot, Ólafsfirði.
6. Carex echinata, ígulstör. — Gata, Árskógsströnd (á tveimur stöðum).
7. Milium effusum, skrautpuntur. — Skeggjabrekkudalur, Ólafsfirði.
8. Betula nana, fjalldrapi. — Þverárdalur, Reykir, Olafsfirði. Lítið í hvorum stað.
9. Subularia aquatica, alurt. — Kálfskinn, Árskógsströnd.
10. Drosera rotundifolia, sóldögg. — Vík, Árskógsströnd.
11. Fragaria vesca, jarðarber. — Gvendarbrekkur, Þorvaldsdal.
12. Chamaenerion angustifolium, sigurskúfur. — Hringverskot, Ólafsfirði.
13. Campanula rotundifolia. — Garðsárgil, Eyjafirði. Hrafnagil, Þorvaldsdal. Vaðlaskógur.
Á öllum stöðunum aðeins ein planta, blómguð, en fræmyndun engin. Þess má geta, að
ég hefi aldrei áður fundið bláklukku hér við Eyjafjörð, og het þó oft farið meira um
en í sumar.
14. Pyrola secunda, vetrarlilja. — Fossdalur, Ólafsfirði. Stórhólshraun, Árskógsströnd.
15. Phyllodoce coerulea, bláklukkulyng. — Hrafnagil, Kúgilshraun og Vatnshlíð, Þorvalds-
dal. Á n. st. í fjallinu fyrir ofan Kálfsskinn og Götu, Stórhólshraun, Árskógsströnd. Dr.
Finnur Guðmundsson hefur tjáð mér, að hann hafi fundið þessa tegund á n. st. í
Hrísey í vor. í Ólafsfirði má hún heita algeng.
16. Achillea millefolium, vallhumall. — Reykir í Ólafsfirði.
17. Crepis paludosa, hjartafífill. — Skeggjabrekkudalur, Þverárdalur, Ólafsfirði.
18. Carex caþitata, hnappstör. — Kötluháls og Vík, Árskógsströnd.
19. Carex limosa, flóastör. — Vík, Árskógsströnd.
20. Carex rupestris, móastör. — Vík, Gata, Árskógsströnd.
Sama sumar fór ég um Dalasýslu, Snæfellsnes og Strandir. Samferðamaður
minn var dr. Hörður Kristinsson, og safnaði hann fléttum á fyrir fram ákveðnum
stöðum. Hjá mér var þetta fyrst og fremst yfirlitsferð, en þó var safnað plöntum og
skrifaðir tegundalistar, þar sem því var við komið. Hér fara á eftir nokkrar hinar
merkari niðurstöður.
Dalasýsla.
1. Erisymum hieracifolium, Aronsvöndur. Hvammsskógur.
2. Polypodium vulgare, sæturót. — Hvammsskógur.
3. Woodsia ilvensis, liðfætla. — Harastaðir, Fcllsströnd.
4. Polystichum lonchitis, skjaldburkni. — Seljadalsmynni, Sælingsdal.
5. Saxifraga aizoon, bergsteinbrjótur. — Klofningur, nokkur eintök í klettinum rétt við
veginn.
6. Galium boreale, krossmaðra. — Alg. í hlíðinni milli Skerðingsstaða og Hvamms, einnig
fundin á Staðarfelli. Utar á Fellsströnd fannst hún ekki og ekki heldur í Sælingsdal, né
við Glerá. í Flóru cr tegundin talin algcng á Vesturlandi, en það getur hún varla ver-
ið, cftir þcssu að dæma.
6*
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - Flóra 8;5