Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 91

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 91
Hún hefur einnig ritað uin barnamosa á Grænlandi og í Lapplandi, og sumarið 1966 ferðaðist hún um Norður- og Austurland, og safnaði barnamosa, en um þá söfnun hefur ekkert verið birt. í ncfndri ritgerð gerir höfundur grein fyrir flokkun og tegundum barnamosa á íslandi og í Færeyjum, og ræðir um tíðni þeirra og útbrciðslu. Athyglisverður mun- ur kcmur fram í tíðni ýmissa tegunda, hér og í Færeyjum. Sphagnum teres, sem cr langalgengasta barnamosategundin hér, er frcmur sjaldgæf i F'æreyjum, hið sama er að scgja um Sph. girgensohnii. Hins vcgar eru Spli. subsecundum og Sp. plumulosum al- gengastir í Færeyjum, en heldur fátíðir hér. Getið er um tvær tegundir, sem ekki hafa fundizt hér áður, þ. e. Sph. obtusum og Sph. balticum báðar á Reykjasvæðinu. H.Hg. Listi yfir plöntur ræktaðar í grasadeild Lystigarðs Akureyrar 1966. Nr. 4. Jón Rögn- valdsson tók sainan. Prentverk Odds Bjöms- sonar hf., Akureyri 1967. í sumar kom út lítið en snoturt kver með litmyndum á kápu, og bar ofangreindan titil. Mest af efninu er upptalning á plönt- um, sem ræktaðar eru í garðinum nú, og fer þar að vonum mest fyrir útlendu teg- undunum, enda eru þær um tvö þúsund talsins, eða fimrn sinnum fleiri en íslenzku tcgundirnar, sem eru um 400. Sem dæmi um fjölbreytnina má nefna, að alls eru 34 tegundir af blágrcsi (Geranium) í garðinum og ýmislegt annað er eftir því. Ég verð því miður að játa, að ég veit ekki deili á nema litlum hluta þessara er- lendu tegunda, cnda eru þær komnar víðs vegar að úr heiminum og væri vissulega fróðlegt að vita um uppruna þeirra allra, cr það þó sjálfsagt cnginn hægðarleikur, því flestar þeirra eru ræktaðar af fræi frá liinuin og þessum grasagörðum, sem kann- ske hafa heimildir um uppruna plöntunn- ar í sínum fórum, en liggja á þeim upplýs- ingum eins og ormar á gulli, og í suraum tilfellum eru slíkar upplýsingar kannske alls ekki til. Margt af þessu er auðvitað venjulegar garðaplöntur, en hinum mun þó hafa farið fjölgandi hin síðari ár, sem ekki eru garðaplöntur í venjulegum skilningi, enda þótt Jrær séu ræktaðar í grasagörðum. Ekki má gleyma um 40 tegundum græn- lenzkra plantna og 20-30 tegundum norskra plantna, sem Kristján Rögnvaldsson hefur sótt til þcssara landa nýlega. Búast má við, að í framtíðinni verði ræktun á slíkum sér- flórum veigamikill þáttur í starfsemi garðs- ins. Jón Rögnvaldsson getur Jrcss einnig í for- mála, að reynt muni verða „að afla grasa- garðinum fleiri tegunda frá Grænlandi, og norðlægum löndum yfirleitt, cnda er Grasa- garðurinn á Akureyri einn af nyrztu grasa- görðum hcims. Samt sem áður verður hakl- ið áfram að safna suðlægari tegundum, eft- ir því sein ástæður lcyfa." Þess má geta, að Jón er nú á ferðalagi í Kanada og mun efalaust verða sér úti um fræ af ýmsum tegundum, sem þar eru inn- lendar, eða ræktaðar. Jón getur þess ennfremur í formálanum, að á Jressu ári (1967) séu tíu ár liðin frá stofnun grasagarðsins í Lystigarðinum, með því að árið 1957 var keypt grasasafn hans og flutt frá Fífilgcrði í Lystigarðinn. I'etta safn var um 700 tegundir, og sést bezt af því að vel hefur verið að unnið við plöntusöfn- unina á þesstim áratug. Flóra óskar Jóni Rögnvaldssyni og Kristj- áni bróður hans til hamingju með garðinn og þetta snotra afmælisrit. H.Hg. Sturla Friðriksson: Skýrsla um rannsóknir á gróðri, 1962-1966. Rannsóknarstofnun land- búnaðarins, Reykjavík 1967. (Sérprentun úr Frey.) Titill Jiessa ritlings er dálítið villandi, því hér cr ekki fjallað um eiginlegan gróð- ur, heldur um tilraunir, sem gerðar hafa verið á þessu tímabili, með ræktun ýmissa nytjaplantna. Ritgerð þessi hefur áður birzt í búnaðarblaðinu Frey, og ætti því að vera flestum bændum kunnug, enda á hún er- indi til [jeirra fyrst og fremst. Ýmsum fróðlegum tilraunum er lýst í ritinu, og útskýrðar með línu- eða súluril- um. Um sumar tilraunirnar hefur höfund- ur ritað nánar á öðrura stöðum og fylgir heftinu ritaskrá hans á tímabiinu. H.Hg. TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.