Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Page 15
DV Sport þriðjuagur 21. ágúst 2007 15
Sport
Þriðjudagur 21. ágúst 2007
sport@dv.is
Sara Björk í landsliðið
Dómarinn rob styles mun ekki Dæma í ensku úrvalsDeilDinni um næstu helgi. bls. 17.
Undanúrslitaleikirnir í VISA-bik-
ar kvenna í knattspyrnu fara fram í
kvöld. Á Kópavogsvelli tekur Breiða-
blik á móti KR og Keflavík fær Fjölni
í heimsókn í Keflavík. Báðir leikirnir
hefjast klukkan 18.
Breiðablik gerði sér lítið fyrir og
sló Íslands- og bikarameistara Vals
úr keppni í átta liða úrslitum. Í sömu
umferð fór KR norður til Akureyrar
og sló sameiginlegt lið Þórs/KA úr
keppni.
KR er níu stigum ofar en Breiða-
blik í deildinni. Liðin hafa mæst
tvisvar og þar hefur KR farið með
sigur af hólmi í bæði skiptin. Í fyrstu
umferð Íslandsmótsins mættust lið-
in á Kópavogsvelli þar sem lokatöl-
ur urðu 4–1 fyrir KR. Liðin mættust
á nýjan leik í tíundu umferð og þar
vann KR öruggan 6–2 sigur.
KR hefur því unnið Breiðablik
tvisvar í sumar og markatalan í inn-
byrðisviðureignum liðanna er 10–3,
KR í vil. Breiðablik sýndi það aftur á
móti og sannaði í átta liða úrslitum
að staða liðanna í deildinni skipt-
ir litlu sem engu máli þegar í bikar-
keppnina er komið.
Keflavík og Fjölnir hafa einu sinni
mæst í Landsbankadeildinni í sum-
ar. Í sjöundu umferð heimsótti Kefla-
vík Fjölni í Grafarvoginn og það voru
Fjölnisstúlkur sem fögnuðu 1–0 sigri.
Keflavík er í fjórða sæti Landsbanka-
deildarinnar með 21 stig og Fjölnir er
í sjötta sæti með tólf stig.
Keflavík hefur skorað flest mörk
í Landsbankadeildinni ef tvö efstu
liðin, Valur og KR, eru undanskilin,
eða 28 talsins. Fjölnir hefur hins veg-
ar aðeins skorað ellefu mörk en vörn
liðsins hefur hins vegar verið traust.
Fjölnir hefur fengið á sig fimmtán
mörk, þremur fleiri en KR.
dagur@dv.is
Undanúrslit VISA-bikars kvenna í knattspyrnu fara fram í kvöld:
Hvaða lið komast í úrslitaleikinn?
StyleS fékk bann
Lykilmaður Breiðabliks greta Mjöll
samúelsdóttir er lykilmaður í liði
Breiðabliks og hún þarf að eiga góðan
leik í kvöld ef Breiðablik á að vinna Kr.
Helstu stjörnur
Kanada