Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Síða 23
Um þessar mundir eru í stóru listasöfnunum, Listasafni Íslands og Gerðarsafni í Kópavogi, tvær sýning- ar sem tengjast náttúrunni, það er að segja náttúru eða ó-náttúru lands og þjóðar. Með því að skoða og iðka samanburð er hægt að sjá þær breyt- ingar sem orðið hafa síðustu áratugi á viðhorfi til náttúrunnar, ekki bara landsins heldur mannsins. Það er einnig hægt að sjá reginmun sem er á gestum sem sækja sýningarnar og draga lærdóm af uppsetningu sýn- inganna, hvaða aðferð er notuð. Á þeirri í Kópavogi er ráðandi í listinni eins konar helgiblær, lotning og virð- ing fyrir landinu. Í málverkunum er næstum trúarlegur blær einsemd- ar. Þarna ríkir víðátta og endaleysi í ósnortinni náttúru sem er varla rof- in af íbúum en þó sjást á stöku stað sveitabýli og vættir. Gestirnir sem koma eru helst svonefndir listunn- endur og eldra fólk. Það staldrar lengi við og virðist ekki aðeins sækja í sýn- inguna minningar um liðna tíð held- ur andlegra næringu til einstakra málverka. Sýningin er fagurlega sett upp, skipulögð, og það er auðsætt að safnið er hugsað sem safn, það er ekki soðið upp úr byggingu sem var eitthvað áður og með kaupun- um verið að bjarga eiganda sem fór á hausinn eða eitthvað í svipuð- um nútímadúr. Listasafn Íslands er þessu marki brennt, það er bygging- arlega séð uppsoðningur, ekki bein- línis vandræðalegur heldur óhag- kvæmur. Sýningin þar er af öðrum toga en sú í Kópavogi, hún á að vera nútímaleg og nafninu á henni ætlað að gefa í skyn hvað hún sé margræð. Yfir henni hvílir ekki annar blær en sundurleysi. Það er tákn tímans. Á henni er ekki á ferð neitt sem hægt væri að kalla einstaklingshyggja í listsköpun heldur einsemd þjóðar sem ræður ekki við ráðleysi sitt. Að þessu leyti er hún fullkomlega í takt við tímann, einnig uppsetningin. Um hana hafa auðsæilega séð einhverjir á fullu kaupi, studdir af Landsbank- anum, stofnun sem maður vorkenn- ir stundum dálítið vegna þess hvað hún er gjöful en jafnframt hirðulaus um peningana og það hvernig hún reisir sér minnisvarða í framtíðinni. Hún virðist ekki vita að í eðli sínu er listin varanleiki, ekki hverfulleiki og varanleika ber ævinlega að gæta, líka innan fjársýslunnar. Farið og ber- ið saman. Kannski áttið þið ykkur á tímanum, viðhorfi hans eða við- horfsleysi. GuðberGur berGsson rithöfundur skrifar „Í málverkunum er næstum trúarlegur blær einsemdar. Þarna ríkir víðátta og enda- leysi í ósnortinni náttúru sem er varla rofin af íbúum en þó sjást á stöku stað sveitabýli og vættir.“ Pissað á grjótið Þessi vegfarandi lét sig ekki muna um að kasta vatni á Hegningarhúsið við Skólavörðustíg um hábjartan dag, jafnvel þótt slíkt athæfi sé brot á landslögum og geti varðað sektum. Egill Helgason sjónvarpsmaður segir að það séu aðeins úthverfabúar sem pissa utan í húsin í miðbænum. DV-mynd Stefánmyndin P lús eð a m ínu s Plúsinn fær Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholts- kirkju, fyrir að hafa mörg járn í eldinum. Séra Egill lætur sér prestsstarfið ekki nægja heldur kynnir áhættufjárfestingar og selur Herbalife, á milli þess sem hann þeysir um á mótorhjóli. Spurningin „Nei, það hefur ekki komið til umræðu í stjórninni, en við ráðleggjum þó öllum vegfarendum að flýta sér hægt,“ segir Gísli Gíslason stjórnarfor- maður Spalar, rekstaraðila Hvalfjarðarganganna. Umferð í göngunum hefur verið þung það sem af er sumri og margir ökumenn hægt mikið á í göngunum. Jafnvel hefur verið brugðið á það ráð að loka þeim tímabundið. Á ekki að hafa lÁG- markshraða í hval- fjarðarGönGunum? Sandkassinn Nú er viðburðaríkasta menning- arvika ársins afstaðin. Íslending- ar eru endurnærðir eftir linnulaus tónleikahöld, maraþonhlaup og gjörninga. Allir nema ég. Það virð- ist allt fara framhjá mér. Ég missti af Gay Pride-göngunni um síðustu helgi, 750 þúsund manna tón- leikunum á Laugardalsvellinum og öllum hinum tónleikunum á Miklatúni, Klambratúni, Skramba- túni og Arnarhóli. Ég „missti“ af Reykjavíkurmaraþoninu og Meg- asi. En hvar var ég? Ég veit það eiginlega ekki. Ég var ekki úti á landi, ég var ekki erlend- is en var þó ekki heima hjá mér. Á föstudaginn skrapp ég reyndar í stystu útilegu lífs míns. Við kær- astan vorum rétt búin að koma upp tjaldhæla- lausu tjaldinu í kolniðamyrkri þegar við viður- kenndum hvort fyrir öðru að við vildum frekar vera heima. Við tróðum tjaldinu í skottið, gripum kippu af fríum Kaupþingsbjór og héldum heim á leið. Á meðan á öllu þessu stóð misstum við af stærstu tónleikum veraldarsög- unnar, að því er óstaðfestar fregnir frá nafnlausum umboðsmanni herma. Miðað við alla þá sem sóttu viðburði helgarinnar erum við Íslendingar mun fleiri en áður var talið. Hvergi var talið öðruvísi en í tugum þúsunda. Á laugardagiNN vöknuðum við seint og „litum inn“ í IKEA. Ég hef ekki tölu á þeim tónlistarmönnum sem fluttu verk sín á meðan við tókum einn hring í því völund- arhúsi. Mikil ósköp. Um kvöldið buðum við gestum í heimsókn til okkar í Vesturbæinn. Á meðan rak hver menningarviðburðuinn annan í bænum. Þegar í miðbæ- inn var komið, um klukkan 2 var meðalölvun Íslendinga á svæðinu langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Ég hef stöku siNNum orðið vitni að óhóflegri ölvun í miðbænum en þegar 16 ára bróðir minn hringdi skelfingu lost- inn í mig um hálfþrjúleytið þar sem hann með naum- indum komst undan snældu- vitlausum slagsmálahundi sem tók hann kverkataki var mér nóg boðið. Menningarnótt var lokið af minni hálfu. Ég veit ekki hvernig aðstand- endur hátíðarinnar vilja skilgreina ástandið í miðbænum aðfaranótt sunnudags, en það á ekkert skylt við þau menningarlegu gildi sem ég ólst upp við á Kópaskeri forðum. baldur Guðmundsson missti af öllu klabbinu Viðhorf og viðhorfsleysi DV Umræða ÞriðJUDaGUr 21. áGúSt 2007 23 Útvatnaður saltfiskur án beina til að sjóða Sérútvatn. saltfiskur án beina til að steikja Saltfisksteikur (Lomos) fyrir veitingahús DV fyrir 25 Árum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.