Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Síða 8
föstudagur 31. ágúst 20078 Fréttir DV Meirihlutinn í borgarstjórn vill breyta Orkuveitunni í hlutafélag. Fjallað var um tillögu í þessa veru á stjórn- arfundi Orkuveitunnar en afgreiðslu frestað fram yfir helgi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að með breytingunni sé verið að hagræða. Dagur B. Eggertsson, stjórnarmaður og borgarfulltrúi, er undrandi á því að málið sé komið fram og óttast breytingarnar. UGGANDI FULLTRÚAR „Við fórum vel yfir þessa tillögu en afgreiðslu málsins var frestað til mánudagsins,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. Stjórn Orkuveitunnar fjallaði í gær um til- lögu um að beina þeim tilmælum til eigenda fyrirtækisins að breyta rekstrarfyrirkomulaginu úr sameign- arfélagi í hlutafélag. Afgreiðslu tillög- unnar var þó frestað, ekki síst vegna mótmæla stjórnarmanna úr röðum minnihlutans í borgarstjórn Reykja- víkur sem voru á Ísafirði og gátu því ekki setið fundinn. Vilhjálmur segir að R-listinn hafi verið kominn á fremsta hlunn með að breyta Orkuveitunni í hlutafélag á sínum tíma. Vinstri-grænir hafi hins vegar stoppað það af. „Það er alltaf þessi sífellda hræðsla við einkavæðingu. Það liggur hins vegar fyrir af minni hálfu og meiri- hlutans að það verða engar tillögur fluttar um að einkavæða fyrirtækið á þessu kjörtímabili. Við höfum skýra stefnu um að gera það ekki.“ Áfram á sömu leið Vilhjálmur segir að með breyting- unni á rekstrarfyrirkomulaginu fylgi margs konar hagræðing. „Við búum til dæmis í öðru skattaumhverfi held- ur en hlutafélögin. ESA hefur einnig verið með málið til meðferðar og tel- ur núverandi rekstrarform ekki vera löglegt.“ „Við munum halda áfram upp- byggingu á Hellisheiði og halda áfram að bjóða notendum vatn og rafmagn á sem hagstæðustu verði,“ segir Vilhjálmur. „Við munum líka halda áfram þátttöku okkar í út- rásinni svokölluðu og áherslur okkar hvað varðar starfshætti munu ekkert breytast.“ Dagur ósáttur „Það er mjög sérstakt að þessi tillaga hafi verið lögð fyrir án nokk- urrar umræðu,“ segir Dagur B. Egg- ertsson, stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur og borgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna. Dagur mótmælti vinnubrögðum stjórnarmanna harðlega þar sem til- lagan um hlutafélagavæðingu fyrir- tækisins var lögð fyrir. Dagur var á stjórnarfundi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga á Ísafirði ásamt kollega sínum Svandísi Svavars- dóttur sem einnig á sæti í stjórn Orku- veitunnar fyrir Vinstri-græna. Hvorugt þeirra fékk send fundargögn vegna fundarins og er Dagur afar ósáttur við að þannig hafi verið staðið að málum. Vafasöm vinnubrögð „Ég er bæði kurteis og hef ver- ið þekktur fyrir þolinmæði en ég hef sjaldan kynnst öðru eins,“ seg- ir Dagur. Hann segist ekki gera sér grein fyrir því hvaða leiðangur sé þarna í gangi. „Það er ekki eins og það sé eitthvað hús að brenna. Þetta er blómstrandi fyrirtæki sem hefur starfað sem sameignarfélag í nokk- ur ár með áberandi góðum árangri. Hvers vegna er þá verið að gera þetta á einhverjum handahlaupum án nokkurrar umræðu? Er það vegna þess að það á að skella á notendur þjónustunnar einkavæðingu á ein- okunarrekstri?“ Dagur segist ekki hafa fengið neina haldbæra skýringu á að málið var tekið fyrir í gær. „Þetta er auðvit- að fáheyrt þegar um svona stórt mál er að ræða. Við erum búin að óska eftir því að málið verði tekið fyrir á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn. Mér finnst ekkert skrítið að fólk verði tortryggið því þarna leynist einhver fiskur undir steini.“ Fundinum lauk með því að afgreiðslu var frestað og því fá Dagur og Svandís tækifæri til að lýsa sinni skoðun á henni. Forstjóri Orkuveitunnar og stjórn- arformaður vildu engu svara heldur vísuðu í fréttatilkynningu þar sem sagði að sóknarfæri lægju í hlutafé- lagavæðingu. Einar Þór SigurðSSon blaðamaður skrifar einar@dv.is „Er það vegna þess að það á að skella á not- endur þjónustunnar einkavæðingu á einokunarrekstri?“ orkuveita reykjavíkur dagur B. Eggertsson segist sjaldan hafa kynnst öðru eins. Hann furðar sig á vinnubrögðum stjórnar Orkuveitunnar þar sem tillagan um hlutafélagavæðingu hennar hefur fengið litla umræðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.