Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Page 14
föstudagur 31. ágúst 200714 Helgarblað DV Tuttugu konur nýttu sér viðtalsþjónustu Stíga- móta á síðasta ári vegna þess að þær höfðu verið í vændi. Rúmur helmingur þeirra, eða ellefu konur, hafði leitað til Stígamóta árinu áður vegna vændis. Forstöðumaður Mótor- smiðjunnar segir allt grassera í vændi á Ís- landi og fulltrúi Stígamóta segir vændiskon- ur sem leitað hafa til þeirra margar hafa orðið fyrir ofbeldi frá dólgum sínum. Fjöldi kvenna sem leitað hefur til stígamóta vegna vændis síðustu ár hefur verið svipaður eða í kringum tíu nýjar konur á ári. Einn karlmaður hefur hins vegar leitað til Stígamóta vegna vændis frá árinu 2004. Allar erlendar Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferð- isafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu, segir flest þekkt vændistilvik sem komið hafa inn á borð lögreglunnar síðustu ár vera konur sem koma hingað frá útlönd- um í gegnum svokallaðar fylgdarþjónustur. Þær hafi haft í hyggju að dvelja hér á landi í nokkra daga í einu og stunda iðju sína, flestar þær sem færðar hafa verið til yfirheyrslu segj- ast ekki hafa áttað sig á því að hér á landi væri vændissala ólögleg. Hann vill ekki leggja mat á það hvort vændistilfellum hafi fjölgað að undanförnu, en það sem af er þessu ári hafa fimm mál komið til kasta lögreglu og voru það allt erlendar konur í gegnum alþjóðlegar fylgdarþjónustur. „Þessi deild innan lögreglunnar er tiltölu- lega ný, þannig að ég hef engan samanburð á milli ára. Þessi mál hafa komið upp öðru hverju en ekki leitt til neins,“ segir hann. Sam- kvæmt nýsamþykktum lögum er ólöglegt að stunda vændi á Íslandi, en það er refsilaust nema þriðji aðili hafi milligöngu um það. „Þessar konur hafa yfirleitt bara kom- ið einar til landsins, en engu að síður vakna alltaf hjá okkur grunsemdir um að þriðji að- ili hafi verið með í för hér á landi. Það er hins vegar gífurlega erfitt að sanna slík mál og konurnar hafa ekki sagt neitt til um það,“ seg- ir Björgvin. Flestar vændiskonur sem koma hingað til lands eru ýmist frá löndum Austur-Evrópu eða Brasilíu og starfa sem alþjóðlegar vændis- konur. Þær hafa komið inn á Schengen-svæð- ið og ferðast á milli landa innan þess. Þær eru jafnan á milli tvítugs og þrítugs. „Það er ekk- ert sem bendir til annars en að þær hafi kom- ið í þeim yfirlýsta tilgangi að stunda vændi og ekki þekkt lögin. Þær vilja bara stunda sína starfsgrein í friði.“ Þekkt dæmi eru um að vændiskonur hafi dvalið á hótelum hér á landi og þá sérstaklega í kringum viðburði sem mögulegir kúnnar eru líklegir til að sækja. Aðeins orðrómur Nektarstaðir á höfuðborgarsvæðinu á borð við Goldfinger í Kópavogi hafa lengi leg- ið undir grun um að þar sé stundað vændi. Stúlkur sem störfuðu á staðnum hafa lýst því í fjölmiðlum að mikill þrýstingur hafi verið af hálfu eigandans á að þær stundi vændi. Hvort sem vændi er stundað á Goldfinger eða ekki er staðurinn að minnsta kosti kynntur á al- þjóðlegum vefsíðum sem vændisstaður. Ef marka má vefsíðuna cityoflove.com, sem miðlar upplýsingum um hvar fólk getur fund- ið nektarstaði og fylgdarþjónustur í flestum stórborgum heims, er Goldfinger nefndur sérstaklega. Í lýsingu á staðnum kemur fram að nektardansarar séu á staðnum og gest- ir staðarins geti pantað einkadans. Þá kem- ur fram að vændisþjónusta sé í boði á staðn- um, en hún afmarkast við karlgesti staðarins. Það er hins vegar tekið fram að drottnunar- og bindikynlíf er ekki í boði fyrir viðskiptavini næturklúbbsins. Björgvin Björgvinsson segir engin vænd- ismál tengd nektarstöðum hafa komið beint inn til lögreglunnar. „Það hefur aðeins verið þrálátur orðrómur tengdur vændi, en stúlk- urnar sem starfa þar hafa aldrei leitað til lög- reglu svo mér sé kunnugt um.“ Björgvin segir lögregluna heldur ekki hafa fengið upplýs- ingar um sérstök vændishús í Reykjavík. „Ég þekki ekki dæmi um slík hús.“ Vændi á hótelum Brasilísk kona var handtekin á Hótel Sögu fyrir vændi fyrr á árinu. DV sagði frá málinu í mars, en upp komst um konuna þegar hún tók fáklædd á móti viðgerðarmanni sem kom inn á hótelherbergi hennar til þess að gera við bilaðan síma. Viðgerðarmaðurinn gerði yfirmönnum hótelsins viðvart sem létu lög- regluna vita. Ferðir karlmanna til og frá her- berginu voru farnar að vekja eftirtekt. Á vefn- um private.is var símanúmer manns auglýst sem er talinn hafa gert konuna út. Ekki náðist hins vegar í viðkomandi og lögregla gaf ekki upplýsingar um hversu lengi konan dvaldi á hótelinu. Önnur brasilísk kona var hins vegar hand- tekin vegna málsins og íslenskur karlmað- ur handtekinn vegna gruns um að hann hafi verið milligöngumaðurinn. Hann neitaði allri sök, en hafði áður verið kærður vegna sam- bærilegs athæfis. Sá maður mun hafa tengst erótískri nuddstofu sem lögregla hafði áður haft afskipti af vegna gruns um vændi. Sam- kvæmt heimildum mun þetta ekki hafa verið í fyrsta skipti sem konan kom hingað til lands til þess að stunda iðju sína. Í vor auglýsti vef- síða fylgdarþjónustu austur-evrópska konu sem stödd var hér á landi til þess að selja sig. Á vefsíðunni var hægt að sjá ferðadagskrá konunnar og hvernig hægt væri að bóka tíma hjá henni. Dólgar ógna konum Halldóra Halldórsdóttir hjá Stígamótum segir aðstæður kvenna sem stunda vændi hér á landi ólíkar. Langflestar konur sem leita til Stígamóta vegna vændis eru íslenskar, en á öllum aldri. „Til okkar koma meðal annars konur sem stunduðu vændi fyrir mörgum árum, en þrátt fyrir að hafa hætt að stunda vændi hefur fortíðin fylgt þeim eftir.“ Hún segir almennar ástæður fyrir því að konur hafi leiðst út í vændi vera kynferðisofbeldi í æsku, en það sé ekki algilt. Ekki liggja rannsóknir að baki því. „Við lítum svo á að allt vændi sé kynferðisofbeldi. Við skilgreinum ekki vændi sem annars vegar valið vændi og hins vegar kynferðisofbeldi.“ Að meðaltali leita níu konur á ári til Stí- gamóta á ári vegna vændis og Halldóra segir margar þeirra vera fórnarlömb ofbeldis. „Þær hafa orðið fyrir barsmíðum, andlegu ofbeldi, niðurlægingu og fyrirlitningu. Þessi veröld í Reykjavík er ekkert öðruvísi en við þekkjum í útlöndum.“ Þær konur sem leitað hafa til Stígamóta höfðu flestar haft milligöngumenn, dólga sem höfðu hag af starfsemi þeirra. Það er mat Halldóru að dólgar hafi í mörgum til- fellum beitt þær hótunum og jafnvel ofbeldi. Í sumum tilfellum lifa konurnar í stöðugum ótta við dólgana. Guðmundur Jónsson, betur þekktur sem Mummi í Mótorsmiðjunni, sagði í viðtali við DV í júní að reynsla hans hefði sýnt að á Ís- landi grasseraði allt í beinu og óbeinu vændi. Hann segist þekkja mörg dæmi um krakka sem hafi selt sig reglulega, verðið hafi verið allt frá nokkrum tugum þúsunda króna nið- ur í bjór í skiptum. Mummi sagði ennfremur: „Ég man eftir einni stúlku hjá mér í meðferð sem var með melludólg, náunga sem hafði það hlutverk að redda stelpunni vændisvið- skiptum. Hann var með að minnsta kosti tvær aðrar í sinni þjónustu og gerði ekkert annað yfir daginn en að dólgast með þær. Það þurfti að sækja þær víða um bæinn, redda hótelherbergjum í sumum tilvikum og stelp- urnar þurftu alltaf að vera til taks þegar hann hringdi.“ Lifa í ótta við meLLudóLga Tuttugu konur leita á hverju ári til Stígamóta vegna vændis, helmingur þeirra kemur í fyrsta skipti. Björg- vin Björgvinsson segir öll vændismál sem komið hafa upp hér á landi í ár tengjast erlendum atvinnuvændis- konum sem ferðast á milli landa og gista á hótelum, hann þekkir ekki dæmi um vændishús í Reykjavík þótt marg- ar sögusagnir séu uppi um slíkt. Vændiskonur lifa í ótta við melludólga sína sem beita þær hótunum og ofbeldi. Guðmundur Jónsson „Ég man eftir einni stúlku hjá mér í meðferð sem var með melludólg, náunga sem hafði það hlutverk að redda stelpunni vændisviðskiptum.“ Lögreglan flestar vændiskonur koma frá austur-Evrópu og Brasilíu. Hótel Vændiskonur koma hingað til lands og gista gjarnan á hótelum. fimm slík mál hafa komið upp það sem af er ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.