Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Blaðsíða 19
Rowan Atkinson, sennilega best
þekktur sem herra Bean en auðvit-
að bestur í fjórðu seríu Black Add-
er, gerði einhvern tíma grín að því á
sviði hvernig sendiboðanum hefði
alltaf verið refsað fyrir slæm skila-
boð í gömlum leikritum. Þetta var
stórskemmtilegt atriði. Fyrr á öldum
var víst þekkt að sendiboðarnir væru
látnir gjalda fyrir slæmu skilaboðin
sem þeir færðu. Það er frekar sorg-
legt og óverðskuldað.
Viðbrögð Knattspyrnusambands
Íslands við dómaravandanum í sum-
ar eru af þessum toga, þeim seinni.
Frekar sorgleg og sökinni beint
óverðskuldað að þeim sem vekja at-
hygli á vandanum. Óánægjan með
frammistöðu dómara braust fram
eftir leiki síðustu umferðar. Nokkrir
þjálfarar kvörtuðu hástöfum undan
dómgæslunni, fannst hún ýmist lé-
leg eða að hallaði á sitt lið. KSÍ hef-
ur reynslu af því hvernig á að taka
á svona gagnrýni. Það mætti halda
að til væru vel skilgreind viðbrögð
við gagnrýni þjálfara á dómara. Við-
brögðin virðast í það minnsta alltaf
vera þau sömu: Skjótum sendiboð-
ann.
Þórir Hákonarson, framkvæmda-
stjóri KSÍ, hefur nú ákveðið að fjórir
þjálfarar skuli svara til saka fyrir orð
sem þeir létu falla um frammistöðu
dómara í síðustu umferð. Þjálfararnir
eru Guðjón Þórðarson, Leifur Garð-
arsson, Magnús Gylfason og Ólafur
Kristjánsson. Allir voru þeir ósáttir
við dómgæsluna. Ólafur Kristjánsson,
þjálfari Breiðabliks, sagði þetta reynd-
ar ekki beint út heldur sagðist hann
einfaldlega ekki viss um að hann stigi
upp í flugvél á næstunni. Þar vísaði
hann til þess að Egill Már Markússon,
sem dæmdi leik Breiðabliks og Vík-
ings, er flugumferðarstjóri. Guðjón
Þórðarson, þjálfari ÍA, var opinskárri
í orðum. Hann sagði að Skagamenn
hefðu verið tveimur færri allan leik-
inn, dómarinn og aðstoðardómarinn
stúkumegin hefðu verið eins og tólfti
og þrettándi maður í KR-liðinu.
Sýnileg viðbrögð KSÍ eru ekki að
athuga hvort eitthvað sé að dómgæsl-
unni. Þau snúa aðeins að því að skjóta
sendiboðann. Kannski viðhorfið sé
að ef enginn orðar vandann sé enginn
vandi. Þetta er auðvitað óviðunandi.
Dómgæslan í Vesturbænum um síð-
ustu helgi var vissulega einhliða eins
og Guðjón Þórðarson lýsti (hér má
taka fram, þótt það ráði ekki úrslitum
í þessu mati, að undirritaður held-
ur með ÍA). Jafneinhliða dómgæsla
sést sem betur fer sjaldan. Þó eru
þess dæmi eins og þegar Fylkir fékk
Grindavík í heimsókn meðan á stutt-
um ferli Lee Sharpe á Íslandi stóð. Þá
komust Fylkismenn upp með fjölda
brota sem Grindvíkingar fengu á sig
aukaspyrnur fyrir og jafnvel spjöld.
Svona uppákomur eru sem betur
fer fátíðar. Því er enn frekar ástæða
til að hafa orð á þeim. Þótt þjálfarar
liða megi stundum anda djúpt áður
en þeir tjá sig um dómgæsluna verða
forráðamenn KSÍ að gera það líka
áður en þeir ákveða sjálfkrafa að refsa
þjálfurunum.
Malbikað í Ártúnsholti Rigningin kom ekki í veg fyrir framkvæmdagleðina í höfuðborginni. Þessir menn unnu að því að malbika hjólreiðastíg í
Ártúnsbrekkunni í gærmorgun. DV-MYND: STEFÁNmyndin
P
lús
eð
a m
ínu
s
Valur Steingrímsson knatt-
spyrnudómari sem varð fyrir
líkamsárás eftir leik fær hrósið í
dag. Hann hefur verið með dugleg-
ustu dómurum og dæmt hátt í
hundrað leiki á ári. Leikirnir sem hann
hefur dæmt á ferlinum skipta
þúsundum.
Spurningin
„Það þarf að skoða
staðreyndir málsins
fyrst, ég þekki þær
ekki nákvæmlega.
Utandeildin er ekki á
okkar vegum þannig
að ég get lítið sagt
um það. Hins vegar
eru fordæmi fyrir því
að menn hafa fengið langt keppnis-
bann fyrir sambærilegt athæfi í deild,“
segir Þórir Hákonarson, framkvæmda-
stjóri Knattspyrnusambands Íslands.
Ráðist var harkalega að dómara í leik í
Utandeildinni í vikunni með þeim
afleiðingum að hann beinbrotnaði.
bregðist þið við
ÁrÁsuM Á dóMara?
Sandkassinn
Ég þekki mann sem heitir Jón Jón
Jónsson og býr í miðborg Reykja-
víkur. Jón Jón vaknaði síðasta
laugardag afar glaður í bragði.
Hann hafði dreymt
svo góðan draum
þar sem hann var
ríkasti og kyn-
þokkafyllsti mað-
ur heims (allt svo, skv. Forb-
es-tímaritinu) og bjó í höll ásamt
sæg kvenna af öllum kynþáttum,
hverri annarri kynþokkafyllri. Og
allar girntust þær Jón Jón. Ekki
skemmdi fyrir að sól var á himni
þegar Jón vaknaði.
en svo fór að syrta í álinn. Jón
Jón ákvað að fá sér göngutúr og
eftir stutt labb fór að rigna. Hann
brá á það ráð að stökkva inn á
næsta kaffihús sem var í afar
gömlu húsi þarna í miðbænum.
Jón Jón var rétt að lepja fyrsta
sopann af kaffinu sínu þegar
verktakar koma stormandi inn
og leiðtogi þeirra segir öllum að
hypja sig út. Það eigi nefnilega að
fara að rífa húsið.
Jón Jón hrökklast aftur út í rign-
inguna, fer heim og hangir þar
fram á kvöld. Þá ákveður hann að
fá sér smá bjór. Þegar hann hefur
fengið sér nokkra dettur hon-
um í hug að bregða sér á barinn.
Enn rignir og
hann fer því í
regnjakka. Hann
hefði þó getað
sleppt því. Á
sama andartaki
og Jón Jón lokar
útidyrunum á
eftir sér er hann
laminn af stráka-
hópi. Hann fer aftur inn og sleikir
sárin. Í hádegisfréttum daginn
eftir er sagt frá fleiri líkamsárásum
í miðbænum. Löggan spurð hvað
sé til ráða. Fleiri myndavélar er
svarað. Manneklan er mikil.
Í nýrri vinnuviku tekur ekki
betra við. Jón Jón, sem er öryrki,
vann hjá Varnarliðinu í fjölda-
mörg ár og kemst að því á mánu-
deginum að Bandaríkjaher hafi
safnað persónulegum upplýsing-
um um hann. Á þriðjudeginum
hverfur hundurinn hans (kannski
drepinn). Á miðvikudeginum fer
hann á fótboltaleik sem mágur
hans dæmir. Mágur hans er rif-
beinsbrotinn af einum leikmann-
inum.
Jón Jón hugsar með sér að hlut-
irnar hljóti að lagast ef hann fari
aðeins út úr bænum. Á föstudeg-
inum fer hann því til Reykjanes-
bæjar til að taka þátt í Ljósa-
nótt. Með von í brjósti syngur
hann Ljósanæturlagið í ár þegar
hann gengur glaðbeittur inn á
skemmtistaðinn Traffic. Það síð-
asta sem hann man var að ein-
hver sagði djúpri röddu: Ég heiti
Njörður og er frá Njarðvík.
Kristján Hrafn segir frá slæmri viku
í lífi Jóns Jóns Jónssonar
Skjótum sendiboðann
DV Umræða föStUdagUR 31. ÁgúSt 2007 19
brynJólfur þór
guðMundsson
fréttastjóri skrifar
„Kannski við-
horfið sé að
ef enginn orð-
ar vandann sé
enginn vandi.“
DV fyrir
25 árum
Útvatnaður saltfiskur án beina til að sjóða
Sérútvatn. saltfiskur án beina til að steikja
Saltfisksteikur (Lomos) fyrir veitingahús