Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Qupperneq 47
Meistarinn DV Helgarblað föstudagur 31. ágúst 2007 47 „Systir mín á eiginlega heiður- inn af þessari súpu. Hún hefur verið elduð innan fjölskyldunnar í mörg ár og er sívinsæl,“ segir Erna Jónsdótt- ir, starfsmaður sjúkraþjálfunar Sel- foss og matgæðingurinn að þessu sinni. Hún býður upp á fiskisúpu með brauðbollum og beikonkjúklingarétt. „Brauðbollurnar og kjúklingurinn eru hins vegar nokkuð sem sett hef- ur verið saman smátt og smátt,“ seg- ir Erna sem kveðst ekki styðjast mik- ið við matreiðslubækur. „Stundum kíki ég í þær en þá eru það yfirleitt svo langar uppskriftir að mann vantar alltaf eitthvað. Þær breytast því þegar maður notar þær.“ Erna segist hafa nokkuð gaman af eldamennsku. „Allavega þegar mað- ur hefur tíma. Maður gat gert meira hér áður fyrr þegar maður var meira heima. Það er alltaf þessi tímaskort- ur.“ Fiskisúpa 50 g smjör 2-4 teningar grænmetiskraftur 1 stk. stór laukur 4 stk. hvítlauksgeirar 2 tsk. dill 2. tsk. karrý 2 tsk. turmeric 1 tsk. kúmen 2 dósir humarsúpa eða krabbasúpa 1 dós vatn 1 ½ bolli hvítvín ¼ l matreiðslurjómi ¼ l rjómi Blandaður fiskur og skelfiskur t.d. humar, hörpuskel, smálúða, rauðspretta. Bræðið smjör í potti, mýkið lauk- inn og hvítlaukinn í smjörinu ásamt kraftinum og kryddinu. Humarsúp- an og vatnið sett út í og hitað í u.þ.b. 10 mín. Því næst er hvítvínið sett út í og síðan rjóminn. Látið suðuna koma upp og smakk- ið til, súpan má vera frekar sterk því fiskurinn á eftir að fara í hana. Takið pottinn af hitanum og setjið fiskinn í rétt áður en súpan er borin fram. Sesambollur 6 dl hveiti 2 dl sesamfræ léttbrúnuð á þurri pönnu 1 tsk. salt 1 tsk. lyftiduft 2 tsk. ger 50 g smjör (brætt) 2 dl aB mjólk 1 dl vatn ylvolgt 1 msk. hunang 1 stk. egg rifinn piparostur og ostur Gerið og hunangið sett í ylvolgt vatn og látið standa í 5 mín. Öllum þurrefnunum blandað saman. Ger- blöndu, smjöri, AB mjólk og eggi bætt út í. Látið hefast í u.þ.b. 20 mín. Deigið tekið úr skálinni og mótað- ar 10–12 bollur, látið hefast í u.þ.b. 15 mín. Klippið rauf í bollurnar og rifinn ostur settur í. Bakið í 30 mín við 200°C. Beikonkjúklingur 4 stk. kjúklingabringur 3 msk. beikonsmurostur 1 ½ msk. sacla sólþurrkaðir tómatar (mauk) 12-15 beikonsneiðar 4 stk. hvítlauksgeirar smátt skornir ½ l matreiðslurjómi eða rjómi 1 msk. smjör Kjúklingakraftur, salt, pipar Blandið saman beikonosti og Saclamaukinu. Skerið raufar í hlið- arnar á bringunum og setjið ostafyll- inguna í, geymið aðeins af fyllingunni fyrir sósuna. Lokið raufinni með því að vefja beikonsneiðum þétt utan um bring- urnar. Brúnið bringurnar á pönnu, leggið síðan í eldfast form, kryddið með salti og pipar. Setjið smjör á pönnuna og brún- ið hvítlaukinn, hellið rjómanum á pönnuna, suðan látin koma upp, bragðbætt með restinni af fylling- unni, kjúklingakrafi, salti og pipar. Bakið í ofni víð 200°C í 20 mín. Ég ætla að skora á vinkonu mína, Brynju Þrastardóttur „flikku“ (saman í vinkvenna- hópnum Sænsku flikkunum) að vera næsti matgæðingur. Hún kann víst ýmislegt í villibráð. Vín með sushi Það skemmtilega við að velja vín með sushi er að það gilda í raun engar reglur. Venjulega hafa aldagamlar hefðir og venjur mótað það hvaða vín á að drekka með tilteknum mat. Vínið og réttirnir hafa þá oft þróast samhliða í tilteknu héraði um aldir. Það gildir ekki um sushi. Japanar sjálfir drekka oft grænt te með sushi en flestir drekka bara bjór. Margir Jap- anar drekka hrísgrjónavínið sake en aðrir telja ekki við hæfi að blanda saman hrís- grjónum og hrísgrjónavíni. af þessu þrennu finnst mér bjórinn bestur. Það er ekki auðvelt að velja vín með sushi. Vínsérfræð- ingurinn Oz Clarke segir að wasabi eða piparrótarbland- an sé vínböðull („wine killer“). Hvorki edikið í sushi-hrísgrjónun- um né saltið í sojasósunni og þanginu (nori) eru auðveld við- fangs. sultaði engiferinn er enn eitt vandamál að ógleymdum öll- um þeim mismunandi „áleggs- tegundum“ sem notaðar eru. Það er ekki endilega sama vínið sem passar með feitum laxi og túnfiski eða agúrkum og óðalsosti. Þegar ég bý til sushi kaupi ég yfirleitt þurrt sérrí, til dæmis tio Pepe. Ég veit að það er alls ekki hefðbundið og því var ég ánægður þegar ég fann á endanum bók þar sem vínpáfinn Hugh John- son tók undir þetta. Það ræður vel við nori, engifer og wasabi. Ef ég drekk hvítvín með sushi finnst mér sauvignon Blanc passa best, helst frá Nýja-sjá- landi. Kampavín á að smell- passa með sushi en ég er ekki kominn lengra en í freyðivín- ið. Margir mæla með Pros- ecco frá Ítalíu. riesling-hvít- vín er sagt passa vel við piparrótina og á helst að vera frá Þýskalandi. Margir nota hið kryddaða gewurztraminer og enn fleiri Chardonnay en það passar vel með feitum fiski, eins og laxi og túnfiski. aðrir mæla með hvítum Búrgúndarvínum, Viognier eða Beaujolais. Költið er þó að drekka Pinot Noir rauðvín með sushi en það er gjarnan drukkið með fiskréttum. Pálmi jónaSSon vínsérfræðingur DV Tio Pepe Fino Muy Seco Palomino Fino sérrí er styrkt vín sem búið er til umhverfis borgina Jerez, yfirleitt úr þrúgunni Palomino. Borgin var kölluð sherish á tímum Máranna og þaðan koma orðin Jerez og sherry. á spáni heitir sérrí „Vino de Jerez“. Eftir að alfonso X tók borgina árið 1264 jókst vegur víntegundarinnar og undir lok 16. aldar þótti sérrí fínasta vín veraldar. Vinsældirnar voru gríðarlegar í Bretlandi og mörg sérrífyrirtæki spánar voru stofnuð af Bretum. styrkt vín eins og sérrí hentar vel til flutninga. Kristófer Kólumbus fór með sérrí til ameríku og þegar portúgalski landkönnuðurinn ferdinand Magellan sigldi næstum því í kringum hnöttinn eyddi hann mun meiri peningum í sérrí en vopn. Nóbelshafinn sir alexander fleming sagði að ef pensillín gæti læknað veika, gæti sérrí reist fólk upp frá dauðum. sala á sérríi tók verulegan kipp þegar frasier Crane fór að drekka sérrí og bjóða bróður sínum Niles. Brakandi þurrt sérrí er hinn eini sanni fordrykkur og steinliggur með tapas og sushi. 2.140 krónur. Saint Clair Vicar‘s Choice Sauvignon Blanc 2006 saint Clair Estate Wines er í eigu hjónanna Neal og Judy Ibbotson. Þau hafa unnið við vínrækt í Marlborough frá 1978 og gert eigin vín frá árinu 1994. allt frá fyrsta ári hafa þau fengið fjölda viðurkenninga. Vicar‘s Choice er ódýrast af fjórum vínlínum fyrirtækisins en samt eru þessi vín svona ljómandi góð. angan af sætum ferskjum, apríkósum, límónum og óskilgreindum hitabeltisávöxt- um. Meiri hitabeltisávöxtur í munni, ástaraldin, ferskjur, perur, græn epli, greip og ungur ananas. Mjög gott vín á frábæru verði sem ræður ágætlega við sushi. 1.390 krónur. Bisol Crede Brut Prosecco di Valdobbiadene 2005 Bisol-fjölskyldan hefur framleitt vín í hæðunum við Valdobbiadene í Veneto í Norðaustur-Ítalíu frá 16. öld. Nú stjórnað af antonio og Eliseo og fjórum sonum þeirra. Erfiðar aðstæður virðast henta Prosecco-þrúgunni einstaklega vel. Crede Brut er aðallega úr Prosecco-þrúgunni en einnig Pinot Blanco og Verdiso. Blóm og ávöxtur í nefi en epli og perur í munni. góður fordrykkur og passar ágætlega með mat, t.d. bragðmildu sushi. 1.490 krónur. Erna Jónsdóttir Matgæðingurinn Sívinsæl fjölskyldufiskisúpa DV mynd Ásgeir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.