Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Qupperneq 59
er svo líka að fara leika aðalkarlhlut-
verkið í framhaldsmyndinni Chains-
aw Sally 2 en ég lék í fyrri myndinni í
hittiðfyrra. Þar verð ég við tökur í um
fjórar vikur. Ég er sem sagt farinn að
fá betri hlutverk og það gleður mig
sem leikara.“
Hafnaði hlutverki í endurgerð-
inni
Þegar Texas Chainsaw Massacre
var endurgerð árið 2003 með Jessicu
Biel í aðalhlutverki fóru þær sögur af
stað að Gunnar hefði heimtað háar
fjárhæðir þegar honum var boðið
gestahlutverk í myndinni. „Þetta er
einfaldlega lygi,“ segir Gunnar um
málið. „Þau buðu mér ekki hlutverk
Leatherface sem mér fannst mjög
skiljanlegt þar sem 30 ár voru liðin
síðan ég lék hann heldur hlutverk
vörubílstjóra í lok myndarinnar,“ og
Gunnar tók vel í það í fyrstu. „Í kjöl-
farið komu þau svo fram við mig eins
og hálfvita og mér líkaði það ekki.
Í fyrstu sögðu þau að mikil leynd
væri yfir handriti myndarinnar sem
ég lék auðvitað upprunalega í fyr-
ir 30 árum og þau sögðu ef að ég
samþykkti hlutverkið væri hægt að
redda mér handriti. Þá hugsaði ég:
Ókei, vá, þau ætla að leyfa mér að
læra línurnar mínar. Svo buðu þau
mér lágmarkskjör. Ég hefði verið til
í að hjálpa þeim en ekki fyrir lág-
markslaun. Það eru allra lægstu laun
sem þú getur borgað í kvikmynd,“
og Gunnar segist hafa áttað sig á því
strax að þau hafi bara viljað fá nafnið
hans á plaggatið.
„Ég sagði þeim að ég myndi glað-
ur leika í myndinni þeirra en ég ynni
ekki fyrir neinn fyrir lágmarkslaun.
Þau sögðu seinna í Fangoria magaz-
ine sem er stórt hryllingsmyndablað
að ég hefði krafist 20.000 dala á dag
sem er haugalygi og mér fannst það
mjög leiðinlegt. Eina sem ég sagði
var að ég ynni ekki fyrir lægstu hugs-
anleg laun.“
Þénar ennþá á Leatherface
Gunnari fannst ekki mikið til end-
urgerðarinnar koma og að hún hefði
í raun glatað aðalatriði fyrri mynd-
arinnar sem var fjölskyldan sjálf.
Þá fannst Gunnari að í endurgerðu
myndunum hefði Leatherface misst
sjarmann þegar var verið að rembast
við að útskýra fortíð hans og hvers
vegna hann var Leatherface. „Það
sem var heillandi og ógnvekjandi við
persónuna var einmitt dulúðin sem
umlauk hann.“
Gunnar hefur það þó ennþá gott
út á hlutverkið og ferðast reglulega
um Bandaríkin á hinar ýmsu hryll-
ingsráðstefnur. „Í kringum Hallo-
ween-hátíðina er mikið að gera og
þá fer ég á nokkra staði og gef eig-
inhandaráritanir og spjalla við fólk.
Fyrir utan það fer ég á sirka fjórar
aðrar ráðstefnur á ári.“
Skrifar skáldsögu sem gerist á
Íslandi
Eins og áður sagði hefur aðalá-
stríða Gunnars í gegnum árin ver-
ið skrifin og lítur hann svo á að leik-
listin geri honum frekar kleift að
stunda þá iðju fremur en öfugt. „Ef
ég er spurður hvort ég er leikari eða
rithöfundur segi ég það síðara. Það
er meira að segja starfsheitið í vega-
bréfinu mínu.“
Eftir að Gunnar sagði skilið við
blaðaskrifin snéri hann sér að gerð
kvikmyndahandrita bæði fyrir leikn-
ar og heimildarmyndir. „Ég hef selt
tvö kvikmyndahandrit hingað til en
þær myndir urðu því miður aldrei
að veruleika.“ Gunnar hefur sjálfur
verið að gera heimildarmyndir und-
anfarin ár og meðal annars eina um
Grænland. „Ég hef gert þrjár heim-
ildarmyndir undanfarin ár þar sem
ég hef skrifað, leikstýrt og jafnvel
framleitt.
Ég er líka að skrifa skáldsögu um
þessar mundir og hún gerist á Ís-
landi,“ segir Gunnar glettinn. „Hún
fjallar um mann sem snýr aftur til
Íslands eftir langa fjarveru og reyn-
ir að leysa vandamál sín,“ en Gunn-
ar segir bókina byggða upp að vissu
leyti á íslenskum viðmiðum og gild-
um en þó ekki sjálfsævisögu hans að
neinu leyti. „Ég fékk hugmyndina út
frá reynslu minni en annars er þetta
bara skáldsaga.“
Leikur í fyrstu íslensku hroll-
vekjunni
Gunnar mun leika í myndinni
Reykjavík Whale Watching Massacre
sem fer í framleiðslu á næstu mán-
uðum. Það er þeir Júlíus Kemp og
Ingvar Þórðarson hjá Kisi Product-
ions sem standa á bakvið myndina
en þeir hafa áður sent frá sér mynd-
ina Africa United og nú síðast Ast-
rópíu. RWWM er tímamótamynd að
því leyti að þetta er fyrsta íslenska
myndin sem Gunnar leikur í og í
raun fyrsta íslenska hrollvekjan eða
svo kallaður splatter.
„Ég leik skipstjóra hvalaskoðunar-
skipsins,“ segir Gunnar um hlutverk
sitt í myndinni.„Persónan mín lendir
í slysi áður en fyrsti helmingur mynd-
arinnar er úti og það setur eiginlega
alla atburðarásina af stað,“ en Gunn-
ar er mjög spenntur fyrir hlutverk-
inu. „Ég fæ að tala bæði íslensku og
ensku. Sem þýðir að ég þarf að fara
æfa mig að tala ensku með íslensk-
um hreim. Og auðvitað að fínpússa
íslenskuna mína þannig að hún
hljómi nokkuð vel,“ en Gunnar segist
mjög hrifinn af íslenskri kvikmynda-
gerð yfir höfuð. „Þegar við vorum að
ræða um hlutverkið í fyrra settumst
við niður yfir kaffibolla og Júlíus og
Ingvar sýndu mér brot úr Astrópíu og
hún leit út fyrir að vera mjög áhuga-
verð og einnig mjög fyndin.“
Aðspurður segir Gunnar Börn
náttúrunnar uppáhalds íslensku
myndina sína. „Ég sá líka Nóa Al-
bínóa um daginn og hafði gaman af
henni. Það hafa verið gerðar mjög
margar frábærar myndir á Íslandi
á síðustu tveimur áratugum og ég
vildi að ég gæti séð fleiri þeirra. Það
er mjög erfitt að nálgast íslenskar
myndir hérna í Bandaríkjunum,“ en
Gunnar sá myndina Útlagann um
Gísla sögu Súrssonar fyrir slysni á
sínum tíma. „Frændi minn leigði
hana sem hasarmynd og þegar bróð-
ir minn heimsótti hann og sá mynd-
ina þekkti hann landslagið strax.
Hann fékk hana því lánaða og við
horfðum á hana.“
Gunnar hefur einnig verið að
kynna sér Íslendingasögurnar und-
anfarið og las einmitt Gísla sögu
Súrssonar í vor. „Ég komst inn í les-
hóp hérna í Háskólanum í Maine þar
sem verið var að kynna Íslendinga-
sögurnar og ég hafði mjög gaman
af.“
Stolltur Íslendingur
Að lokum er Gunnar spurður
hvort að hann líti á sig sem Íslending
eða Ameríkana þar sem hann hafi
búið nánast alla sína ævi í Bandaríkj-
unum. „Þetta er spurnig sem ég spyr
sjálfan mig oft að,“ og segist Gunnar
líta á sig sem Íslending. „Auðvitað er
ég að stórum hluta bandarískur þar
sem ég hef búið hér nánst alla mína
ævi. Þrátt fyrir það er ég fæddur á Ís-
landi og átti íslenska foreldra. Því er
ég alinn upp við sérstök viðmið og út
frá vissu sjónarmiði sem að ég tel ís-
lenskt.“
Gunnar segir að vissulega séu
stórar eyður í tengslum hans við Ís-
land en hann geri hvað hann geti til
að halda tengslum sínum við land og
þjóð. „Eftir að ég flutti út komum ég
og bróðir minn alltaf til Íslands ann-
að hvert sumar. Það er að segja alveg
þangað til faðir minn dó þegar ég var
17 ára. Síðan þá hef ég reynt að koma
eins oft og ég get. Hvað sem því líð-
ur er ég mjög stoltur af því að vera
Íslendingur og því mun ég aldrei
gleyma,“ segir Gunnar að lokum og
segist hlakka til að komast á Klakann
á ný.
asgeir@dv.is
föstudagur 31. ágúst 2007DV Bíó 59
Gæði á góðu verði
Daewoo lyftararDoosan - Daewoo lyftarar
MAÐURINN Á BAKVIÐ LEÐURGRÍMUNA
Íslendingurinn Gunnar Hansen sem sló í gegn á áttunda
áratugnum í hlutverki Leatherface í hryllingsmyndinni
Texas Chainsaw Massacre mun leika í sinni fyrstu ís-
lensku mynd á næstunni. DV spjallaði við Gunnar um hlut-
verk hans sem Leatherface, feril hans sem leikara og kvik-
myndagerðarmanns og ástríðuna sem rithöfundur.
Leatherface gunnar í myndinni
texas Chainsaw Massacre frá
árinu 1974 sem er ein frægasta
hrollvekja fyrr og síðar.
Fer á þó nokkrar ráðstefnur á ári
hverju vegna hlutverksins Þó svo að
gunnar hafi búið mestalla ævina í
Bandaríkjunum segist hann gríðarlega
stoltur af uppruna sínum.