Félagsbréf - 01.01.1956, Side 14

Félagsbréf - 01.01.1956, Side 14
12 FÉLAGSBRÉF lians því meiri. „Stórfengleiki slíkra verka vegur upp þá ódáS, sem framin er, og aflar ævarandi orðstírs. Stórvirki eru alltaf til frægðar og sóma, hverrar tegundar, sem eru“. En hann verður einnig að afla sér vinsælda, já, ástar og aðdáunar. Því verður hann að vera örlátur og eðallyndur, þegar það á við. En velgerðir allar verður liann að láta í té í smáskömmtum, í dropatali, því að þá er hetur tekið eftir þeim og áhrifin skjóta dýpri rótum í þjóðarsálinni. Hann verður að vekja ímyndunarafl lýðsins og halda því vakandi með miklum atliöfnum, stórum byggingum og öðrum frægilegum framkvæmdum. Um að gera, að fólkið tali um foringjann og standi sífellt á öndinni yfir honum og afrekum lians. Ef liann getur ekki látið lýðinn bæði óttast sig og elska, þá er óttinn auðfengnari og ennþá gagnsamari. Því að fólk elskar ekki gegn vilja sínum, en það er auðgert að neyða menn til liræðslu. Um persónulegar eigindir, sem slíkur þjóðmæringur á að temja sér, segir Macchiavelli ennfremur, að hann verði að vera ljón og refur og lamb, allt hvað með öðru og eftir aðstæðum og þörfum liverju sinni, hugaður sem ljón og áræðinn, lymskur og undirförull sem refur, en gjarnan með lambsins sakleysislega uppliti. Hann á að látast vera við- kvæmur, tryggur, meyr og mannúðlegur, hann á að sýnast frómur og einlægur, en undir niðri á hann að vera gagnstæða alls þessa. Þegar aðrir lieyra til á hann að sýnast hreinskilnin uppmáluð, velsæmið og veglyndið. Ekkert er mikilvægara en að fá á sig orð fyrir göfuglyndi: „Allir sjá, hvað þú sýnist vera, aðeins fáir sjá, livað þú ert, og þessir fáu hvorki þora neitt að segja né geta það“. III. Virðast vður þessar kenningar Maccliiavellis ekki allnýtízkulegar? Bertrand Russell segir, að Macchiavelli sé fvrsti nútímamaðurinn með- al þeirra, er um pólitísk efni hafa ritað. Næstur honum um nýtízku- snið, að áþekkum aldri, sé Tliomas Hobbes, sá er túlkaði liugsjón al- ræðisríkisins og nefndi það ríki Leviatlian eftir brynjuðu skrímsli, sem getið er í Jobsbók, og sagði það ríki vera dauðlegan guð. Sú ríkis- liugsjón liefur ekki getað orðið veruleiki, það liefur verið tæknilega ómögulegt — fyrri en nú. En um Maccliiavelli er það að segja, að andi hans hefur svifið yfir vötnum allra stjórnmála, með meiri eða minni krafti. Vér könnumst við að liafa hevrt þytinn af vængjablaki lians jafnvel yfir íslenzkri stjórnmálabaráttu. Eða er ekki flest leyfi- legt í pólitískum viðskiptum, þegar í hart fer? Og þó eru þessum illa anda takmörk sett í þingræðislöndum, sam-

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.