Félagsbréf - 01.01.1956, Síða 35

Félagsbréf - 01.01.1956, Síða 35
FÉLAGSBRÉF 33 kommúnista og tók trúna á hinn kommúnistíska gleðiboðskap um dýrðina í Ráðstjórnarríkjunum. Hann og félagar hans þóttust verða þess vísari sumarið 1940 að draga mundi til ófriðar með Þjóðverjum og Rússum, og mvrka haustnótt flúði liann átthaga sína, ásamt allmörgum sveitungum sínum, körlum, konum og börnum. Hópurinn komst til Ráð- stjórnarríkjanna, og Larsen réðst í þjónustu Rússa, fór til Nor- egs með tveimur öðrum Norðmönnum og gerðist njósnari. Þeim félögum hafði verið heitið því, að þeir yrðu sóttir á kafbát, en það loforð var svikið, og svo flúðu þeir þá til Svíþjóðar. Þegar styrjöldinni lauk, fór Otto Larsen til Múrmansk og hugðist fá sig leystan undan þeirri ströngu skuldbindingu, sem hann liafði skrifað undir, þá er hann gekk í þjónustu Rússa. En honum var tekið með réttarhöldum, sem fóru fram að rússnesk- um hætti, og síðan var liann átta ár í þrælkunarvinnu. Loks var honum sleppt árið 1953. Otto Larsen segir sögu sína af nákvæmni og hreinskilni, og lýsingar lians á réttleysinu og liarðýðginni í Ráðstjórnarríkjun- um eru í senn hörmulegar og sannfærandi. Fullur af bjartsýnni trú á fyllsta réttlæti, sanna mannúð og stórum bætt kjör flúði hann ættjörð sína, staðráðinn í því að leggja lóð sitt í vogarskál fagurra hugsjóna og farsællar framtíðar. En aldrei á ævi sinni hafði honum fundizt liann eins frjáls og þegar flugvélin, sem flutti hann frá Rerlín til Hamborgar, hóf sig til flugs. Þó gat hann ekki notið gleðinnar í nægilega ríkulegum mæli, þá er hann kom heim til Noregs. Það var eins og liann hefði vonda samvizku vegna þeirra, sem enn voru í þrælabúðunum rúss- nesku. Guðmundur Gíslason Hagalín liefur þýtt liina átakanlegu og einlægu frásögn hins norska fiskimanns.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.