Félagsbréf - 01.01.1956, Side 36

Félagsbréf - 01.01.1956, Side 36
34 FÉLAGSBRÉF SMÁSAGNASAFN eftir William Faulkner kemur út síðar á árinu. Kristján Karlsson þýðir sögurnar og ritar formála um höfundinn. í þessu safni verða ýmsar af hin- um frægustu sögum Faulkners eins og Rós til Emelíu og Sú aft- ansól. William Faulkner er mörgum kunnur hérlendis, síðan hann kom liingað í fyrra. Hann hlaut Nóbelsverðlaun fyrir nokkrum árum. Faulkner liefir skrifað margar skáldsögur og allmikið af smá- sögum. Eru smásögurnar flestar aðgengilegri en löngu sögurnar. Faulkner skrifar víða mjög flókinn og persónulegan stíl, sem erfitt er að gera skil í þýðingu. Almenna bókafélaginu þótti því eðlilegt að kynna Faulkner íslenzkum lesendum með smásögum hans, sem eru éinfaldari í smíðum en skáldsögurnar, og Faulkner er viðurkenndur sem einn allrafremsti smásagnahöfundur. sem nú er uppi. Hann ber níi liæst af lxinum miklu skáldsagnahöf- undum Bandaríkjanna. Efni lians er oftast sótt í líf og sögu Suð- urríkjamanna í Bandaríkjunum, það er ævintýralegt og stund- um allt að því reyfaralegt, en siðferðilegt inntak þeirra og frá- sagnarlist eiga erindi til allra. ÆVISAGA JÓNS BISKUPS VÍDALÍN. Jón Vídalín er einn þeirra manna sem lielzt eru nefndir, er tal manna berst að miklum mönnum sögunnar. Ævisaga hans mundi því verða mörgum kærkomin. Síra Árni heitinn Sigurðs- son varði miklum tíma til þess að safna efninu í ævisögu hans, en eigi vannst lionum tími til að fullrita söguna áður en liann lézt, nema sem svarar fyrstu tuttugu árunum í ævi Jóns Vídalíns. í ævisögu þeirri, sem Almenna bókafélagið gefur út, birtist óbreytt það, sem síra Árni hefði tekið saman, en að öðru leyti ritar Magnús Már Lárusson bókina.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.