Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Page 10
mánudagur 8. október 200710 Sport DV
FH varð á laugardag bikarmeistari í fyrsta
sinn í sögu félagsins. FH vann Fjölni 2–1 í
framlengdum úrslitaleik þar sem Matthías
Guðmundsson skoraði bæði mörk FH. Fjölnir
á hrós skilið fyrir að spila alvöru fótbolta og
ekki gefast upp þótt á móti hafi blásið.
Bikarinn fór í
fjörðinn
FH varð á laugardag bikarmeistari
í fótbolta í fyrsta sinn. Matthías Guð-
mundsson skoraði bæði mörk Hafn-
arfjarðarrisans í leiknum en Gunnar
Guðmundsson jafnaði leikinn í 1-1
með marki úr vítaspyrnu.
Eitt mark var skorað í fyrri hálf-
leik og það gerði Matthías fyrir FH.
Tryggvi Guðmundsson fékk send-
ingu frá Davíð inn fyrir vörnina og
Matthías var mættur á fjærstöngina
og skoraði. „Það dreymir alla um að
skora tvö mörk í bikarúrslitaleik en
það sem er fyrir öllu er að við unn-
um þennan leik. Ég er mjög sáttur.
Mér fannst þetta gríðarlega gaman
og það eru ekki allir sem fá tækifæri
á því að spila bikarúrslitaleik,“ sagði
markaskorarinn glaður. „Ég hef einu
sinni áður spilað slíkan leik en þá var
ég á bekknum og þetta var öðruvísi.
Ég bjóst við þeim góðum og 1-0 er
engin forysta. Það var mikið í húfi og
mikil barátta á vellinum en ég held
að þetta hafi verið ágætis leikur.“
Eftir markið duttu FH-ingar of
langt til baka, fóru að verja forustuna
og Fjölnismenn komust inn í leikinn
smátt og smátt.
Það kom ekki á óvart að þeir náðu
að jafna. Þeir voru reyndar aldrei
búnir að hitta rammann en ótrú-
legt en satt þá höfðu þeir sterk tök á
leiknum þegar jöfnunarmarkið kom.
Gunnar Guðmundsson skoraði úr
vítaspyrnu sem dæmd hafði verið á
Sverri Garðarsson.
Engin vítaspyrna
„Eins og allir sjá var þetta ekki
vítaspyrna. Svona er dómgæslan
búin að vera í allt sumar, menn eru
að klikka á mjög mikilvægum augna-
blikum og þetta var aldrei víti,“ sagði
Sverrir eftir leikinn. Hann sagði hins
vegar að eftirsjá yrði að dómaran-
um Agli Má sem var að dæma sinn
síðasta leik. „Það verður eftirsjá í
Agli, hann er virkilega góður dóm-
ari. Knattspyrnan er að missa góðan
mann.
Fjölnir spilaði vel í þessum leik
en við illa. Ég skil ekki alveg hvað
er búið að gerast og hvað er í gangi.
Við erum farnir að leita í löngu bolt-
ana og það reynist okkur ekki vel. En
engu að síður unnum við bikarinn og
lentum í öðru sæti og það er ásætt-
anlegt. Það er góður árangur, það má
ekki gleyma því. Maður verður að
setja hlutina í rétt samhengi og mað-
ur verður að vera ánægður með það
sem maður afrekar. Það væru mörg
lið ánægð með að lenda í öðru sæti í
deild og standa uppi sem bikarmeist-
arar. En stefnan var að vinna Íslands-
bikarinn og fyrst það gekk ekki urð-
um við að taka bikarinn í staðinn.“
Vítaskyttan Gunnar sagðist hafa
verið furðu lítið stressaður þegar
hann tók vítið. „Þeir yfirspiluðu okkur
í byrjun og skoruðu markið í kjölfar-
ið. En við sýndum það undir lokin og
í framlengingunni að við gátum þetta
alveg. Ég held að við höfum sýnt það
í dag að við eigum klárlega heima í
efstu deild. Það vantaði kannski smá
sjálfstraust til þess að vinna leikinn.
Ég var furðulítið stressaður þegar ég
var að taka vítið, maður er vanur að
vera í þessari aðstöðu.“
Góðir leikmenn risu upp
1-1 var staðan eftir venjuleg-
an leiktíma og því framlengt. Það er
stundum sagt að góðir leikmenn rísi
upp í aðstæðum sem þessum og FH-
ingar hafa þá innan sinna vébanda.
Tryggvi Guðmundsson á allan heið-
urinn af seinna marki Matthíasar.
Frábær undirbúningur hans og góð
fyrirgjöf bjuggu það mark til. Reynd-
ar var það vel gert hjá Matthíasi að
vera mættur á fjærstöngina, því allt
of algent er í íslenskum fótbolta að
kantmenn eru latir við að koma inn
í teig.
„Ég hef alltaf verið keppnismað-
ur og ég hata að tapa,“ sagði Tryggvi
glaður í bragði eftir leikinn. „En ég
elska að vinna og þetta var ógeðs-
lega sætt að sjá að Matti var mættur
og kláraði færið eftir snilldarsend-
ingu frá kallinum,“ sagði Tryggvi og
hló. Eyjapeyinn Tryggvi þekkir í raun
ekkert nema velgengni hér á Íslandi.
Hann varð bikarmeistari með KR, Ís-
landsmeistari með ÍBV og með FH
undanfarin ár. „Þetta er alltaf jafn
ljúft. Fyrsti titillinn var sætur með
KR 1994 en þetta er bara minn annar
bikarmeistaratitill og það er erfitt að
setja þennan á einhvern stall. Þetta
er alltaf svo sætt.“
Ísinn loksins brotinn
Fögnuðurinn var mikill hjá Hafn-
firðingum þegar Egill Már Markús-
son dómari flautaði leikinn af en
þetta var síðasta flaut hans á ferlin-
um. „Tilfiningin er góð að hafa dæmt
minn síðasta leik. Saddur og sáttur,
þetta eru orðin mörg ár. Dómgæsla
er mjög skemmtileg. Ég hef kynnst
mörgu góðu fólki, ég er búinn að fara
mjög víða. Á staði sem maður myndi
ekki fara sem ferðamaður, þetta er
mikill skóli og ég mæli með þessu
fyrir alla.“
Daði Lárusson fyrirliði FH var
sáttur við að hafa loksins brotið ís-
inn, að hafa unnið bikarmeistaratit-
il. „Það er mikill léttir að vinna svona
titil. Það er alltaf erfitt að brjóta ísinn
og við gerðum það í dag. Loksins er
kominn bikarmeistaratitill í höfn og
mér líður mjög vel á þessari stundu.
Við áttum von á mjög erfiðum leik
og við sáum Fjölnisliðið leggja Fylki
sannfærandi að velli.
Það var dálítið kalt í dag og það
var vissulega ekki mikið að gera en
þeir voru nokkrum sinnum líklegir
þó skotin hafi ekki komið á markið.
Það verður að segjast að þeir nýttu
færin nokkuð vel. “
Davíð Rúnarsson var uppgefinn
í leikslok en sagði að það hefði ver-
ið draumur að spila bikarúrslitaleik.
„Ég er á báðum áttum með það hvort
við höfum spilað vel. Venjulega höf-
um við verið að klára svona jafna
leiki. Í dag datt þetta ekki fyrir okkur.
Enda var spennustigið hátt hjá ungu
liði. Um leið og við róuðum okkur
niður og fórum að spila fótbolta þá
voru þeir í bullandi vandræðum. Mig
Bikarinn hátt á loft
daði Lárusson lyfti bikarnum hátt á loft.
BEnEdikt Bóas Hinkrisson
blaðamaður skrifar: benni@dv.is
Bikartollering ólafur Jóhannesson þjálfari fékk
tolleringu frá leikmönnum að hætti hússins.
langar að koma á framfæri þakklæti
til áhorfenda, þeir yfirgnæfðu þessa
svokölluðu mafíu allan leikinn.
Það var frábært að spila þennan
leik. Bikarúrslitaleikur var eini leik-
urinn sem var sýndur á Sauðárkróki
þegar maður var 7-8 ára og það er al-
gjör draumur að spila þennan leik.
Við erum sigurvegarar dagsins.
Þeir voru sterkari en ég bjóst við.
Þeir voru rólegir á boltanum og voru
betri en við í byrjun. Þegar við urðum
rólegri á boltanum fannst mér við
vera betri. Það hefði verið gaman að
spila með fullskipað lið en þeir þora
kannski í okkur þannig næst.“
alltaf gaman að vinna
FH-ingar eru vel að bikartitlinum
komnir, þeir unnu Val og ÍBV á leið
sinni í úrslitin. Annað sætið og bikar-
meistaratitill er góður árangur, sama
hvað hver segir. „Það er alltaf gam-
an að vinna eitthvað og þetta var frá-
bær sigur,“ sagði Ólafur Jóhannesson
þjálfari FH. „Þessi leikur var ágætur.
Við vorum sterkari lungann úr fyrri
hálfleik en svo duttum við til baka
og við vorum í raun að bíða bara eft-
ir því að leikurinn yrði flautaður af.
Það er aldrei gáfulegt. Bullið í okkur
var að detta svona langt til baka með
vörnina og miðjuna. Það slitnaði
mikið í sundur og gerði okkur bara
erfitt fyrir.“
Fjölnir var að spila sinn 29. leik í
sumar og það sást í framlengingunni
að leikmenn voru orðnir þreyttir. Þeir
hafa núna 8 mánuði til að hlaða batt-
eríin. Ásmundur Arnarsson þjálfari
Fjölnis var stoltur í leikslok.
„Ég er ótrúlega stoltur af strák-
unum. Þeir spiluðu mjög vel á móti
sterku liði og í rauninni hefði þetta
getað dottið hvorum megin sem er.
Mér fannst við bera fullmikla virð-
ingu fyrir þeim í fyrri hálfleik, en eft-
ir það lagaðist það. Miðað við þessa
frammistöðu er ekkert langt í land
með að við verðum orðnir efstu-
deildarlið. Það var frábært að upp-
lifa stemninguna og þetta var algjör
hátíð.“
sáttur með bikarinn Það mátti sjá
að ólafur Jóhannesson var ánægður
með sigurinn.