Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Page 19
DV Sport mánudagur 8. október 2007 19 spænska úrvalsd. Valencia – Espanyol 1–2 A. Bilbao – Almeria 1–1 Barcelona – A. Madrid 3–0 1-0 deco, 2-0 messi, 3-0 Xavi - eiður Smári guðjohnsen sat á varamannabekknum allan tíman. Sevilla – Deportivo 0–1 Mallorca – Getafe 4–2 Murcia – R. Betis 0–0 Osasuna – Villarreal 3–2 R. Madrid – Recreativo 2–0 1-0 ruud van nistelrooy, 2-0 Higuaín R. Zaragoza – Levante 3–0 Racing S. – Valladolid 2–0 Staðan Lið L u J t m St 1. r. madrid 6 5 1 0 14:3 16 2. Villarreal 6 5 0 1 9:5 15 3. Valencia 6 5 0 1 9:7 15 4. barcelona 6 4 2 0 13:4 14 5. a. madrid 6 3 2 1 11:4 11 6. espanyol 6 3 1 2 8:7 10 7. mallorca 6 2 2 2 9:8 8 8. murcia 6 2 2 2 7:6 8 9. Zaragoza 6 2 2 2 8:9 8 10. recreat. 6 2 2 2 7:8 8 11. racing 6 2 2 2 3:7 8 12. almeria 6 2 1 3 7:7 7 13. Sevilla 5 2 0 3 11:9 6 14. osasuna 5 1 2 2 5:5 5 15. betis 6 1 2 3 7:8 5 16. a. bilbao 6 1 2 3 4:8 5 17. deport. 6 1 2 3 3:8 5 18. Valladol. 6 1 2 3 8:13 5 19. getafe 6 0 2 4 3:9 2 20. Levante 6 0 1 5 3:14 1 ítalska úrvalsdeildin Atalanta – Udinese 0–0 Inter – Napoli 2–1 Catania – Livorno 1–0 Fiorentina – Juventus 1–1 Genoa – Cagliari 2–0 Palermo – Reggina 1–1 - emil Hallfreðsson lék allan leikinn í liði reggina. Parma – Roma 0–3 Siena – Empoli 3–0 Torino – Sampdoria 1–0 Lazio – Milan 1–5 Staðan Lið L u J t m St 1. Inter 7 5 2 0 16:5 17 2. Juventus 7 4 2 1 16:7 14 3. roma 7 4 2 1 15:8 14 4. Fiorentina 7 3 4 0 13:7 13 5. genoa 7 3 3 1 8:7 12 6. Palermo 7 3 2 2 10:10 11 7. udinese 7 3 2 2 8:10 11 8. aC milan 7 2 4 1 13:7 10 9. napoli 7 3 1 3 10:6 10 10. atalanta 7 2 4 1 8:8 10 1. Catania 7 2 3 2 5:6 9 12. Sampd. 7 2 2 3 5:7 8 13. torino 7 1 4 2 8:11 7 14. Lazio 6 1 4 1 7:6 7 15. Cagliari 7 2 1 4 7:10 7 16. Siena 7 1 3 3 7:9 6 17. Parma 7 1 3 3 7:11 6 18. empoli 7 1 2 4 4:10 5 19. reggina 7 0 4 3 5:13 4 20. Livorno 7 0 2 5 6:17 2 Úrslit helgarinnar Michael Owen er engum líkur. Hann kom af varamannabekknum og skoraði eitt marka Newcastle í 3- 2 sigri liðsins á Everton. Owen fór í kviðslitsaðgerð fyrir níu dögum og er bati hans ótrúlegur. Nicky Butt skoraði fyrsta markið í leiknum með fallegu skoti. James McFadden missti boltann klaufa- lega á miðjunni fyrir Everton og heimamenn brunuðu í sókn. Bolt- inn barst til Alans Smith sem renndi honum fyrir, þar var Joleon Lescott með skelfilega hreinsun, Butt tók við boltanum og smurði honum upp í vinkilinn. Frábært mark og staðan 1-0 þegar leikmenn fengu sér hress- ingu í leikhléi. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og Everton ógnaði sjaldan marki Newcastle. David Moyes stjóri Ev- erton gerði breytingu á sínu liði í hálfleik. Setti Andy Johnsons inn á í stað James McFadden sem átti einn sinn versta leik á ferlinum. Gestirnir neituðu þó að gefast upp og téður Andy Johnson jafn- aði leikinn á 53. mínútu. Þetta var fyrsta mark Johnsons síðan í mars! Sam Allardyce ákvað að setja Owen inn á í stað Obafemis Martins sem var búinn að leika vel. Áhorfendur tóku ekki vel í þá skiptingu, púuðu þegar Martins fór af velli en fögn- uðu ákaft þegar Owen hljóp inn á. Hlutirnir gerðust hratt á St. Jam- es‘ Park síðustu mínútur leiksins. Emre kom heimamönnum yfir með frábæru skoti. Emre var síðan aftur á ferðinni þegar leiktíminn var að renna út. Átti þá aukaspyrnu beint á kollinn á Owen sem skoraði. Mikel Arteta minnkaði muninn með marki á lokasekúndum leiksins. Þó er spurning hvort markið verði ekki skráð á Shay Given markvörð New- castle sem leit ekki alltof vel út. Andy Johnson dró sig út úr landsliðinu Steve McClaren var á leiknum til að sjá þá Owen og Johnson. Hann hlýtur að hafa yfirgefið völlinn með bros á vör þó hann hafi verið farinn af vellinum þegar markið hans Owens kom. Hins vegar hlýtur hann að hafa séð nóg til að velja hann í byrjunar- liðið gegn Eistlandi og Rússum á næstu dögum. Andy Johnson hef- ur hins vegar dregið sig úr hópnum vegna meiðsla. Hann ætlar að láta laga á sér ökklann sem hefur verið að angra hann síðustu vikurnar. „Sem stjóri tekur maður ábyrgð á þeim skiptingum sem maður gerir og það mun ég gera. Þetta var nokk- uð magnað að báðir varamenn okk- ar skyldu skora. Emre með góðu skoti og síðan skallinn frá Owen var frábær. Heimavöllurinn heldur því áfram að reynast okkur drjúgur,“ sagði Sam Allardyce eftir leik. „Ef við höldum áfram okkar striki á heima- velli og byrjum að hala inn stig á úti- völlum er ekki spurning að við mun- um þokast upp töfluna. Við vorum sjálfum okkur verstir í síðari hálfleik, því við stjórnuðum leiknum algjör- lega í þeim fyrri. Við áttum svo mörg tækifæri í fyrri hálfleik en klúðruð- um þeim öllum en við erum sáttir við þennan sigur. Þó hann hafi stað- ið tæpt,“ bætti Stóri Sam við. David Moyes var ekki jafn sátt- ur og kvartaði sáran undan slök- um varnarleik. „Við höfum fengið á okkur fimm mörk í síðustu tveimur leikjum og það er algjörlega óásætt- anlegt. Mörkin í þessum leik voru bara grín og ekkert annað. Við feng- um fullt af tækifærum til að hreinsa boltann í burtu í öðru markinu og í þriðja markinu áttum við að gera betur. Það voru alla vega nógu marg- ir leikmenn í kringum Owen til að koma í veg fyrir mark hans. Það var engin þreyta eftir leikinn í Úkraínu á fimmtudag. Þetta var bara okkur sjálfum að kenna.“ Benedikt BóAs hinkrisson blaðamaður skrifar: benni@dv.is kominn aftur michael owen reimaði á sig takkaskóna og það var ekki að sökum að spyrja. Hann skoraði. einn þumall upp Samallardyce var sáttur við sína menn. Fyrsta markið nicky butt skoraði fyrsta mark leiksins. ÓtrÚlegur owen Michael Owen sneri aftur í lið newcastle aðeins níu dögum eftir uppskurð. Hann skoraði eitt marka liðsins sem vann everton í fimm marka leik 3–2. Varamenn lið- anna létu mikið að sér kveða og skoruðu þrjú mörk af fimm. Markalaust var í hálfleik en gest- irnir gátu þakkað markverðinum David James að hafa haldið hreinu en hann varði færi Clints Dempsey og Davids Healy. Fjórar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik þegar Benjani kom Portsmouth yfir. Hann tók við bolt- anum með Carlos Bocanegra í bakinu, sneri sér og skaut. Boltinn breytti um stefnu af varnarmann- inum og skoppaði framhjá Kasey Keller í markinu. Tveimur mínútum síðar geystist Hermann Hreiðarsson upp vinstri kantinn, fór í þríhyrn- ingsspil við Nico Kranjcar sem kom honum í gegnum Fulham-vörnina. Þar kláraði hann færið eins og sönn- um sóknarmanni sæmir með því að lyfta boltanum yfir Keller, með smá- vægilegri viðkomu í Cris Baird. Portsmouth er í fimmta sæti með fimmtán stig og miðjumaður- inn Sean Davis viðurkennir að leik- menn liðsins séu farnir að láta sig dreyma um Evrópusæti. „Boltinn gekk ekki nógu vel hjá okkur í fyrri hálfleik en við byrjuðum síðari hálfleikinn vel. Okkur langaði líka til að halda hreinu í dag eftir að hafa fengið á okkur fjögur mörk í seinustu viku og það gekk eftir. Við skoruðum tvö mörk þótt við værum bara með einn framherja. Á sein- ustu leiktíð urðum við af Evrópusæti á markamun og ef við kæmumst í Evrópukeppni yrði stemningin á Fratton Park frábær.“ hermann hreiðarsson æðir áfram í liði Portsmouth og skorar í hverjum leik. Lið hans vann sinn þriðja leik í röð þegar það lagði Fulham á Craven Cottage um helgina 2-0. heitur hermann með boltann Skot að marki Skot á mark rangStöður hornSpyrnur aukaSpyrnur gul Spjöld rauð Spjöld áhorfendur: 50,152 newcastle everton given, beye, Cacapa, faye, jose enrique, milner (emre 74), geremi (rozehnal 88), butt, n’Zogbia, martins (owen 74), Smith. howard, hibbert, yobo, lescott, baines, arteta, Carsley, neville (yakubu 90), pienaar (osman 74), mcfadden (johnson 45), anichebe. maður leiksins Mikel Arteta, Everton 54% 18 8 0 8 13 2 0 46% 11 2 1 2 20 1 0 3:2butt 42, emre 86, owen 90. johnson 53, given 90 ssm. Markahrókur Hermann Hreiðarsson skorar gegn Fulham. með boltann Skot að marki Skot á mark rangStöður hornSpyrnur aukaSpyrnur gul Spjöld rauð Spjöld áhorfendur: 75.663 fulham portsmouth keller, baird (murphy 60), bocanegra, hughes, konchesky, davies, davis, Smertin (ki-hyeon 61), bouazza, healy (kamara 61), dempsey. james, johnson, distin, Campbell, hreidarsson (pamarot 87), muntari, kranjcar, davis, diop (pedro mendes 76), utaka, mwaruwari. maður leiksins Hermann Hreiðarsson P.mouth 47% 17 11 2 8 7 1 0 53% 15 7 4 5 18 0 0 0:2 mwaruwari 50, hreidarsson 52. Harry Redknapp, stjóri Port- smouth, bað leikmenn sína um að vera þolinmóðari í sóknaraðgerðum í síðari hálfleik. „Við spiluðum ekki eins vel og við getum í fyrri hálfleik en við vorum einum manni fleiri á miðjunni og við verðum að láta bolt- ann ganga og það gerðum við í síð- ari hálfleik. Ég lagði áherslu á það í hálfleik – sendið hann, sendið hann, sendið hann! Við áttum góðan kafla þar sem við opnuðum vörn Fulham tvisvar sinnum og það tryggði okkur sigurinn.“ fyrsti deildarsigur grants

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.