Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Blaðsíða 30
mánudagur 8. október 200730 Síðast en ekki síst DV Sandkorn n Hefur þú kúkað á skemmti- stað? er yfirskriftin á pistli sem Heiðar Austmann útarpsmað- ur skrifaði á bloggsíðu sína ný- verið. Eins og titillinn ber með sér veltir Heiðar þar því fyrir sér hvort marg- ir hafi gert númer tvö á öldurhús- um bæjarins þegar leikar standa sem hæst, það er á helgardjamm- inu. Útvarpsstjarnan brýtur líka odd af oflæti sínu og seg- ir frá einu skipti þegar hann hreinlega komst ekki hjá því að verpa nokkrum við slíkar að- stæður. Og ekki virðist standa á áhuga fólks til að ræða þetta efni því þegar þetta er skrifað hafa vel á annan tug einstakl- inga lagt orð í belg í komment- unum við pistilinn. n Guðni Bergsson, knatt- spyrnuhetja og einn sérfræð- inga Sýnar og Vísis um enska boltann er töluvert eldri en almennt er haldið. Í ljós hef- ur komið að Guðni er 53 ára gamall, en ekki 42 eins og áður var talið. Einhverja rekur líklega í rogastans við þessar fregnir en það er alveg óþarfi. Þetta er dagsatt, í það minnsta ef eitt- hvað er að marka Vísisbloggið. Þar skrifa sparkspekingarnir: Logi Ólafsson, Bjarni Jó- hannsson, Heimir Guðjóns- son og Ólafur Kristjánsson um enska boltann auk Guðna. Samkvæmt því sem þar kemur fram er Guðni jafnaldri Loga; báðir 53 ára. Ætli Guðni vilji staðfesta þetta? n Bardagaíþróttasnillingur- inn Gunnar Nelson slóst sinn annan atvinnumannabardaga um helgina í Galway á Norð- ur-Írlandi. Gunnar keppir í blönduðum bardagalistum og er sá besti hér á landi. Gunnar keppti sinn fyrsta bardaga þar síðustu helgi en mjög óvana- legt er að menn í þessari grein keppi tvær helgar í röð. En þar sem Gunnar vann fyrsta bardaga sinn mjög sannfærandi í fyrstu lotu ákvað hann að berjast strax aftur. Hægt að er sjá úrslitin úr síðari bardag- anum á mjolnir.is. Hver er konan? „Svandís Svavarsdóttir, fjörutíu og þriggja ára, fjögurra barna móðir, borgarfulltrúi vinstri grænna.“ Hvað drífur þig áfram? „Viljinn til að bæta heiminn, trúin á að það sé mögulegt og þolinmæðin gagnvart því hve hægt miðar stund- um.“ Hver er þín menntun? „Ég er með BA-próf í málvísindum og íslensku auk þess sem ég stundaði MA-nám í íslenskri málfræði.“ Hver eru áhugamál þín? „Mannlífið allt.“ Hver er eftirminnilegasta bók sem þú hefur lesið? „Ég er ekki svo upptekin af uppá- haldshlutum. Bækur koma og fara eins og tónlist og aðrar upplifanir. Grípa mann stundum og stundum ekki.“ Hefur þú búið erlendis? „Ég bjó í Berlín sem barn þeg- ar pabbi var í námi. Á unglingsaldri í Þýskalandi til að læra á lífið. Í Svíþjóð sem fullorðin manneskja að lesa um táknmál.“ Hvernig vilt þú að orkumálum hérlendis verði hagað? „Ég vil að auðlindirnar verði í eigu almennings og að af því verði enginn afsláttur gefinn. Ég vil að virkjanir og veitur séu það sömuleiðis enda um grunnþjónustu samfélagsins að ræða sem enginn á að hagnast á nema sam- félagið sjálft. Rekum orkufyrirtækin saman.“ Græða íbúar á höfuðborgasvæð- inu á þessum samruna? „Það er alls óvíst. Íbúar á höfuð- borgarsvæðinu missa umboð sitt í fyrir- tækinu þegar Orkuveitan á aðeins þrjá- tíu prósent í því ólíkt því sem áður var. Nú erum við komin í rússíbana með stórfyrirtækjum sem miða að hámarks- hagnaði en ekki betra samfélagi.“ Finnur þú fyrir miklum meðbyr í þessari baráttu? „Já, ég hef aldrei fundið fyrir eins miklum meðbyr í nokkru máli. Tölvu- póstar og sms-skilaboð berast í stríð- um straumum. Fólki er algjörlega mis- boðið. Spillingin, sjálftakan, makkið og vinnubrögðin. Kallar í stórkallaleik með fjármuni og hagsmuni almenn- ings. Fólk vill ekki samfélag þar sem græðgin ein ræður för.“ Er spilling í borgarstjórn? „Það er augljóst að Vilhjálmur og Björn Ingi hafa gengið of langt og þeirra framferði er ólögmætt að því er varðar boðun eigendafundar og sið- laust að því er varðar kaupréttarsamn- inga og að þeir ráðfæra sig ekki einu sinni við sinn eigin meirihluta.“ Finnst þér að borgarstjóri eigi að segja af sér? „Því verður hann að svara sjálfur og eiga við sína samvisku og félaga í meirihlutanum.“ Hvað er fram undan? „Vonandi betri heimur, sanngjarn- ari og réttlátari fyrir karla og konur, stelpur og stráka.“ MAÐUR DAGSINS NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði í rússíbana með stórfyrirtækjum Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna, hefur staðið í eldlínunni í andófi gegn meintri spillingu og sjálftöku varðandi eigur orkuveitu reykjavíkur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson á það sameiginlegt með Bjarna Ármanns- syni að vera lykilstarfsmaður hjá orkufyrirtæki í almenningseigu. Bjarni Ármannsson á það sameiginlegt með Birni Inga Hrafnssyni að vera lykilstarfsmaður hjá orkufyrirtæki í almenningseigu. Björn Ingi Hrafnsson á það sameiginlegt með Pálma Haralds- syni að vera framsóknarmaður. Pálmi Haraldsson á það sameigin- legt með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni að vera milljarðamæringur. Jón Ásgeir á það sameiginlegt með Einari Bárðarsyni að vinna fyrst og fremst í útrásinni. Einar Bárðarson á það sameiginlegt með Guðmundi Árna Stefánssyni að vinna á erlendri grundu. Guðmundur Árni Stefánsson á það sameiginlegt með Vilhjálmi borgar- stjóra að hafa verið í bæjarpólitíkinni. guðmundur sagði af sér embætti. Það hefur Villi ekki gert. teNGsL Í DAG Á MORGUN HINN DAGINN Veðrið +6 3 +73 +7 1 +7 1 +74 +63 +6 3 +46 +53 +24 +4 6 +4 12 +1 4 +2 4 +17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.