Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Page 7
DV Fréttir Mánudagur 22. október 2007 7 Foreldrar barna sem stunda íþróttir í Egilshöll eru margir hverjir áhyggju- fullir vegna frágangs fyrir utan hús- ið. Framkvæmdir hafa staðið yfir fyr- ir utan húsið síðan í haust og á þeim tíma hefur engin lýsing verið á bíla- stæðinu. Benedikt S. Haraldsson er faðir tveggja stúlkna sem stunda íþróttir í Egilshöll og segir hann að mikil óánægja sé meðal foreldra vegna frágangs við íþróttahöllina. Hann segir að í nokkur skipti hafi legið við stórslysi á bílastæðinu. Fátt um svör „Við höfum verið að benda þeim á að það þarf að gera hringrás á bíla- stæðinu. Maður þarf allt of oft að bakka alla leið til baka. Á kvöldin eða á morgnana þegar mikill fjöldi barna er á bílastæðinu skapar þetta óþarfa hættu fyrir börnin. Fólk kem- ur þarna á alls konar bílum og þegar lýsingin er jafn léleg og hún er hef- ur verið síðustu misseri endar þetta bara með stórslysi. Þetta þarf að vera þannig að maður keyri inn í stæðið á einum stað og fer svo út af því á öðr- um stað,“ segir Benedikt. Við Egilshöll standa nú yfir fram- kvæmdir við gerð kvikmyndahúss og keilusalar. Hundruð barna stunda íþróttir í Egilshöll á hverjum degi og segir Benedikt að óánægja foreldra sé skiljanleg. „Við höfum kvartað við forsvarsmenn Egilshallar en það hefur verið fátt um svör. Það þarf að hanna þetta þannig að sem minnst hætta verði fyrir börnin. Foreldrar hafa tilhneigingu til að leggja sem næst húsinu þannig að fyrir framan það myndast mikil traffík. Það hefur legið við stórslysi í nokkrum tilfell- um þegar bílar hafa verið að bakka út af bílastæðinu. Við viljum bara tryggja það að börnin okkar séu ekki í hættu.“ Skilur áhyggjurnar Forstöðumaður Egilshallar er Jón Ragnar Jónsson og segist hann skilja áhyggjur foreldra. Hann segist vilja koma þeim tilmælum til fólks að nýta þau 300 bílastæði sem eru fyrir utan húsið í staðinn fyrir að loka aksturs- leiðum í þeim tilgangi að leggja sem næst húsinu. „Það standa yfir miklar fram- kvæmdir á svæðinu og það er meðal annars verið að vinna í sökklum og grunninum fyrir kvikmyndahús. Það liggur í hlutarins eðli að það verður rask á bílastæðinu en engu að síð- ur erum við með um þrjú hundruð stæði hér fyrir utan. Við höfum reynt að beina þeim tilmælum til fólks að virða hámarkshraða.“ Lokað fyrir útgönguleiðir Jón Ragnar vill ekki meina að skipulagsleysi ríki á bílastæðinu. Hann segir að ástæða þessarar óánægju sé sú að fólk reyni að leggja sem næst húsinu og með því loki það útkeyrsluleiðum af bílastæðinu. „Það er nú svo merkilegt að fólk sem er að koma í hreyfingu leggur hérna beint fyrir framan húsið. Ég hef feng- ið þetta inn á borð til mín en ég get ekki séð að skipulagsleysi sé um að kenna því það er nóg af bílastæðum hérna.“ Jón Ragnar segist skilja áhyggjur foreldra af börnum mætavel. Hins vegar sé unnið í því að koma lýsingu á bílastæðinu í lag og fyrr en varir verði allt komið í lag. Aðspurður hvort framkvæmdirn- ar hafi tekið óeðlilega langan tíma segir Jón Ragnar að þær hafi tekið lengri tíma en vonast hafði verið eft- ir. Ástandið í samfélaginu sé þannig að alls staðar vanti vinnuafl og leyf- ismál á vinnusvæðinu hafi dregist á langinn. „Við leggjum áherslu á að þetta verði komið í lag fyrr en seinna. Það er unnið að því af krafti þessa dagana en við beinum þeim tilmæl- um til fólks að nota bílastæðin til að koma í veg fyrir troðning.“ Einar Þór SigurðSSon blaðamaður skrifar einar@dv.is Árni Logi Sigurbjörnsson, 55 ára, var á föstudag dæmdur í tveggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á vopnalögum. Honum er einnig gert að greiða málsvarnarlaun til verjanda síns að upphæð 250 þúsund krónur og sæta upptöku á 31 skotvopni og veiði- boga. Það var Héraðsdómur Norður- lands eystra sem kvað upp dóminn. Haustið 2005 fór lögregla inn í ólæst húsnæði að Brúnagerði 1 á Húsavík en þar var geymdur töluverður fjöldi skot- vopna. Maðurinn starfaði sem mein- dýraeyðir á Húsavík og geymdi hann vopnin í húsnæði í bænum þar sem hver sem er gat nálgast þau. Lögreglan athugaði málið eftir að staðgengill heil- brigðisfulltrúans á Norðausturlandi hafði komið því á framfæri við lögregl- una. Í húsinu fundust einnig eiturefni og skotfæri. Lögreglan kærði manninn í kjölfarið fyrir ógætilega vörslu á skot- vopnum og hættulegum efnum. Fyrir dómi játaði Árni Logi að eiga vopnin en hann sagði að sum þeirra væru ekki nothæf og væru safngripir. Brot Árna gegn vopnalögum geta varðað sektum eða fangelsi í allt að fjögur ár en hann hefur aldrei áður gerst brotlegur við lög. Geymsluháttur vopnanna var þó óforsvaranlegur með tilliti til þess að Árni á að teljast fag- maður í meðerð skotvopna. einar@dv.is Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á vopnalögum: Með vopnabúrið á glámbekk Benedikt S. Haraldsson „Við höfum verið að benda þeim á að það þarf að gera hringrás á bílastæðinu.“ SlySagildra við EgilShöll Nokkrum sinnum hefur legið við stórslysi vegna frágangs á bílastæði við Egilshöll. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir frá í haust en þar er verið að byggja kvikmyndahús og keilusal. Þolinmæði foreldra er á þrot- um. Benedikt S. Haraldsson er faðir tveggja stúlkna sem stunda íþróttir í húsinu. Hann segir að foreldrar hafi kvartað við forsvarmenn Egilshallar en fátt verið um svör. Jón ragnar Jónsson, forstöðumaður Egils- hallar, segist skilja áhyggjur foreldra en hvetur fólk til að sýna þolinmæði. Húsavík Haustið 2005 fór lögregla inn í ólæst húsnæði að brúnagerði 1 á Húsavík en þar var geymdur töluverður fjöldi skotvopna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.