Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Side 9
Axlar-Birni brá heldur betur í brún þegar hann fletti blað-inu sínu á föstudaginn og komst að raun um að verslunar- menn væru farnir að setja upp jóla- tré. Fyrsta jóla- tré ársins (Axl- ar-Björn vonar heitt og inni- lega að þau séu ekki fleiri komin upp) var reist við verslanir Blómavals og Húsasmiðj- unnar síðasta föstudag. Það sem vakti athygli var kannski ekki helst hversu smekklaust það var í útliti, eða jafnvel snjóleysið heldur dag- setningin. Þegar jólatréð var sett upp voru enn tveir mánuðir og sex dagar að auki til jóla. Axlar-Birni finnst þetta helst til snemmt. Nú er Axlar-Björn kannski ekki mjög trúrækinn maður. Og kannski flæk- ist helgi jólanna ekkert voðalega mikið fyrir Axlar-Birni. Þó skal tek- ið fram að Axlar-Björn skilur vel að Karli Sigurbjörnssyni biskupi, manninum sem lagði svartstakk- ana, skuli sárna nokkrum mán- uðum fyrir hver jól þegar farið er að blása til jóla snemma hausts eða jafnvel síðla sumars. Allt gert til að fá sem flest fólk til að eyða sem mestum peningum sem allra, allra fyrst. Reyndar finnst Axlar- Birni þægilegast að gera jólainn- kaupin í lokavikunni fyrir jól og skilur ekkert í því að nokkur maður komist í jólaskap áður en hann fær kæstustu skötu sem hægt er að finna á Þor- láksmessu (og þá á Axlar-Björn ekki við að fara í Múlakaffi í hádeg- inu heldur að elda skötuna heima með tilhlýðandi lykt, og jafnvel kveini nágrannanna í sama stigagangi). Axlar-Birni finnst nefnilega að jól- in hefjist í fyrsta lagi 23. desember, ekki 18. október. Samt þarf það kannski ekki að koma á óvart að fólki liggi svona á að hefja jólaundir- búninginn. Þetta ár er búið að vera hið furðulegasta. Sumarið sem venjulega kemur ekki fyrr en um miðjan júlí og rís hæst í ágúst kom tveimur mánuðum of snemma. Nú var sólarsamba í júní og framan af júlí en þegar ágúst hóf göngu sína var sumarið búið. Út frá því mætti ef til vill álykta að desember væri við það að ganga í garð. En kannski ekki. Axlar-Birni fannst í gamla daga að jólin væru að koma þegar þingmennirnir hættu rifrildinu um fjárlögin og afgreiddu þau rétt fyrir jól. Hin síðari ár hefur þingstarfið alltaf klárast fyrr og fyrr fyrir jólin. Og væntanlega verður Sturla Böðvarsson þingforseti bú- inn að reka alla heim um miðjan mánuðinn. Kannski er ekki svo að það séu bara verslunarmenn í jóla- ham sem liggur á. Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: reynir traustason og Sigurjón m. Egilsson ábm. fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson auglýSingaStjóri: Valdimar Birgisson Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. AðALnúmer 512 7000, ritstjórn 512 7010, ÁskriftArsími 512 7080, AugLýsingAr 512 70 40. Jólin koma... snemma axlar-björn ReyniR TRausTason RiTsTjóRi skRifaR Gagnvart almenningi er Svandís orðin ein af strákunum í Orkuveitunni. Landslagsbreytingar leiðari Uppgjörið innan borgarstjórnarmeiri-hlutans hefur leitt það af sér í einni sjón-hendingu að ný kynslóð stjórnmála-manna er komin fram á sviðið. Í öllum flokkum hefur REI-málið orðið til þess að raska valdahlutföllum. Sjálfstæðisflokkurinn situr uppi með þá höfuðsynd að borgarstjórnarflokkurinn sveik leiðtoga sinn með því að funda með formanni flokksins á bak við borgarstjórann. Þar skiptir engu þótt sexmenningarnir hafi að hluta látið stjórnast af pólitískum hugsjónum. Veruleikinn er alvarlegur trúnaðarbrestur sem leiðir til þess að klofningur í Sjálfstæðisflokknum er staðreynd þótt hver um annan þveran reyni að ljúga sig frá þeim veruleika. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, er kominn að endimörkum síns pólitíska ferils. Vandinn er hins vegar sá að þau sem sviku hann eiga ekki mikla möguleika til að taka við sem leiðtogar. Gísli Mart- einn Baldursson og Hanna Birna Kristjánsdóttir eru því ekki líkleg til þess að endurreisa traust fólks á flokknum. Nýr leiðtogi þarf að koma til svo REI-klúðrið verði gert upp innan flokks. Framsóknarmaðurinn Björn Ingi Hrafnsson er í stöðunni sterki maðurinn. Ef ekkert óhreint kemur upp við skoðun á REI-málinu í heild sinni þarf hann einungis að tilkynna fólki að hann ætli að taka við formennsku og stóllinn er hans. Guðni Ágústsson formaður er hluti af gamla valdakjarnanum rétt eins og Val- gerður Sverrisdóttir og þau munu eiga þann kost vænstan að ganga í herráð Björns Inga. Óljóst er með stöðu Svandísar Svavarsdóttur. Hennar sól reis vegna þess að hún réðst með kjafti og klóm á meint spillingaröfl tengd Orkuveitu Reykjavíkur. Nú er hún gengin í björg og aðeins tímaspursmál hvenær vinstri grænir fallast á að opinbert fyrir- tæki megi vinna með einkafyrirtæki svo sem ger- ist í REI. Gagnvart almenningi er Svandís orðin ein af strákunum í Orkuveitunni og enginn botnar í byltingunni. En Svandís er þó klár- lega komin til að vera þótt staða hennar verði líkari því sem var hjá Árna Þór Sigurðssyni, fyrrverandi borgarfulltrúa VG, sem í kyrrþey tókst ágætlega upp við að samþykkja virkjanir og annað það sem ekki telst vera í anda hugsjóna vinstri grænna. Samfylkingin stórgræðir á uppnáminu. Dagur B. Eggertsson hreppti borgarstjórastólinn. Ára hans er hrein og ekkert bendir til pólitískr- ar spillingar. Hann er kominn í fremstu víglínu forystu Samfylk- ingarinnar. Hann og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra eru skærustu stjörnur næstu kynslóðar ráðamanna í flokknum. Lands- lagsbreytingar vegna REI-málsins ná inn í alla flokka og eru þær mestu sem sést hafa á síðari árum og leiðtogar næstu framtíðar eru komnir fram. Dómstóll götunnar Eiga samkynhnEigðir að hafa sama rétt og aðrir innan Þjóðkirkjunnar? „já, já.“ Hildur Björnsdóttir, 44 ára „já, eins og þjóðfélagið er í dag, því ekki?“ Rósa Þorsteinsdóttir, 52 ára matráður á leikskóla „Þau eiga að hafa nákvæmlega sömu réttindi ef ekki bara meiri.“ Þröstur Árnason, 32 ára athafnamaður „Þau eiga að sjálfsögðu að eiga sama rétt þó að ég ætli ekki að hafa neina skoðun á Þjóðkirkjunni.“ Jörmundur Ingi, 67 ára Reykjavíkurgoði sanDkorn n Svo virðist sem Sjálfstæð- isflokkurinn hlýði ekki leng- ur foringja sínum. Á dv.is er sagt frá því að á 200 manna fundi sjálfstæðismanna í Valhöll virtu fundarmenn ekki til- mæli Geirs H. Haarde flokksfor- manns um að hætta umræðum um borg- arstjórn- armálið. Fundarmenn hættu held- ur ekki þegar framkvæmd- arstjóri flokksins vildi slíta honum. Var fundinum fram- haldið eftir nokkurt þóf og tóku þá fjölmargir borgar- fulltrúar til máls. n Rannís gefur að vanda út dreifirit sem fylgir Morgun- blaðinu og nær þannig til um þriðjungs landsmanna. Það er upplýsingastjóri Rann- ís, Páll Vilhjálmsson, sem ritstýrir blaðinu. Páll fékk á sínum tíma þungan dóm fyrir meiðyrði í garð Hregg- viðs Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Íslenska útvarpsfé- lagsins. Upplýsingastjórinn er afkastamikill bloggari á Moggavef en þar reifaði hann þá skoðun sína að ástæðulaust væri að viðhafa sérstakar vísindalegar verð- kannanir. Eiginkona Páls annaðist lengi verðkannanir fyrir Moggann. n Hermt er að hákarlaslagur sé nú um stóran hlut í olíufélag- inu Skeljungi. Björgólfur Guð- mundsson er sagður hafa sýnt áhuga á kaupunum en einn- ig Magnús Kristinsson auðjöfur frá Vestmanna- eyjum. Magnús barðist við Björgólf Thor um yfirráð yfir Straumi og tapaði þar. Þó heyr- ast einnig þær sögur að Magn- ús sé hættur við að reyna að ná Skeljungi undir sig og svermi frekar fyrir nýju bílaumboði. n Enginn kærleikur er nú inn- an Ísafjarðarlistans eftir að Sigurður Pétursson, leiðtogi listans, krafðist þess að óháð nefnd færi yfir þá ákvörðun fræðslunefndar að mæla með öðrum en bæjarfull- trúa í stöðu skólastjóra grunn- skólans. Kolbrún Sverrisdótt- ir, sem varð landskunn fyrir baráttu sína við trygg- ingafélag í Æsumálinu, var fulltrúi Í-listans í málinu og studdi ráðninguna en hefur nú sagt af sér í þjósti. Kolbrún er þekkt fyrir að leggja trygg- ingafélag og samgönguráð- herra til að verja minningu eiginmanns síns og föður sem fórust með Æsu. DV Umræða mÁnuDAgur 22. október 2007 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.