Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Síða 12
Liverpool sigraði Everton í skemmti-
legum nágrannaslag þar sem úrslitin
réðust á lokamínútunni. Mark Clatt-
enburg var í aðalhlutverki en hann
dæmdi á leikmenn Everton tvær víta-
spyrnur og gaf þeim tvö rauð spjöld í
kjölfarið. Jafnframt sleppti hann því
að dæma augljósa vítaspyrnu á Liver-
pool. Liverpool vann góðan 2–1 úti-
sigur á grönnum sínum í Everton á
Goodison Park. Leikurinn var hraður
og skemmtilegur á að horfa og er hann
án vafa einn af bestu leikjum tímabils-
ins. Mýmörg umdeild atvik áttu sér
stað auk þess sem fjöldi færa leit dags-
ins ljós.
Jafnræði var með liðunum í fyrri
hálfleik þó nóg væri um færi. Stev-
en Gerrard leikmaður Liverpool
og Alan Stubbs leikmaður Evert-
on fengu báðir ágæt færi til þess að
skora áður en Everton tók forystuna.
Everton ógnaði í sífellu með föstum
leikatriðum sem mörg hver komu
eftir að brotið var á Yakubu eða
Anirchebe í framlínu Everton en
þessir tveir leikmenn mynda eitt-
hvert sterkasta framlínupar deild-
arinnar. Fyrsta markið kom eftir
hornspyrnu frá Mikel Arteta, Liver-
pool-mönnum gekk illa að hreinsa
frá, Stubbs setti hann fyrir markið
þar sem Jagielka reyndi að skjóta á
markið en ekki vildi betur til en svo
að boltinn fór í höfuð Samis Hyypia
og þaðan í stöng og inn.
Umdeildur Clattenburg
Staðan í leikhléi var 1–0 fyrir
heimamenn sem héldu áfram að
sækja í upphafi síðari hálfleiks með
þá Arteta og Joleon Lescott öfluga á
vinstri vængnum. En á 53. mínútu
kom upp umdeilt atvik sem breytti
leiknum. Steven Gerrard tók bolt-
ann með sér inn í teig í kraftmiklu
hlaupi. Tony Hibbert fylgdi honum
eftir og var svo til samsíða honum
þegar hann togaði í treyju Gerrards.
Gerrard lét sig falla með tilþrifum
og vítaspyrna dæmd og rautt spjald
fór á loft á Hibbert. Úr vítaspyrn-
unni skoraði Dirk Kuyt. Þrátt fyr-
ir að vera einum færri héldu Evert-
on-menn áfram að vera framarlega
á vellinum.
Stuttu eftir fyrsta markið hefði
Everton getað fengið vítaspyrnu
þegar Steve Finnan virtist halda
Lescott inni í teignum. En Clatten-
burg ákvað að dæma ekki, réttilega.
Liverpool-menn sóttu ívið meira
þegar á leið hálfleikinn enda ein-
um fleiri. Vörn Everton hélt hins
vegar ágætlega þar til á lokamínút-
unni þegar Lucas Levia átti skot að
marki sem Phil Neville varði á lín-
unni með hendi. Hann var send-
ur af leikvelli með rautt spjald og
Dirk Kuyt skoraði úr vítaspyrnunni.
Í uppbótartíma hefði Everton átt að
fá vítaspyrnu þegar Jamei Carragher
togaði Lescott niður í teignum en af
óskiljanlegum ástæðum lét Clatten-
burg leikinn halda áfram. Clatten-
burg hafði fram að þessu átti ágætan
leik sem erfitt var að dæma en þessi
augljósa vítaspyrna var eitthvað
sem dómari í ensku úrvalsdeildinni
á ekki að láta fram hjá sér fara.
Ólík sýn þjálfaranna
Liverpool-menn fóru því með
sigur af hólmi úr þessum frábæra
nágrannaslag. Everton-menn sitja
eftir með sárt ennið en margt virtist
benda til þess að liðið myndi vinna
leikinn þar til þeir lentu manni undir.
Rafa Benitez stráði salti í sár heima-
manna eftir leikinn þegar hann tjáði
sig um kröfu Everton-manna um
víti undir lok leiksins. „Mér þykir
það undarlegt á Englandi þegar þú
sérð leikmenn láta sig detta í teign-
um. Það á ekki að sjást.“
Aðspurður hvort hann teldi sig-
urinn vera sanngjarnan sagði Ben-
itez: „Mér fannst það. Þeir spiluðu
löngum boltum en við reyndum
að spila boltanum á milli okkar. Ég
skipti Gerrard af velli því stundum
þarftu að spila af skynsemi en ekki
með hjartanu. Við þurftum að halda
boltanum og það er eitthvað sem
mér fannst vanta þegar Gerrard var
á vellinum.“
David Moyes stjóri Everton var
afar ósáttur við Steve Clattenburg
dómara og gagnrýndi vítaspyrnu-
dóminn þar sem Gerrard féll við
í átökum við Tony Hibbert. „Ég er
ekki viss hvort fyrsta atvikið var víta-
spyrna, tveir leikmenn börðust og
hönd Gerrards fór utan um Hibbert
áður en það varð nokkur snerting.
Gerrard féll og Hibbert renndi sér
aldrei,“ segir Moyes. Hann var einn-
ig ósáttur við að fá ekki vítaspyrnu
í leiknum. „Á lokamínútunni fékk
dómarinn tækifæri á því að leið-
rétta fyrri dóminn og það hefði ver-
ið eitthvað sem Everton átti skilið.
En hann dæmdi ekki vítaspyrnuna
sem við verðskulduðum enn meira
en þeir sínar vítaspyrnur og ef þetta
var ekki víti þá er ég í öðrum leik en
dómarinn,“ segir Moyes.
Mánudagur 22. október 200712 Sport DV
með boltann
Skot að marki
Skot á mark
rangStöður
hornSpyrnur
aukaSpyrnur
gul Spjöld
rauð Spjöld
áhorfendur: 40.049
everton
liverpool
howard, hibbert, yobo, Stubbs,
lescott, arteta, jagielka, neville,
osman, yakubu (mcfadden 77.),
anichebe (baines 84.).
reina, finnan, Carragher, hyypia,
riise, gerrard (lucas 71.),
mascherano, Sissoko (pennant
88.), benayoun (babel 68.),
Voronin, kuyt.
maður leiksins
Joleon Lescott, Everton
39%
7
1
0
9
10
1
2
61%
21
7
3
6
16
2
0
1:2hyypia 38. sjálfsmark. kuyt 54. vítaspyrna, 90. vítaspyrna.
Viðar GUðjÓnsson
blaðamaður skrifar: vidar@dv.is
Liverpool sigraði Everton í nágrannaslag á Goodison
Park. Umdeild atvik settu svip sinn á leikinn sem var
skemmtilegur á að horfa.
BlÓðuG BarÁtta Á GooDison park
Hart Barist Mikil átök voru í leik
everton og Liverpool.
rautt spjald? Sumir töldu að dirk kyut hefði átt að fá rauða spjaldið fyrir þessa
tæklingu.