Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Side 13
Englandsmeistarar Manchester
United höfðu ekki fengið á sig mark
í 611 mínútur þegar þeir gengu inn á
Villa Park á laugardaginn. Villa Park
er sá staður sem hentar United hvað
best en þeir hafa nú unnið síðustu
ellefu leiki sína þar í öllum keppn-
um. Villa-menn komu ákveðnir til
leiks og voru búnir að setja boltann í
netið hjá meisturunum eftir einung-
is tólf mínútna leik. Ashley Young
átti þá eitraða fyrirgjöf frá vinstri sem
gjörsamlega ódekkaður Gabriel Ag-
bonlahor skallaði snyrtilega í net-
ið. Smátt og smátt fóru Manchest-
er-menn að ná tökum á leiknum og
tóku síðan öll völd á vellinum.
Scott Carson, markvörður Ast-
on Villa, þurfti að fara að vinna fyr-
ir kaupinu eftir tæpan hálftíma leik
þegar Paul Scholes og Wayne Roon-
ey sundurspiluðu vörn heimamanna
og lögðu upp gott skotfæri fyrir Carl-
os Tevez sem Carson varði vel. Hann
kom þó engum vörnum við þegar
Nani renndi knettinum fyrir mark
Aston Villa og Wayne Rooney fékk
auðveldasta færi leiksins þökk sé
sofandahætti varnarmanna Villa
og skoraði auðveldlega. Gestirnir
héldu áfram, staðráðnir í að komast
yfir sem og tókst einni mínútu fyrir
lok venjulegs leiktíma. Frábær und-
irbúningur Carlos Tevez setti upp
dauðafæri fyrir Rooney fyrir miðj-
um teignum sem hann nýtti vel með
góðu skoti undir Carson. Þetta var
fimmta mark Rooneys í fjórum leikj-
um með landsliði og félagsliði.
Þegar komið var fram í uppbót-
artíma í fyrri hálfleik bættist grátt
ofan á svart fyrir Villa menn. Rio
Ferdinand náði þá að koma skoti á
markið sem Craig Cardner ætlaði að
hreinsa frá en heppnaðist ekki bet-
ur en það að negla boltanum í slána
og inn. Seinni hálfleikurinn var al-
gjörlega í eigu Manchester United.
Aston Villa kom vart við boltann og
United sendi knöttinn rólega á milli
sín í leit að færum. Þetta fór að fara í
skapið á Nigel Reo-Coker sem nældi
sér í sitt fimmta gula spjald á tíma-
bilinu snemma í seinni hálfleik þeg-
ar hann braut á Tevez. Coker bætti
svo um betur þegar hann straujaði
niður Anderson á miðjum vellinum
þegar engin hætta stafaði af honum.
Ein heimskulegasta ákvörðun helg-
arinnar verðskuldaði gult spjald sem
hann og fékk og var sendur í sturtu
eftir klukkutíma leik.
Þegar heimamenn héldu að líf-
ið gæti ekki orðið verra var mark-
vörðurinn, Scott Carson, svo rekinn
af velli sjö mínútum síðar fyrir að
brjóta á Tevez inni í teig sem kostaði
hann bæði rautt spjald og víti. Fyrr-
verandi undirmaður Davids Seam-
an hjá Arsenal, Stuart Taylor, skokk-
aði þá í markið og gerði sér lítið fyrir
og varði vítaspyrnu Waynes Roon-
ey og neitaði honum um leið um
fyrstu þrennu ársins í enska bolt-
anum. Tveimur fleiri virkaði leik-
urinn eins og létt æfing fyrir Unit-
ed. Það var hægt að telja á fingrum
annarrar handar hversu oft Villa-
menn snertu boltann eftir þetta.
Þeir lágu til baka og reyndu að beita
snöggum sóknum með Agbonlahor
fremstan í flokki. Það voru þó Unit-
ed sem voru nær því að skora þeg-
ar Rooney reyndi aftur við þrenn-
una með bylmingsskoti sem hrökk
af slánni. Stuart Taylor bætti við rós
í hnappagatið á innkomu sinni þeg-
ar hann varði skot Carlos Tevez af
stuttu færi með góðu úthlaupi en
Argentínumaðurinn fór þar illa með
dauðafæri. Þegar Villa-menn virt-
ust ætla að halda þetta út var það
reynsluboltinn með nýja samning-
inn, Ryan Giggs, sem jók muninn
með arfaslöku skoti sem hrökk af
tveimur varnarmönnum Villa og í
netið. Sigurinn var sá sjötti í röð hjá
Manchester United sem nú hefur
skorað átta mörk í tveimur leikjum
í deildinni eftir að hafa skorað sjö
mörk í átta leikjum.
Miskátir knattspyrnustjórar
„Þetta var okkar besti leikur í ár,“
sagði kampakátur Alex Ferguson eftir
leik. „Flæðið í leik okkar, tempóið og
hreyfing án bolta var framúrskarandi.
Tíu mínútna kaflinn þar sem við skor-
uðum þrjú mörk eftir að Villa hafði
komist yfir var frábær,“ bætti Skotinn
við að lokum. Martin O‘Neill, stjóri
Villa, var eðlilega ekki jafn kátur. „Við
byrjuðum vel og áttum kannski að
skora annað mark. Okkur var svo refs-
að fyrir slakan varnarleik en mörkin
sem við fengum á okkur voru of auð-
veld,“ sagði O‘Neill sem var ekki sátt-
ur við rautt spjald Reo-Coker. „Fyrra
gula spjaldið er hægt að ræða en það
seinna var aldrei nokkurn tíma gult.
Það var mjög hörð ákvörðun.“
DV Sport Mánudagur 22. október 2007 13
með boltann
Skot að marki
Skot á mark
rangStöður
hornSpyrnur
aukaSpyrnur
gul Spjöld
rauð Spjöld
áhorfendur: 42.640
aston villa
man. united
Carson, mellberg, knight (taylor
67.), laursen, bouma, gardner
(maloney 53.), reo-Coker, barry,
young, agbonlahor, moore
(osbourne 54.).
Van der Sar, pique, brown,
ferdinand, evra, nani, anderson,
Scholes (o’Shea 77.), giggs
(ronaldo 76.), tevez (fletcher
73.), rooney.
maður leiksins
Wayne Rooney, Man. United
30%
14
3
3
3
10
1
2
70%
23
13
0
9
10
2
0
1:4agbonlahor 13. rooney 36., 44., ferdinand 45., giggs 75.
WEST HAM
LIVERPOOL
W W W. I C E L A N DA I R . I S
28.–30.
JANÚAR
49.300KR.
Verð á mann í tvíbýli
Icelandair er samstarfsaðili West Ham og býður ferðir
á alla heimaleiki liðsins í vetur. Fjölmargir leikir framundan,
s.s. á móti Birmingham, Blackburn og Portsmouth.
+ Nánari upplýsingar:
www.icelandair.is/ithrottaferdir
Það var engin breyting á gengi Manchest-
er United á Villa Park um helgina. United
hefur gengið hvað best á þeim velli, sama
um hvaða keppni er að ræða, og þar lönd-
uðu þeir sínum sjötta sigri í röð í deild-
inni gegn Aston Villa.
besti leikur
manCHester
united
Tveimur færri Carson sendur í bað eftir skrautlega tæklingu á Carlos tevez.
Fögnuður gabriel agbonlahor
skoraði fyrsta markið sem Manchest-
er united fær á sig í 622 mínútur.
Komnir yfir Wayne rooney sjóðheitur
þessa dagana að koma Manchester
united yfir í leiknum.