Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Page 14
Finninn Antti Niemi, mark- vörður Fulham, var besti maður- inn á vellinum þegar Fulham náði jafntefli við Derby 0-0. Niemi varði tvisvar frá þeim Kenny Miller og Giles Barnes og einu sinni frá Aar- on Hughes samherja sínum. Paul Kochesky, leikmaður Fulham, lét reka sig af velli fyrir að gefa Craig Fagan olnbogaskot. Fulham var ekki gott í þessum leik þrátt fyrir allan þann pening sem eytt hefur verið í liðið. Derby- menn voru óheppnir að ná ekki í sinn fyrsta útisigur á tímabilinu. Þeir geta hins vegar sjálfum sér um kennt því liðið fékk næg tækifæri til að skora að minnsta kosti eitt mark. „Ég held að rauða spjaldið hafi verið réttur dómur. Paul hefur ver- ið einn af okkar bestu leikmönnum þetta tímabilið en dómarinn gat ekki annað en dæmt. Ég mun tala við hann eftir helgi til að komast að hvað það var sem hrjáði hann því hann virkaði reiður í leiknum. Ég sá að þetta var að fara gerast og dómarinn gat ekki gert neitt ann- að,“ sagði Lawrie Sanchez, þjálfari Fulham, eftir leik um rauða spjald- ið sem Paul Kochesky fékk. „Við spiluðum illa í fyrri hálfleik, virk- uðum stressaðir og biðum eftir að hlutirnir færu á versta veg. En við vorum betri í síðari hálfleik og við munum byggja ofan á það.“ Billy Davies, stjóri Derby, sagði að liðið væri á réttri leið. „Fyrsta stigið á útivelli er alltaf vel þegið. En við þurfum að halda áfram því þetta er ekki spretthlaup, þetta er maraþon. Svo lengi sem frammi- staðan batnar og við getum tekið eitthvað jákvætt út úr leiknum er ekki hægt að biðja um meira. Við erum að verða betri og erum á réttri leið.“ benni@dv.is Mánudagur 22. október 200714 Sport DV með boltann Skot að marki Skot á mark rangStöður hornSpyrnur aukaSpyrnur gul Spjöld rauð Spjöld áhorfendur: 22.576 fulham derby niemi, baird, Stefanovic, hughes, konchesky, bouazza, davis (davies 69.), murphy, ki-hyeon (bocanegra 46.), kamara (healy 87.), dempsey. bywater, mears, moore, davis (barnes 43.), mceveley (griffin 71.), pearson, oakley, leacock (howard 78.), lewis, fagan, miller. maður leiksins Antti Niemi, Fulham 47% 16 8 0 6 9 0 1 53% 13 7 1 8 14 2 0 0:0 Lineker til Chelsea Tobias Lineker, 11 ára sonur hins fræga markaskorara garys Lineker, hefur skrifað undir unglingasamning við Chelsea. „Hann er efnilegur leikmaður og öll liðin í London voru á eftir honum. Við bindum miklar vonir við hann og ef til vill verður hann framtíðarfram- herji englands,“ sagði ónafn- greindur maður hjá Chelsea í viðtali við hið magnaða rit the Sun. gary Lineker var að vonum ánægður fyrir hönd sonar síns, sem hafði verið orðaður við arsenal og svo tottenham. Vidic fer með til Úkraínu Miðvörðurinn Nemanja Vidic kemur á ný inn í leikmannahóp Manchester united fyrir leikinn gegn dynamo kiev í Meistaradeild evrópu sem fram fer í Úkraínu á þriðjudagskvöldið. Vidic fékk heilahristing í leik gegn Wigan fyrir tveimur vikum og hefur ekki spilað síðan. alex Ferguson kveðst ekki viss um hvort hann noti Serbann í leiknum. „Hann er nálægt því að vera tilbúinn á ný en ég er ekki alveg viss ennþá hvort það er í lagi. Hann æfði á föstudag en þegar um höfuðmeiðsli er að ræða tekur maður enga áhættu,“ sagði Ferguson. ef Vidic spilar ekki verður Wes brown væntanlega í stöðu miðvarðar. ótrúlegt en satt, þá verður Louis Saha ekki með þar sem hann er meiddur, merkilegt nokk. Saha hefur verið frá í þrjár vikur og hafði gert sér vonir um að ná leiknum í Úkraínu. Ekkert að tæklingunni Dirk Kuyt, framherji Liverpool, hefur komið fram og sagt að tækling hans í átt að Phil neville hafi ekki verðskuldað spjald. Mike Powell sem á heimsmet í langstökki hefði verið stoltur af stökkinu sem kuyt sýndi. „Fólk sem sá þetta í sjónvarpinu hefur sagt við mig að ég hefði vel getað fengið rautt spjald. en ég var að reyna að fara í boltann og passa mig að fara ekki í hann. Sem tókst. kannski var ég heppinn en ég hef aldrei farið í tæklingu með það fyrir augum að reyna að meiða menn. Þetta var gult spjald og ekkert meir.“ gamla brýnið alan Stubbs hjá everton var ekki jafn hrifinn. „Þetta var næstum því morðtilraun. tveggja fóta. ef leikmaður hoppar svona með báða fætur á undan sér er það rautt spjald og ekkert annað. Hann fékk gult. ef Phil hefði ekki hoppað upp og verið heiðarlegur í sínum leik, látið hann fara í sig, hefði þetta verið rautt.“ Vorum of latir Micah Richards, varnartröll Manchester City og enska landsliðsins, sagði að enska landsliðið hefði verið of latt í stöðunni 1-0 á móti rússum. „Þetta er eitthvað sem við ætluðum ekki að láta gerast, þetta bara gerðist. Þeir spiluðu þannig fótbolta að við duttum til baka. Við fengum færi í leiknum en vorum of latir og kærulausir í fimm mínútur og það reyndist okkur dýrt.“ ef england kemst ekki á eM verður Steve McClaren rekinn, en richards styður landsliðs- þjálfarann. „Við erum allir 100% á bak við stjórann. Hann hefur þurft að fást við ótrúlega mikið af meiðslum en hann velur alltaf sterkasta liðið. Stundum vinnur maður og stundum tapar maður. Hann hefur alltaf staðið beinn og tekið gagnrýnina á sig og aldrei gagnrýnt leikmenn þó við eigum það stundum skilið. Leikmönnum er ekki sama um gengi englands. Það eru allir stoltir af því að fara í búninginn og tilbúnir að leggja sig fram.“ Enski boLtinn Ummæli Didiers Drogba í miðri viku þar sem hann sagði að hann vildi yf- irgefa Chelsea virtust ekki draga mik- inn dilk á eftir sér. Hann sagði síðar að hann sæi mikið eftir að hafa sagt þetta og væri enn Chelsea-leikmað- ur. Hann skoraði eitt marka Chelsea þegar liðið vann Middlesbrough 2–0. Tröllið frá Brasilíu, Alex, bætti öðru marki við með þrumufleyg úr auka- spyrnu. Það vantaði ensku landsliðs- mennina John Terry og Ashley Cole í lið Chelsea þar sem þeir eru báðir meiddir. Drogba var í byrjunarliðinu á ný eftir leikbann en Avram Grant stjóri Chelsea gerði alls fimm breyt- ingar á sínu liði. Það leið ekki langur tími frá því að leikurinn var flautaður á þangað til Drogba var búinn að gera það sem hann gerir svo vel. Að koma boltanum í net andstæðinganna. Tók léttan þríhyrning við Frank Lampard og skoraði framhjá Mark Schwarzer markverði Boro. Það var kannski við hæfi að Drogba og Lampard bjuggu til markið en báðir voru þeir mik- ið í fréttunum í síðustu viku. Drog- ba út af ummælum sínum en Lamp- ard vegna slakrar frammistöðu með enska landsliðinu. Chelsea-menn spiluðu vel í þess- um leik, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þeir virtust geta opnað vörn heimamanna að vild. Heimamenn fengu þó sín færi, börðust eins og ljón og voru nálægt því að jafna þeg- ar Mido skallaði úr dauðafæri beint á Petr Cech markvörð Chelsea. Drog- ba, Lampard og Joe Cole voru allt- af að búa eitthvað til hjá Chelsea þó dauðafærin hafi látið á sér standa. Stórbrotið mark Alex Mido var hættulegur í teig Chel- sea og eftir sendingu Stuarts Downing skallaði hann rétt framhjá. Downing vildi svo fá víti þegar hann skaut bolt- anum að því er virtist í hönd Johns Obi Mikel innan teigs. Mark Halsey dómari dæmdi ekkert, Chelsea brunaði fram og Fabio Rochemback braut á Michael Essien um 30 metra frá marki. Frank Lampard rúllaði boltanum til Alex sem þrumaði boltanum, óverjandi fyr- ir Schwarzer í markinu. Eftir það hélt Chelsea boltanum vel innan liðsins og Boro ógnaði ekki eftir það. 2-0 útisig- ur Chelsea er kærkominn eftir erfið- ar undanfarnar vikur. Leikmenn liðs- ins hafa mikið verið í fréttum en létu verkin tala inni á vellinum. Segja má að Chelsea sé komið aftur eftir að Jose Mourinho fór frá félaginu. Leikmenn virðast búnir að sætta sig við ákvörð- unina og einbeita sér að fótboltanum. Boro-menn stóðu í Chelsea til að byrja með en það er eins og undanfarin ár, það vantar allan slagkraft í liðið og staða liðsins sem miðjulið er ekki að fara að breytast í nánustu framtíð. „Á móti liði sem hefur svona mikil gæði í sínu liði má ekki fá mark á sig svona snemma,“ sagði Gareth South- gate stjóri Boro eftir leikinn. „Við vor- um ekki nálægt þeim fyrr en þeir voru búnir að skora markið og þá var það einfaldlega of seint. Cech varði frábær- lega frá Mido, við sköpuðum okkur góð tvö til þrjú góð færi og vorum vel inni í leiknum. Svo kom þessi aukaspyrna sem var frábær og hún drap leikinn. En við áttum góða kafla í leiknum og við þurfum bara að bretta upp erm- arnar og standa þétt saman sem lið,“ bætti Soutgate við. Sáttur með sigurinn „Við spiluðum vel og unnum verð- skuldað. Ég er sáttur með sigurinn og ánægður með spilamennskuna því hún batnar frá leik til leiks. Við byrj- uðum leikinn vel og áttum að vera búnir að skora annað mark í fyrri hálf- leik. Skotið hjá Alex var frábært og það var stórbrotið mark. Fyrra markið var einnig fallegt með góðri samvinnu,“ sagði Avram Grant stjóri Chelsea. Hann bætti við að ummæli Drogba myndi ekki draga dilk á eftir sér. „Ég hef séð Drogba á æfingum, á skrifstof- unni og á vellinum og ég hef ekki séð neitt vandamál hjá honum. Ef hann sagði eitthvað utan vallar sem hann sér eftir er það allt í lagi. Hann er ekki neikvæður maður. Ef hann hefði verið neikvæður við mig, á vellinum eða á æfingum, væri það allt annað mál. En það er ekki þannig. Leikmenn þurfa að fá að tjá sig og hann gerði það. Hann lét hins vegar verkin tala á vellinum.“ BeNeDiKT BóAS hiNRiKSSoN blaðamaður skrifar: benni@dv.is með boltann Skot að marki Skot á mark rangStöður hornSpyrnur aukaSpyrnur gul Spjöld rauð Spjöld áhorfendur: 27.699 middlesbrough chelsea Schwarzer, young, Woodgate, riggott, taylor, o’neil, boateng (Cattermole 67.), rochemback, downing, Sanli (Craddock 84.), mido. Cech, belletti, Carvalho, alex, ferreira, obi, essien (Sidwell 81.), lampard, joe Cole, drogba (Shevchenko 85.), malouda (Wright-phillips 75.). maður leiksins Frank Lampard, Chelsea 39% 9 2 1 6 10 1 0 61% 13 5 3 6 9 1 0 0:2 drogba 8., alex 57. chelsea komið afTur Didier Drogba skoraði eitt marka Chelsea þeg- ar liðið vann Middles- brough 2–0. Drogba sagði í vikunni að hann vildi fara frá liðinu en sá eftir þeim ummælum og sannaði sig enn og aftur sem frábær markaskorari: Góður Frank Lampard stóð fyrir sínu. Fallegasta mark helgarinnar alex skorarði gull af marki með þrumufleyg. Antti Niemi, markvörður Fulham, varði eins og berserkur á móti Derby og bjargaði stigi: derby komSt framhjá niemi Rautt og ekkert annað Paul konchesky dúndraði olnboganum í andlit Craigs Fagan og fékk verðskuldað rautt spjald.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.