Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Page 26
Í Syndum feðranna er sögð saga þeirra drengja sem upplifðu þá vít- isvist sem var látin viðgangast á vist- heimilinu Breiðavík á árunum 1953 til 1973. Eins og alkunna er fór gríðarleg fjölmiðlaumfjöllun í gang um málið snemma á þessu ári og eftir hana má ætla að margir hafi talið sig vita flest ef ekki allt sem hægt er að vita um mál- ið. Sú hugsun blundaði í mér þegar ég fór á myndina. En mikið er ég feginn að hafa séð hana. Það er átakanlegt að sitja í eina og hálfa klukkustund og horfa og hlusta á sögu manna sem beittir voru ólýs- anlegu harðræði og ofbeldi og lifað hafa ógæfusömu og á margan hátt ömurlegu lífi sökum ódæðisverk- anna. Menn sem aldrei hafa náð að fóta sig almennilega í tilverunni vegna þess hvernig farið var með þá þegar þeir voru litlir drengir á stofn- un sem ríkið rak, sendi þá þangað fyr- ir litlar sem engar sakir og réð óhæft starfsfólk til að „annast“ þá. Og líf svo margra annarra, ættingja og aðstand- enda, varð líka annað og verra þökk sé kvölurunum á Breiðavík. Aðeins tilfinningalaus vera kemur ósnortin út af mynd eins og þessari. Í lagi eftir Bubba sem ber sama titil og myndin segir frá manni sem situr sem lamað- ur, uppfullur af reiði og sorg. Sú lýsing á væntanlega við um flesta sem sjá Syndir feðranna. Nálgun leikstjóranna, Bergsteins og Ara Alexanders, er afar fagleg og það sama má segja um myndina í heild. Vinnan við myndina hefur enda staðið yfir lengi eins og þeir hafa lýst í viðtölum, eða um sjö ár. Tilfinn- ingaklámi er ekki fyrir að fara eins og umfjöllunin síðasta vetur var, í það minnsta nánast, komin út í. Viðtölin við fyrrverandi forstöðumenn Breiða- víkur, til dæmis Björn Loftsson og Hallgrím Sveinsson, sitja líka í manni. Afneitunin, blindan eða hvaða nafni maður skal kalla þetta sem frásögn þeirra er hjúpuð er ógleymanleg. Og óskiljanleg. Það var fróðlegt og um leið sorglegt að heyra hvernig mönnum hafði reitt af. Nánast enginn virðist hafa komist stóráfallalaust í gegnum lífið. Nokkr- ir drengjanna yfirgáfu föðurlandið á fullorðinsárum í leit að sálarró, eða eins langt og hægt var að ná í þeim efnum í ljósi aðstæðna, og var á þeim að skilja að það hafi gert þeim gott. En ekki lifðu allir þeir 128 drengir, sem vistaðir voru á Breiðavík á tímabilinu sem um ræðir, til að segja sögu sína. Og í þessari mynd fáum við aðeins að heyra örfáar sögur. Einn þeirra sem rætt er við í myndinni svipti sig lífi á meðan á gerð hennar stóð. Fyrirhug- að ferðalag á slóð hörmunganna var honum um megn. Það er kannski einhverjum um megn að horfa á þessa mynd. Reyn- ið samt. Mér var nánast um megn að halda aftur af tárunum þegar fyrrver- andi vistmenn Breiðavíkur fóru upp á svið að lokinni sýningu og tóku við dynjandi og verðskulduðu lófaklappi fyrir hugrekki sitt og seiglu. Og það sama sýndist mér eiga við um marga aðra í salnum. Bíódómur Syndir Feðranna Leikstjórar: Bergsteinn Björgúlfsson og Ari Alexander Ergis Magnússon Niðurstaða: HHHHH Syndaflóð og táraflóð Mánudagur 22. október 200726 Bíó DV Úr Syndum feðranna „Það er átakanlegt að sitja í eina og hálfa klukkustund og horfa og hlusta á sögu manna sem beittir voru ólýsanlegu harðræði og ofbeldi og lifað hafa ógæfusömu og á margan hátt ömurlegu lífi sökum ódæðisverkanna.“ - bara lúxus Sími: 553 2075 THE HEARTBREAK KID kl. 5.40, 8 og 10.20 12 THE KINGDOM kl. 5.40, 8 og 10.20 16 3:10 TO YUMA kl. 5.30, 8 og 10.30 16 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR www.laugarasbio.is - Miðasala á www.SAMbio.is 575 8900i i AKUREYRI ÁLFABAKKA SELFOSSI KEFLAVÍK SUPERBAD kl. 8 - 10:20 12 STARDUST kl. 8 10 3:10 TO YUMA kl. 10:30 16 THE HEARTBREAK KID kl. 8 - 10:20 L GOOD LUCK CHUCK kl. 8 L NO RESERVATION kl. 10 L THE BRAVE ONE kl. 8 16 STARDUST kl. 8 10 HEARTBRAKE KID kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 HEARTBRAKE KID kl. 5:30 - 8 - 10:30 THE BRAVE ONE kl. 8 - 10:30 16 STARDUST kl. 5:30 - 8 - 10:30 10 NO RESERVATIONS kl. 8 L CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:30 12 SUPER BAD kl. 10:30 12 BRATZ kl. 5:30 L ASTRÓPÍÁ kl. 5:30 L RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 5:30 L IN THE LAND OF WOMEN kl. 5:50 - 8 - 10:20 L THE KINGDOM kl. 8 - 10:20 10 THE BRAVE ONE kl. 8D - 10:20D 16 STARDUST kl. 5:30D 10 ASTRÓPÍÁ kl. 6 L KRINGLUNNI NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 12 16 14 12 12 16 14 14 THE HEARTBREAK KID kl. 8 - 10.10 GOOD LUCK CHUCK kl. 6 - 8 THE KINGDOM kl. 6 - 10 12 14 16 16 12 12 14 16 16 RESIDENT EVIL 3 kl.5.50 - 8 - 10.10 4 MONTHS ENSKUR TEXTI kl.5.40 - 8 - 10.15 EDGE OF HEAVEN ENSKUR TEXTI kl.5.40 - 8 ALEXANDRA ENSKUR TEXTI kl.6 HALLOWEEN kl. 8 - 10.30 SHOOT ́EM UP kl. 10.20 THE HEARTBREAK KID kl. 5.30 - 8 - 10.30 THE HEARTBREAK KID LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 RESIDENT EVIL 3 kl. 5.50 - 8 - 10.10 GOOD LUCK CHUCK kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 SUPERBAD kl. 5.30 - 8 - 10.30 HÁKARLABEITA 600 KR. kl. 3.50 BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl. 3.45 THE SIMPSONS MOVIE ÍSL. TAL kl. 3.45 300 kr. Síð. sýningar !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu - J. I. S. Film.is Dóri DNA - DV Bölvun eða blessun? SYNDIR FEÐRANNA kl. 6 - 8 - 10 GOOD LUCK CHUCK kl. 8 - 10.20 THE KINGDOM kl. 5.40 - 8 HEIMA - SIGURRÓS kl. 6 - 10.20 VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20 - L.I.B. Topp5.is LAS VEGAS ER HORFIN... JÖRÐIN ER NÆST! ÞRIÐJI HLUTINN Í FRAMTÍÐARTRYLLINUM MEÐ MILLU JOVOVICH Í TOPPFORMI! FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! Mögnuð heimildarmynd, sem segir örlagasögu drengjanna, sem vistaðir voru á Breiðavík á árunum 1952-1973. Hvaða hræðilegu atburði upplifðu drengirnir og hvernig unnu þeir úr þeim? ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST 7. desember spilar bandaríski kvartettinn Akron/Family á Org- an. Hann gaf út sína fjórðu breið- skífu fyrr á árinu, Love Is Simple, og hefur fengið einróma lof gagn- rýnenda. Á metacritic.com kemur fram að Love Is Simple sé meðal bestu platna ársins með meðalein- kunnina 8,1. Akron/Family er tilraunakennd hljómsveit sem spilar hressandi indípopp með þjóðlagayfirbragði og hefur oft verið líkt við hinn merka tónlistarmann Devandra Banhart. Áhrif sveitarinnar má þó rekja allt aftur til gullaldarpopps Bítlanna og Beach Boys að þjóða- lagarokki Bobs Dylan og The Band og jafnvel nútímarokks í anda Rad- iohead. Tónleikarnir hér eru þeir síð- ustu í tveggja vikna ströngum tón- leikatúr um Belgíu, Holland og Bretland, því má búast við að sveit- in sé funheit og dúndrandi hress þegar hún stígur á svið á Organ. Miðasala hefst á morgun í versl- unum Skífunnar og BT um allt land og á midi.is. Miðaverð er einungis 1.700 krónur. krista@dv.is Akron/Family á Organ! Funheitt og dúndrandi hresst indípopp með þjóðlagakeim: akron/family Spilar hressandi indípopp með þjóðlagakeim. Vel heppnuð hátíð áhorfendur á naSa á laugardagskvöldið voru eiturhressir. ed droste í Grizzly Bear Stóri maðurinn með íðilfögru röddina var flottur í Listasafninu. Birgir Ísleifur í motion Boys Var stjarnfræðilega svalur á tónleikum sveitarinnar á naSa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.