Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Page 27
Rapparinn T.I. réð stjörnulið lögfræðinga sér til varnar vegna ólöglegs vopnaburðar: Rapparinn T.I., öðru nafni Cliff- ord Harris yngri, var þarsíðustu helgi handtekinn fyrir kaup og burð ólög- legra vopna aðeins tveimur tímum áður en hann átti að taka við verð- launum fyrir bestu plötu ársins á BET-verðlaunahátíðinni. T.I. sem er einn vinsælasti rappari Banda- ríkjanna var handtekinn í bíl sínum þar sem fundust þrjár ólöglegar vél- byssur og hljóðdeyfar. Á heimili hans fundust svo sex byssur til viðbótar. Verði kappinn fundinn sekur gæti hann farið í allt að 25 ára fangelsi en hann er með eldri dóma á bakinu. T.I. hefur hins vegar komið sér upp stjörnuliði lögfræðinga skip- uðu hvorki fleiri né færri en fjórum þungavigtarlögfræðingum. Það eru þeir Steve Sadow, Dwight Thomas, Ed Garland og Don Samuel sem sjá um að verja rapparann en þeir hafa allir mikla reynslu af því að verja frægt fólk. Garland var til dæm- is verjandi NFL-stjörnunnar Ray Lewis sem var úrskurðaður saklaus í morðmáli árið 2000. Þá hafa hin- ir þrír unnið að ýmsum málum sem hafa fengið mikla athygli í gegnum tíðina. Síðastliðinn mánudag lagði ákæruvaldið fram þrjár ákærur á hendur T.I. Fyrir að kaupa ólögleg skotvopn og hljóðdeyfa og einnig fyrir að vera dæmdur glæpamað- ur með vopn í fórum sínum en T.I. hefur tvisvar verið dæmdur fyrir glæpi. Annars vegar fyrir ólögleg- an vopnaburð og hins vegar fyrir sölu og dreifingu á krakki. Verði T.I. fundinn sekur þykir nánast öruggt að hann muni sitja inni. Líklegt er að fangelsisvistin verði ekki styttri en fimm ár en gæti farið upp í allt að 25 ár fari allt á versta veg. asgeir@dv.is Tekjuhæst ekki aðsóknarmest DV greindi frá því fyrir helgi að Astrópía hefði hlotið mestu aðsóknina það sem af væri ári. Það er ekki rétt þar sem Simpsons The Movie, Pirates of the Caribbean 3, Shrek 3 og Harry Potter 5 hafa allar fengið meiri aðsókn. Hins vegar er Astrópía tekjuhæsta mynd landsins það sem af er árinu. Það stafar að því að miðinn á Astrópíu kostar 1100 krónur en ekki 900 eins og gengur og gerist. Þess vegna er Astrópía tekjuhæst með rúmlega 44.000 gesti en hinar fyrrnefndu eru með á bilinu 50.000 til 55.000 gesti. Mánudagur 22. október 2007DV Bíó 27 Rómantískara en Notebook Ryan Gosling sem kynntist fyrrver- andi unnustu sinni Rachel McAdams við tökur á einni rómantískustu kvikmynd sem gerð hefur verið, The Notebook, segir að samband þeirra hafi verið miklu rómantískara í alvörunni en í kvikmyndinni. Gosling og McAdams voru saman í tvö ár en nýverið staðfesti Gosling að þau hefðu slitið sambandinu. Í nýlegu viðtali við tímaritið GQ segir hann hins vegar: „Guð blessi The Notebook, hún kynnti mig fyrir ástinni í lífi mínu en það er algjör vitleysa hjá fólki að miða samband okkar við samband fólksins í myndinni. Ástarsaga mín og Rachel var miklu rómantískari í alvörunni en á hvíta tjaldinu, en gekk því miður ekki upp.“ Ævareiður yfir niðurhalinu Kvikmyndagerðarmaðurinn Eli Roth er ævareiður yfir því að kvikmynd hans Hostel 2 sé ein mest sótta myndin í ólöglegu niðurhali á netinu. Hrollvekjudrengurinn Eli segir ekki nóg með að milljónir manna hafi sótt myndina með ólöglegum hætti heldur hafi hún ekki einu sinni komist í kvikmyndahús í sumum þeirra landa þar sem ólöglegt niðurhal er daglegt brauð. „Mér er sagt að ég megi ekki verða reiður yfir þessu en hvenær á maður þá að reiðast? Ef þú mótmælir ekki einhverju núna hvenær færðu þá nóg? Við erum að tala um raunveru- lega peninga hérna og launin mín fyrir mikla vinnu sem ég legg á mig,“ sagði hinn bitri Eli Roth. Kaupir sér frelsi? Byssurnar umtöluðu Þetta eru vopnin sem fundust hjá t.I. Rapparinn T.I. Hefur ráðið stjörnulið lögfræðinga til að verja sig. Iceland Airwaves-hátíðinni lauk í gær en að venju var úr gríðarlegum fjölda spenn- andi tónleika að velja og nóg um að vera í tengslum við hátíðina. Ljósmyndari DV hljóp á milli tónleikastaða og náði að smella stór- skemmtilegum myndum af hinni frábæru stemningu sem ríkti í miðborginni um helgina. Gleði, rokk oG Glamúr Svala Björgvins í Steed Lord og bróðir hennar Krummi Voru skrautleg og skemmti- leg á gauknum. Hljómsveitin Ra Ra Riot fór hamförum á naSa á laugardagskvöldið. Trentemöller fór á kostum í Listasafninu Strákarnir hjá Exton eiga hrós skilið fyrir glæsilegt ljósasjóv í safninu. Nic Offer, söngvarinn í !!! Sýndi glæsilega danstakta á naSa á laugardagskvöldið. á airwaves! DV Myndir Arnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.