Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Síða 32
„Trúnaði við texta er ekki haldið.
Menn rjúfa helgan trúnað við texta
og okkur ber að sýna guðlegum texta
virðingu,“ segir Gunnar Þorsteinsson,
forstöðumaður Krossins, en fyrir helgi
kom út fyrsta heildarþýðing Biblíunn-
ar á íslensku í hartnær heila öld, en sú
sjötta frá upphafi.
Gunnar er ósáttur við að Biblían
sé þýdd. „Þetta er menningarsögulegt
stórslys. Við megum ekki breyta text-
anum en þessir menn vaða yfir hann
á skítugum skónum með pólitískan
rétttrúnað að leiðarljósi, femínisma og
síðan þær dægurbylgjur sem ganga yfir
samfélagið og það er alls ekki ásættan-
legt. Það er ekki með gleði sem maður
gagnrýnir heilagar ritningar en þetta
verður ekki Biblía okkar í frjálsa geir-
anum.“
Forseti Íslands Ólafur Ragnar
Grímsson tók við fyrsta eintaki hinn-
ar nýju útgáfu Biblíunnar fyrir hönd
íslensku þjóðarinnar við hátíðlega
athöfn í Dómkirkjunni á föstudag.
Biskup Íslands Karl Sigurbjörnsson
sem jafnframt er forseti Hins íslenska
biblíufélags afhenti Biblíuna af hálfu
félagsins og JPV útgáfu. Alþingi og rík-
isstjórnin hafa frá upphafi stutt dyggi-
lega við þýðingarstarfið. Í þakkarskyni
fyrir þann stuðning gengu biskup og
forráðamenn útgáfunnar að lokinni
athöfn í kirkjunni yfir í Alþingishúsið
og afhentu þar forseta Alþingis Sturlu
Böðvarssyni, Geir H. Haarde og Birni
Bjarnasyni hina nýju útgáfu að gjöf.
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra tekur ekki undir orð Gunnars
Þorsteinssonar. „Ég vona að þetta
muni höfða til komandi kynslóðar
og að málfarið í nýja textanum sé í
samræmi við málskilning fólks nú á
tímum, það þarf að laga þýðingu að
nýjum kröfum. Málið þróast eins og
annað.“
Hópur framsóknarmanna í Skagafirði
vill að þingmenn Framsóknarflokks-
ins sem stunda nám sinni ekki þing-
mennsku samhliða náminu held-
ur hleypi varamönnum að. Í ályktun
sem lögð var fram á kjördæmisþingi
framsóknarmanna í gær kom fram að
geti þingmenn ekki sinnt starfi sínu af
einhverjum ástæðum, meðal annars
vegna anna í námi, skuli þeir kalla inn
varamenn í sinn stað.
Alþingismennirnir Magnús Stefáns-
son fyrrverandi félagsmálaráðherra og
Birkir Jón Jónsson stunda báðir MBA-
nám við Háskóla Íslands samhliða
starfi. Tillagan fékk afar lítinn hljóm-
grunn og var felld með miklum meiri-
hluta atkvæða á kjördæmisþingingu.
Misskilningur
Birkir Jón Jónsson bendir á að MBA-
námið sé byggt þannig upp að fólk geti
stundað það samhliða ábyrgðarmiklu
starfi. „Þessi ályktun Framsóknarfé-
lags Skagafjarðar var byggð á ákveðn-
um misskilningi um námið sem ég
stunda. Ég tel að það ætti almennt
að vera fagnaðarefni að þingmenn
næðu sér í menntun.“ Hann neitar því
að námið bitni með nokkrum hætti á
þingmennsku og störfum hans fyrir
kjósendur. Hann telur jafnframt að til-
lögunni hafi ekki verið beint að hon-
um eða Magnúsi Stefánssyni persónu-
lega. „Nei, hún var ekki persónugerð
við einn eða neinn. Þetta er hins vegar
þörf áminning,“ segir hann. Birkir seg-
ist ekki hafa íhugað að kalla inn vara-
mann á þing fyrir sig vegna námsins.
Kannast ekki við óánægju
Magnús Stefánsson oddviti flokks-
ins í kjördæminu vildi lítið tjá sig um
málið þegar DV leitaði til hans. „Ég hef
ekkert um þessa tillögu að segja, hún
var tekin fyrir og hún var felld.“ Magn-
ús tekur undir með Birki Jóni um að
námið hafi ekki áhrif á þingmennsk-
una. Hann segist ekki kannast við að
kjósendur í Skagafirði séu óánægðir
vegna þess að hann sem þingmaður
kjördæmisins nái ekki að sinna þing-
mennskunni að fullu vegna mikilla
anna í vinnu.
Ekki náðist í Viggó Jónsson for-
mann Framsóknarfélags Skagafjarð-
ar við vinnslu fréttarinnar en haft var
eftir honum í fjölmiðlum í gær að
landsbyggðin þyrfti á því að halda að
þingmenn sinntu
hagsmunum
hennar vel.
Engin gagnrýni
á störf þing-
manna sem
þegar stunda
nám með
vinnu væri falin
í ályktuninni.
mánudagur 22. október 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910
FréttasKot
5 1 2 7 0 7 0
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta.
Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur.
Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar.
Framsókn varaþingmanna!
VILDU LÁTA ÞINGMENNINA
EINBEITA SÉR AÐ VINNUNNI
Tillaga framsóknarmanna á kjördæmisþingi í Skagafirði kolfelld.
stefnumót DV Fjöldi Vestfirðinga lagði leið sína á borgarafund sem DV hélt í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Á fundinum gerðu
ritstjórar blaðsins grein fyrir stefnu þess og hlýddu á raddir heimamanna. Þetta var fyrsta stefnumótið en fundir verða haldnir víða
um land á næstunni. DV-mynd Róbert
Gunnar Þorsteinsson í Krossinum gagnrýnir nýju Biblíuna:
Menningarsögulegt stórslys
Reyndi að stinga
lögregluna af
Lögreglan á Suðurnesjum elti
ökumann bifreiðar sem ekki sinnti
stöðvunarmerkjum lögreglu að-
faranótt sunnudags. Ökumaðurinn
ók sem leið lá norður Hringbraut
á mikilli ferð. Ekið var um Vestur-
braut, Hafnargötu inn Aðalgötu en
bifreiðin stöðvaðist á Suðurvöll-
um vegna bilunar. Bifreiðinni hafði
áður verið ekið á töluverðum hraða
yfir hraðahindranir sem urðu á vegi
hennar. Ökumaðurinn er grunað-
ur um ölvun við akstur og var hann
færður á lögreglustöð til skýrslutöku.
Velti bílnum
og stakk af
Björgunarsveitir voru kallaðar
til vegna umferðarslyss sunn-
an við Stóru Laxá í Árnessýslu
snemma í gærmorgun. Svo virtist
sem ökumaður hefði misst stjórn
á bíl sínum og farið nokkrar
veltur en þegar lögregla kom á
vettvang var ökumaðurinn hvergi
sjáanlegur. Voru björgunarsveitir
því kallaðar út til að leita manns-
ins en grunur lék á að hann hefði
farið fótgangandi og væri slasað-
ur. Hann fannst hins vegar heill
á húfi í Reykjavík klukkan níu
í gærmorgun en lögregla fékk
tilkynningu um slysið klukkan
05.20. Ökumaðurinn sem er á
þrítugsaldri lagði af stað frá sum-
arbústað skammt frá Flúðum um
hálf fimm í fyrrinótt.
Átta óku ölvaðir
Aðfaranótt sunnudagsins var
með rólegra móti hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir mik-
inn fjölda gesta í miðborg Reykja-
víkur. Fjórtán brutu gegn lögreglu-
samþykkt en að sögn varðstjóra hjá
lögreglunni voru flest málin tengd
einstaklingum sem köstuðu af sér
vatni eða fleygðu rusli. Átta einstakl-
ingar voru stöðvaðir vegna ölvun-
araksturs og fjórir voru handteknir
vegna líkamsárása en engin þeirra
var þó alvarleg. Þá gistu sex einstakl-
ingar fangageymslur lögreglunnar
vegna minniháttar brota.
Barði mann
með steinhellu
Karlmaður á tvítugsaldri var
handtekinn á Seyðisfirði aðfara-
nótt sunnudags eftir að hafa ráðist á
fimmtugan karlmann og barið hann
í höfuðið með þungri gangstétt-
arhellu. Maðurinn hlaut áverka á
höfði og brotnaði á fæti í átökum við
árásarmanninn sem var gert að gista
fangageymslur lögreglunnar en var
sleppt úr haldi að lokinni skýrslu-
töku. Hann játaði að hafa barið
manninn með hellunni.
Ný Biblía Karl Sigurbjörnsson afhenti
Ólafi Ragnari Grímssyni fyrsta eintakið af
nýrri útgáfu Biblíunnar í Dómkirkjunni.
Ingibjörg gerð
að heiðursfélaga
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan-
ríkisráðherra hefur verið gerð að
heiðursfélaga í WFPG sem er öflugt
tengslanet banda-
rískra kvenna sem
starfa að alþjóða-
málum. Ingibjörg
ávarpaði fund
sem félagið stóð
fyrir á föstudags-
kvöldið í Wash-
ington og fjallaði
hún um forsend-
ur og mikilvægi pólitískra áhrifa
kvenna á alþjóðavettvangi. Hún lýsti
því einnig hvernig það tryggði betri
árangur að flétta kynjapólitískri sýn
inn í alþjóðastjórnmálin. Fundurinn
var fjölsóttur og voru sendiherrar ým-
issa ríkja viðstaddir fundinn. Ingibjörg
svaraði aukinheldur spurningum um
framboð Íslands til öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna.
„Þessi ályktun Fram-
sóknarfélags Skaga-
fjarðar var byggð á
ákveðnum misskiln-
ingi um námið sem ég
stunda.“
ValGeir ÖrN raGNarssoN
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Magnús stefánsson Oddviti fram-
sóknarmanna í Norðvesturkjördæmi
stundar MBA-nám með vinnu.