Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.02.2014, Blaðsíða 21

Fréttatíminn - 07.02.2014, Blaðsíða 21
Flokksval Guðni Rúnar Björk Anna María Magnús Már Dóra Natan Dagur Kristín Erna Þorgerður Laufey Reynir Hjálmar Kristín Soffía Skúli Heiða Sverrir xsreykjavik.is Samfylkingarinnar í Reykjavík 7. - 8. febrúar 2014 Kjörið er hafið! Kosning stendur til 18:00 á morgun, laugardag. Nánari upplýsingar um frambjóðendur og flokksval er að finna á xsreykjavik.is. Untitled-2 1 6.2.2014 12:49:21 þá hefði hún sparað sér fullt af óþarfa áhyggjum. Hún hefði aldrei trúað því þegar henni leið sem verst að hún yrði skvísa á Spáni á sextugsaldri,“ segir Tinna og þær fara báðar að skellihlæja. Sjúkdómurinn ákveðin blessun Helena segir sjúkdóminn að mörgu leyti hafa verið blessun. Hans vegna hafi hún lifað líf- inu til fulls og tekið skref sem hún hefði annars ekki tekið. Eitt af þeim var að láta lang- þráðan draum rætast og flytja til Spánar fyrir tveimur árum. „Ég á hérna yndislegt líf. Ég er öryrki og því í fullri vinnu við að halda mér heilbrigðri. Það þýðir ekkert álag, dagleg hreyfing og hollur matur. Ég er svo heppin að hafa hér einkasoninn hjá mér og unn- usti minn er líka kletturinn minn. Þessi sjúkdómur er ekki síður álag fyrir aðstandendur okkar sem eiga það á hættu að missa okkur án fyrirvara því sjúkdómurinn er auðvitað eins og tifandi tímasprengja,“ segir Helena. „Annars byrja ég alla daga á löngum göngutúr með hundinn minn. Í þessum göngutúr gef ég 30 köttum í hverfinu að borða en ég er al- gjör dýravinur. Auk þess hugsa ég til guðs og þakka honum eða skammast í honum. Svo skokka ég og geri æfingar og umgengst gott fólk. Ég þarf ekkert meira en þetta því ég er svo þakklát fyrir að vera á lífi. Svo koma Tinna og Helena allavega tvisvar á ári og þá eigum við algjörar gæðastund- ir saman.“ Mæðgurnar eru mjög nánar. Tinna segist oft hringja, hvenær sem er sólarhrings og mamma sé alltaf til taks. „Mamma er líka algjör reynslu- banki, hún hefur lent í öllu. Einu sinni keyrði ég á fugl og var í algjöru sjokki og hringdi hágrátandi í hana til Spánar. Mamma sagðist hafa lent í því sama og að það væri fullkom- lega eðlilegt að syrgja fuglinn. Henni datt ekki í hug að gera lítið úr sjokkinu sem ég var í heldur minnti mig á að hans tími hefði einfaldlega verið kominn.“ Feigðin er stór hluti af lífi mæðgnanna, en þær gera sem minnst úr henni. Dauðinn sé staðreynd sem allir þurfi að horfast í augu við, ekki bara þær. „Auðvitað vona ég að ég fari á undan Tinnu, það á engin að þurfa að missa barnið sitt. Ég man að þegar Tinna fædd- ist hugsaði ég að ég þyrfti nú ekkert að hafa áhyggjur næstu 25 árin. En tíminn líður svo óskaplega hratt og nú er Tinna komin á þennan aldur sem ég hræddist. Og ég er komin á sextugsaldur. Við erum báðar komnar á þann stað sem ég óttaðist mest,“ segir Helena. „Æ, mamma við skulum ekki vera svona neikvæðar,“ segir Tinna þá. „Við fórum í þetta viðtal til að gefa fólki von. Fólk sem er að greinast núna, með þennan eða annan ólæknandi sjúkdóm, verður að fá að vita að það er samt hægt að lifa góðu lífi. Svo er heilmikil von í þessum rannsóknum. Þó það verði líklega ekki hægt að útrýma sjúkdómnum þá er kannski hægt að hafa áhrif á hann þannig að við getum lifað aðeins lengur. Við verðum að fókusera á fegurðina í lífinu en ekki dauðann.“ Við ákveðum að þetta séu góð lokaorð, kveðjum Helenu á Spáni og förum að róta í dótakassanum með Helenu Ósk. Hún er greinilega orðin þreytt á þessu spjalli um lífið og dauðann svo við ákveðum að yfirgefa bænahúsið og halda út í daginn. Efst í mínum huga er að njóta hans. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Framhald á næstu síðu Tinnu Björk hefur dreymt um að vera móðir siðan hún man eftir sér. fréttaskýring 21 Helgin 7.-9. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.